Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 30
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir varð Þýskalandsmeistari í knattspyrnu með liði sínu, Wolfs- burg, um síðustu helgi þegar Sveindís og liðsfélagar hennar unnu stórsigur á útivelli (1:10) þegar þær mættu Jena sem situr í neðsta sæti deildarinnar. Enn er ein umferð eftir en Wolfs- burg hafði eins stigs forskot á helstu keppinauta sína, Bayern Munchen, um meistaratitilinn fyrir leiki helg- arinnar svo með sigri var titillinn tryggður. Sveindís hefur staðið sig vel með liðinu á sínu fyrsta ári í þýsku deildinni. Hún var í byrjunar- liði og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en á átt- undu mínútu átti hún góðan sprett upp hægri kantinn, lék inn í teig og sendi knöttinn inn í markteig Jena, beint fyrir fæturna á Ewa Pajor sem þurfti aðeins að stýra boltanum rétta leið í netið. Sveindís var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar (10’) og skoraði þá sjálf af öryggi eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörnina. Áfram héldu hörmungarnar að dynja yfir Jena og leikmenn Wolfsburg röðuðu inn mörkunum. Það var ekki fyrr en á 79. mínútu, sjö mörkum undir, að Jena náði að svara fyrir sig með marki en Wolfsburg bætti þremur mörkum við á síðustu tíu mínútunum og tryggðu sér titilinn með stórsigri, 1:10. Sveindís Jane framlengir samningi sínum við Wolfsburg Árangur Sveindísar Jane á sínu fyrsta tímabili í þýsku úrvalsdeild- inni er stórkostlegur en hlutirnir hafa gerst hratt hjá Sveindísi sem lék sinn fyrsta leik með Wolfsburg í janúar á þessu ári. Hún virðist enda- laust geta bætt sig og tekið fram- förum, Sveindís er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu auk þess að hafa stimplað sig inn í leikmannahóp Wolfsburg sem er eitt besta félagslið í heimi. Frammistaðan hjá Sveindísi hefur heldur betur borið árangur og er hún nú búin að framlengja samningi sínum við Wolfsburg til ársins 2025. „Hjá Wolfsburg finnst mér ég hafa fundið fullkomið umhverfi til að þroskast áfram á komandi árum,“ segir Sveindís í viðtali við vefmiðil Wolfsburg. „Vinnan með þjálfaranum og þjálfarateyminu hefur verið mjög skemmtileg og utan vallar er allt gert til að láta mér líða vel hjá Wolfsburg. Ég sé framtíð mína fyrir mér hjá Wolfsburg, það eru mörg markmið sem við stefnum að á næstu árum. Í stuttu máli sagt, eftir að hafa orðið deildarmeistari, þá myndi ég vilja handleika þýska DFB bikarinn – og á næsta tímabili munum við láta til okkar taka á ný í Meistaradeild Evrópu.“ Ralf Kellermann, íþróttastjóri kvennaliðs Wolfsburg: „Ef maður veltir því fyrir sér að Sveindís hefur aldrei fyrr leikið í heimsklassa deild, það eru ótrúlegar framfarir sem hún hefur sýnt á undanförnum vikum og mánuðum. Það er magnað hvernig hún hefur sýnt sína hæfileika á hæsta stigi í Meistarakeppninni – og við skulum ekki gleyma að hún er aðeins tvítug og hefur tækifæri til að bæta sig enn frekar. Við erum mjög ánægð að Sveindís skuli hafa ákveðið að framlengja samningi sínum við félagið um annað tímabil.“ Þýskalandsmeistari SVEINDÍS JANE Meistaralið Wolfsburg. Mynd: Instagram-síða Sveindísar Samningurinn undirritaður. Mynd af vef Wolfsburg Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Sveindís var ung og efnileg knattspyrnu- stelpa hjá Keflavík. M yn d: Fó tb ol ti. ne t M yn d: Fó tb ol ti. ne t Það er ekki á hverjum degi sem forseti Íslands sendir svona kveðju. Af Facebook-síðu forseta Íslands Störf hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Fræðslusvið - Sálfræðingur Garðyrkjudeild - Sumarstörf Háaleitisskóli - Grunnskólakennanri á mið- og elsta stig Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima Háaleitisskóli - Námsráðgjafi Myllubakkaskóli – Skólaliði Njarðvíkurskóli - Kennari Njarðvíkurskóli / sérdeildin Ösp - Starfsmenn skóla Stapaskóli - Aðstoðarskólastjóri á leikskólastigi Starf við liðveislu Starfsmaður á Hæfingarstöð - Sumarstarf Starfsmaður á Hæfingarstöð - tímavinna Velferðarsvið - Búsetuúrræði fyrir fatlaða Velferðarsvið - Forstöðumaður í búsetuþjónustu Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna. Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið - Sumarstarf á heimili fatlaðs fólks sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.