Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Styrkir til ferðamanna- staða á Reykjanesi - til byggingar upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og fuglaskoðunarhúss á Fitjum í Njarðvík Tveir styrkir komu til Suðurnesja úr Framkvæmdastjóri ferðamanna- staða fyrir árið 2022. Annar til Reykjanes jarðvangs vegna upp- lýsinga- og þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og hinn til bygg- ingar fuglaskoðunarhús á Fitjum í Njarðvík. Reykjanes jarðvangur fær 13,4 milljónir króna til að hefja hönnun og undirbúning að byggingu upp- lýsinga- og þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og samræma hana uppbyggingu heildarupplifunar- svæðis. Lögð verður áhersla á að hönnun hússins og staðsetning falli vel að umhverfinu og vinni þannig með heildarásýnd svæðisins. Þá sé gert ráð fyrir að miðstöðin verði miðja upplifunarsvæðis og upphafs- punktur fjölda gönguleiða á svæðinu. Verkefnið er á áfangastaðaáætlun svæðisins, bætir úr skorti á grunn- þjónustu og aðgengi fyrir alla. Reykjanesbær – Fuglaskoðun- arhús á Fitjum fær kr. 20.000.000 til að bæta aðgengi í Njarðvíkur- fitjum til fuglaskoðunar, til að tryggja öryggi gesta og vernda svæðið fyrir ágangi og byggja útsýnispall til fuglaskoðunar og lágmarka rask og truflun fugla á svæðinu. Uppbygging innviða og frágangur á viðkvæmum náttúruskoðunarstað. Verkefnið bætir aðgengi, stuðlar að náttúru- vernd og er á áfangastaðaáætlun svæðisins. Í styrkveitingu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrr á árinu voru framlög til Kinnargjár á Reykjanesi til endurbóta á göngu- stígakerfi við Brúnna milli heims- álfa, alls 41 milljón kr. Þá voru 2 milljónir króna í framkvæmdir við Útilegumannabæli í landi Húsatófta í Grindavík. Gerð verndaráætlunar fyrir fornleifar og umhverfi hins frið- lýsta minjasvæðis á Húsatóftum. Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2021 var samþykktur samhljóða á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar í síðustu viku. „Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2021 ber með sér að efna- hagur sveitarfélagsins er traustur, sem skapar forsendur fyrir áfram- haldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa Suðurnesjabæjar á næstu misserum og árum,“ segir í bókun við afgreiðsluna. Hér að neðan er bókun sem lögð var fram við samþykkt reikningsins: Heildartekjur A-hluta voru 4.456,5 milljónir króna og í saman- teknum reikningi A og B hluta 4.689,1 milljónir. Heildargjöld A hluta voru 4.219,6 milljónir og í samanteknum reikningi A og B hluta 4.351 milljónir. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir var 237 milljónir í A hluta, en 338 milljónir í samanteknum reikningi A og B hluta. Rekstrar- niðurstaða A-hluta er neikvæð að fjárhæð 83,5 milljónir króna. Rekstr- arniðurstaða í samanteknum reikn- ingsskilum A og B hluta, er neikvæð að fjárhæð 106,9 milljónir króna. Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 9.078,9 milljónir króna. Heildar- skuldir og skuldbindingar eru 4.978,4 milljónir króna. Lífeyris- skuldbinding hækkar frá árinu 2020 og er 1.158,4 milljónir króna. Lang- tímaskuldir við fjármálastofnanir eru 2.990,4 milljónir króna og eru næsta árs afborganir langtímalána 263,8 milljón króna. Eigið fé í saman- teknum reikningsskilum er 4.100,5 milljónir króna. Skuldaviðmið A- og B-hluta skv. 14. gr. reglugerðar 502/2012 er 69,7 %, en 45,5% í A-hluta. Samkvæmt fjármálareglu sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Rekstur í samanteknum reiknings- skilum A og B hluta skilaði 493,4 milljónum króna í handbært fé frá rekstri, sem er 10,5% af heildar- tekjum. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta nam 658,7 milljónum króna á árinu 2021. Á árinu 2021 voru tekin ný langtímalán að fjárhæð 570 millj- ónir króna. Handbært fé lækkaði um 48,9 milljónir króna frá fyrra ári og var handbært fé í árslok 2021 alls 699,3 milljónir króna. Íbúafjöldi í Suðurnesjabæ þann 1. desember 2021 var 3.744 og hafði fjölgað um 95 íbúa frá fyrra ári, eða um 2,6%. Rekstur og fjárhagur Suðurnesja- bæjar árið 2021 mótaðist að miklu leyti af heimsfaraldri kórónuveiru, sérstaklega varðandi rekstrarútgjöld. Atvinnuleysi var mun minna í árslok 2021 en árið á undan og aukinn kraftur í atvinnulífinu skilaði sér í meiri tekjum af útsvari en áætlun gerði ráð fyrir. Líkt og árið 2020 hélt Suðurnesjabær uppi fullri þjónustu við íbúa og dró ekki úr fjárfestingum þrátt fyrir áhrif af heimsfaraldrinum. Rekstrarafkoma ársins var þegar upp var staðið nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir, þrátt fyrir mun hærri gjaldfærðum lífeyrisskuldbindingum og fjármagnskostnaði vegna auk- innar verðbólgu. Bæjarstjórn telur rekstrarafkomu ársins mjög viðunandi miðað við að- stæður og þakkar starfsfólki sveitar- félagsins þeirra framlag við krefjandi aðstæður vegna Covid-19, bæði hvað varðar rekstur sveitarfélagsins en ekki síður við að takast á við margs konar áskoranir sem upp hafa komið af völdum faraldursins. Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2021 ber með sér að efna- hagur sveitarfélagsins er traustur, sem skapar forsendur fyrir áfram- haldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa Suðurnesjabæjar á næstu misserum og árum. Rekstrarafkoma Suður- nesjabæjar mjög viðunandi Ráðhús Suðurnesjabæjar í Garði. Fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum og rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Af þeim átta sýnum sem reyndust já- kvæð voru þrjú úr súlum sem fundust í Njarðvík og Grindavík. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar. Undanfarnar vikur hefur fólk verið að ganga fram á veika fugla. Fjölmargar veikburða súlur hafa fundist í fjörum á Suðurnesjum. Þannig hefur fólk verið að ganga fram á veika og dauða fugla á Garðskaga, í Leirunni og í Sandvík á Reykja- nesi. Nokkrir veikir fuglar hafa hafa einnig sést í Reykjanesbæ. Hafa þeir jafnvel verið komnir heim að dyrum hjá fólki. Á myndinni með fréttinni má sjá fljótandi hræ af súlu í höfninni í Keflavík. VF-mynd: hbb Súlur með fuglaflensu 2 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.