Borgfirðingabók - 01.12.2011, Page 284
284 Borgfirðingabók 2011
Paradísarlaut
Ríkharður Mýrdal Harðarson
Í nóvember kom út fyrsta plata Ríkharðar (Rikka) Mýrdal Harðarson-
ar úr Borgarnesi og ber hún nafnið Paradísarlaut. Plötuna tileinkar
Rikki foreldrum sínum en eitt laga plötunnar, Glitrandi norðurljós
er samið í minningu móður hans, Þuríðar Mýrdal, sem lést í lok árs
2006. Í viðtali í Skessuhorni 27.október 2010 segir Rikki að „þema
plötunnar sé ástin í öllum
sínum birtingarmyndum sem
snertir okkur öll á einhvern
hátt, um vonina, og kær-
leikann sem býr innra með
okkur og um söknuðinn,
eftirsjána og sorgina með
öllum sínum vistarverum“.
Rikki semur öll lög plötunnar
og alla texta, en hann hefur
lengi fengist við lagagerð og
starfað með ýmsum hljóm-
sveitum í gegnum tíðina.Um
söng á plötunni sjá þekktir
söngvarar: Magni Ásgeirsson, Sigurjón Brink, Matthías Matthíasson,
Heiða Ólafsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Erna Hrönn Ólafsdóttir,
Pétur Örn Guðmundsson og Páll Rósinkrans en honum til aðstoðar
við sönginn í kraftmiklu lokalaginu sem ber heitið Ísborgin er hópur
valinkunnra borgfirskra listamanna: Birna Þorsteinsdóttir, Höskuldur
Kolbeinsson, Jónína Erna Arnardóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson og
Theodóra Þorsteinsdóttir. Rikki spilar sjálfur á fjölmörg hljóðfæri á
plötunni en honum til aðstoðar eru Einar Þór Jóhannsson, sem spilar
á gítar og bassa, en hann syngur jafnframt eitt laganna tíu, Sigurþór
Kristjánsson spilar á trommur, Gunnar Ringsted leikur á gítar í einu
lagi og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir á fiðlu í öðru. Um bakraddir auk
söngvara sem áður er getið sjá Birna Karen Einarsdóttir og Eva Lára
Vilhjálmsdóttir.Platan er tekinn upp í Stúdíói Gott hljóð í Borgar-
nesi, sem Sigurþór „Sissi“ Kristjánsson stjórnar og rekur, og í heima-
stúdíói Rikka, Stúdíó Brak, sem tekur heiti sitt af fyrstu hljómsveit
hans sem bar nafnið Brak og brestir.