Borgfirðingabók - 01.12.2011, Side 268
268 Borgfirðingabók 2011
félagið úthlutað, í kjölfar umsóknar, myndarlegum styrk til verksins
úr Hornsteini, sjóði sem SPM stofnaði til að styrkja veglega verkefni
sem væru samfélagslega verðmæt fyrir sveitarfélagið. Var styrkurinn
að upphæð 15 millj. kr. Var þessi upphæð og styrkurinn frá Land-
búnaðarráðuneytinu peningalegt framlag hestamannafélagannan til
byggingarinnar. En til viðbótar var reiknað með sjálfboðavinnu er
metin yrði til peninga, og gekk það eftir svo sem fram kemur síðar.
Þann 11. janúar 2008 var síðan undirritaður samningur við Loftorku
Borgarnesi ehf. um framleiðslu og uppsetningu sökkla undir bygg-
inguna sem ákveðið hafði verið að reisa. Var það límtréshús klætt
yleiningum, framleitt af BM Vallá hf., áður LímtréVírnet hf., og voru
samningar um það undirritaðir við hátíðlega athöfn þann 14. mars
2008. Þegar hér var komið sögu var búið að loka samningum um
uppkomið hús, frágengið að utan en ófrágengið að innan hvað varð-
aði innréttingar, völl og áhorfendapalla. Var húsið 27 x 61 m. að stærð
með rétt um 200 m2. hliðarbyggingu er hýsir 20 hesta hús, biðaðstöðu
og geymslu. Alls rétt um 1900 m2. Reiðvöllur er 20 x 60 m. Öðru
megin í húsinu eru áhorfendapallar er rúma 350 - 400 manns eftir því
hversu þétt er setið, jafnvel fleiri. Einnig er þar afgreiðsla, snyrtingar
og anddyri og lítill salur þar yfir. Búið var að hanna hús með meiri og
betri aðstöðu fyrir gesti, en það þurfti að skera vegna kostnaðar.
Loftorka Borgarnesi ehf. gerði síðan sökklana um vorið og BM Vallá
hf. hóf að reisa húsið strax í kjölfarið. Þegar hér var komið sögu var
töluvert farið að halla undan fjármálakerfi landsins, en mikil veisla
hafði staðið yfir undanfarin ár og framboð peninga með allra besta
móti. Því var fjármögnun ekki vandamál á þessum tíma. En er leið
fram á vorið og sumarið 2008 var farið að þrengjast um, og hefði ekki
verið búið að skrifa undir og framleiða húsið þá er alls ekki víst að
verkinu hefði verið fram haldið þar sem SPM féll um sumarið og svo
bankakerfið allt um haustið. Í október var húsið síðan komið upp í
samræmi við samning. Var nú gert hlé á vinnu fram yfir áramót, enda
orðið þungt fyrir fæti hvað varðar fjármál. Nú voru tveir kostir í
stöðunni, annar sá að fresta frekari framkvæmdum þar til síðar eða
klára húsið eins og unnt væri og koma því í not. Voru gerðar áætlanir
er lutu að því síðarnefnda, þ.e. klára húsið þannig að unnt væri að
nota það undir sýningar og kennslu. Láta hesthús og fleira bíða betri
tíma. Var síðan ákveðið að fara í framkvæmdir. Var Guðjón Guð-
laugsson ráðinn til að stýra verkinu og Grettir B. Guðmundsson ráð-