Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 22
Við boðum jákvæðar breytingar! Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Kæru íbúar, við búum á svæði þar sem miklir möguleikar eru til að efla fjölbreytt atvinnulíf og efla þannig tekjur sam- félagsins. Við erum við alþjóðaflugvöll, eigum frábærar hafnir, nægt landsvæði. Við eigum frábært ungt fólk sem vill og getur aukið fjölbreytni í atvinnulífi og menningu. Við eigum ekki að sitja með hendur í skauti og bíða eftir að fyrirtækin komi, heldur sækja þau og taka vel á móti þeim um leið og við hlúum vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Öflugt atvinnulíf er ávísun á hærri tekjur og það, ásamt réttri forgangs- röðun, gefur okkur færi til að boða breytingar í þágu íbúa. Með jákvæðni í garð samfélagsins horfum við áhuga- söm og stolt fram á veg. Við erum með sterka framtíðar- sýn til næstu fjögurra ára sem fjöldi íbúa vann að. Við höfum farið vel yfir málin og getum staðið við það sem við setjum fram. Við munum tryggja að leikskólar bjóðist fyrir börn 18 mánaða og eldri og skapa fjölbreyttari úrræði fyrir 12– 18 mánaða börn. Í víðfeðmum bæ þarf að styrkja starfsemi félagsmiðstöðva í hverf- unum, fyrir unga fólkið okkar. Við munum stórauka fjárframlög til íþróttamála og hollrar hreyfingar. Heilbrigðið ungra sem aldinna er for- gangsmál. Við munum gera hverfin okkar fal- legri með gróðri og göngustígum. Við erum sveitarfélag með frábært fólk og ef haldið er rétt á spilunum þá eru okkur allir vegir færir. Við erum með 22 öfluga einstakl- inga í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn sem brenna fyrir sveitarfélagið. Við munum öll leggja okkur fram við að byggja aftur upp eitt eftirsóttasta sveitarfélagið þar sem fólk vill búa og fjölskyldan er í fyrirrúmi. Í starfinu höfum við kynnst fólki úr öllum flokkum og framboðum sem vill samfélaginu vel og við hlökkum til samstarfsins. Komið með okkur í breytingaliðið! XD Hvers vegna Bein leið? Valgerður Björk Pálsdóttir, 1. sæti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Við í Beinni leið brennum fyrir bæ- inn okkar. Við erum fólk með víðtæka reynslu og breitt þekkingasvið sem nýtist við hvers kyns ákvarðanatökur. Við í Beinni leið erum líka rík af fólki í kring um okkur sem styður við mál- efnin okkar og við getum leitað til ef svo ber undir. Við viljum að bæjar- búar og bæjarstjórn sameinist um það sem best er fyrir íbúa, alla íbúa hverju sinni. Það þýðir að okkur er velferð íbúa efst í huga. Fyrst og fremst viljum við styrkja stoðir og hlúa að mannauði bæjarins, við viljum efla virkni og vel- líðan allra með notendasamráð að leiðarljósi, sá sem notar þjónustuna verður að hafa um hana að segja og taka þátt í ákvörðunum. Við viljum efla þjónustu við börn og barnafjöl- skyldur með því að koma til móts við ólíkar þarfir. Við erum byrjuð að fjölga leikskólarýmum og ætlum að halda því ótrauð áfram, við viljum félagsmið- stöðvar í hverfin og efla stoðþjónustu skólanna okkar, við viljum sameinast um að setja börnin okkar áfram í for- gang. Við viljum vinna heildstæða frí- stundastefnu með virkni og vellíðan allra að leiðarljósi og frístundastyrkur fyrir eldri borgara er sannarlega það sem koma skal. Halda þarf áfram upp- byggingu innviða íþróttafélaganna og huga að næstu skrefum í góðu sam- ráði við félögin sjálf. Fjölbreyttari at- vinnumöguleikar þar sem stutt er við frumkvöðlastarfsemi og bærinn gerður að ákjósanlegum stað til að stofna og reka fyrirtæki er afar mikilvægt. Tryggja þarf markvissa og öfluga inn- leiðingu á nýrri umhverfis- og loftlags- stefnu Reykjanesbæjar og um leið hlúa að náttúru- og útivistarsvæðum með aukinni skógrækt og fjölgun leiksvæða. Við viljum sameinast um heildstæða stefnu þar sem líf og störf íbúa eru í fyrirrúmi, þar sem allir geta fundið eitthvað við hæfi í leik og starfi í skjóli öruggra menntastofnanna, faglegrar frístundaþjónustu og blómlegs at- vinnulífs. Þess vegna biðjum við um þinn stuðning, þess vegna á að kjósa Beina leið. Við erum rétt að byrja Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skipar 1. sæti og Bjarni Páll Tryggvason skipar 2. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnar- kosningar 14. maí næstkomandi. Við í Framsókn höfum sýnt í verki á síðasta kjörtímabili að okkur er um- hugað um heilsu og vellíðan íbúa. Fyrir síðustu kosningar lögðum við til að sveitarfélagið myndi gera heiðar- lega tilraun til að reka heilsugæslu- hluta Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja með fjármagni frá ríkinu. Við töldum og teljum enn að þjónusta sem rekin er af þeim sem nota hana og þeim sem þekkja nærumhverfið sé besti valkosturinn. Hugmyndin fékk ekki hljómgrunn hjá yfirvöldum og við tók áframhaldandi barátta fyrir nýrri heilsugæslu og auknum fjármunum til rekstrar HSS sem að okkar mati hefur gengið alltof hægt. En nú kveður við annan tón. Þegar sá sem hefur valdið hefur vilja Eftir að Willum Þór Þórsson tók við embætti heilbrigðisráðherra hefur margt gerst í málaflokknum á Suður- nesjum. Fjármagn var tryggt til að hefja miklar endurbætur á HSS, búið er að tryggja fjármagn í nýja heilsugæslu og við finnum að nú er bæði hlustað á raddir okkar og mikill vilji er til þess að snúa hér við blaðinu. Það gerir ekki einn maður heldur þarf allt samfélagið að leggjast á eitt. Þegar samvinna og lausnaleit eru í fyrirrúmi fara hjólin að snúast og þá förum við að sjá jákvæðar breytingar. Við í Framsókn höfum bankað reglulega á dyr HSS með ósk um samvinnu því við teljum að það sé rétta leiðin til að tryggja bætta grunn- heilbrigðisþjónustu. Bankið hefur nú þegar skilað árangri því við höfum full- vissað stjórnendur stofnunarinnar um að okkur í Framsókn sé treystandi til að leiða samstarfið af skynsemi svo stofnunin geti þjónað okkur öllum. Svona vinnum við Við í Framsókn ætlum að stíga af krafti inn í þennan samstarfstón forstjóra og stjórnenda HSS og tryggja sátt og þær umbætur sem eru nauðsynlegar. En til að það raungerist þá þurfum við íbúa í okkar öfluga lið og saman munum við tryggja að málaflokkurinn komist í lag í eitt skipti fyrir öll. Það mun taka tíma en við verðum að hefjast handa strax. Við höfum nú þegar fundað með stjórn HSS og lagt fram okkar áherslur og skýran samstarfsvilja. Það er mikil- vægt að efla ímynd stofnunarinnar, vinna áfram að bættu starfsumhverfi núverandi starfsmanna og gera HSS að enn ákjósanlegri valkosti svo fjölga megi heilbrigðisstarfsfólki. Skemmst er frá því að segja að stjórnendur stofn- unarinnar hafa tekið boðinu fagnandi og við finnum virkilegan vilja til að hefja hér stórsókn í heilbrigðismálum. Samvinnan er hafin og svona vinnum við í Framsókn. Við erum tilbúin að leiða þessa vinnu, leita lausna og láta verkin tala. Ekkert um okkur án okkar Við í Framsókn höfum lagt til við for- stjóra HSS að skipað verði notendaráð stofnunarinnar en það er í samræmi við lagafrumvarp sem heilbrigðisráð- herra mælti fyrir í mars sl. Það frum- varp varðar breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu þar sem lagt er til að sett verði á fót sjö manna notenda- ráð í heilbrigðisþjónustu sem heilbrigð- isráðherra skipar. Notendaráði er ætlað að veita forstjórum heilbrigðisstofnana ráðgjöf og aðhald með virku samráði til að tryggja að sjónarmið notenda komi til skoðunar við ákvarðanatöku um skipulag og rekstur heilbrigðisstofn- ana. Forstjórum og stjórn heilbrigðis- stofnana, þar sem við á, skulu hafa samráð við notendaráð til að tryggja að sjónarmið notenda séu höfð til hlið- sjónar við ákvarðanatöku um atriði er varða hagsmuni sjúklinga innan heil- brigðisstofnana. Kjósum þá sem gæta hagsmuna okkar Þegar þú stígur inn í kjörklefann velur þú þann hóp sem þú treystir best til að gæta þinna hagsmuna og allra bæjar- búa. Það ætlum við að gera í þessum málaflokki sem og öðrum og tryggja að þjónustan taki mið af þörfum not- enda, hvort sem hún er á höndum einkaaðila, ríkis eða sveitarfélags. Við í Framsókn erum stolt af því sem við höfum lagt af mörkum til þessa, framundan eru ótal tækifæri í sam- félaginu okkar sem þarf að grípa og vinna vel úr. Sú vegferð krefst festu, kjarks og þors til að taka skynsamar ákvarðanir og framkvæma. Við þurfum þinn stuðning til að geta haldið þeirri vinnu áfram því við erum rétt að byrja. Setjum X við B 14. maí og eflum sam- félagið okkar – saman! Flokkur með framtíðarsýn Bjarni Gunnólfsson, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Helstu baráttumál Miðflokksins eru sanngirnismál, eins og staðan er núna er erfitt fyrir útjaðar hverfin að komast bæði til og frá vegna samgönguleysis, einnig er mjög erfitt að fá starfsfólk til að manna leikskóla þar sem 1600– 1800 leikskólakennara vantar á land- inu öllu. Við erum með lausnir sem ýta undir að varanlegri lausn verði fundin á því. Við viljum að ungbarna- styrkir verði veittir fyrir foreldra frá 12 mánaða aldri þar til börnin fá inn á leikskóla. Þannig gefst foreldrum tæki- færi til að vera með börnunum lengur eða finna dagforeldra til að vera með börnin, þessi aðgerð tryggir samfellu í ummönnun barnanna og fyrirsjáan- leikinn verður betri fyrir foreldrana. Hvatagreiðslur viljum við fjórfalda, markmiðið með því er að tryggja öllum börnum, óháð efnahag foreldra og for- ráðamanna, aðgang að viðurkenndu íþrótta-,tómstunda- og listgreinastarfi. Við viljum búa til hvata fyrir íþrótta,- tómstunda og listgreinastarf til að gera starf sitt hagkvæmara og meira aðlað- andi fyrir ungt fólk. Með þessu útspili teljum við að heildarframlög aukist á kjörtímabilinu. Íbúalýðræði, það þarf að gera um- gjörð sem er ekki of heftandi fyrir íbúa, Miðflokkurinn mun fara eftir vilja kjósenda ef við fáum til þess brautar- gengi og þó að það sé ekki löglegt að vera með bindandi kosningu getum við skipt um skoðun ef íbúar fara fram á það og teljum við að hagur íbúa sé mikilvægari en stök málefni. Mér hefur fundist á kjósendum að atvinnumálin séu mjög stór og er það ekki skrítið eftir allt sem þetta svæði hefur gengið í gegnum á seinustu ára- tugum. Við þurfum að horfa til fram- tíðar og koma með varanlegar lausnir. Við í Miðflokknum viljum gera Reykja- nesbæ að miðstöð verslunar og þjón- ustu á Suðurnesjum og gera Tax-Free þjónustu fyrir ferðamenn auðveldari svo þeir komi til með að auka sölu hjá fyrirtækjum í Reykjanesbæ. Þarfagreining er orð þessara kosn- inga, til að fólk geri sér grein fyrir hvað það þýðir þá þýðir það kostnaður fyrir bæjarfélagið eykst við að búa til fleiri nefndir til að finna út hluti sem eru oft mjög óljósir. Framkvæmda er þörf og Miðflokkurinn gerir það sem hann segist ætla gera með eða án þarfagrein- ingar. Það þýðir ekki að við vöðum í hlutina og gerum þá hugsunarlaust við rannsökum á eigin vegum og finnum út bestu lausnirnar með þarfir íbúa Reykjanesbæjar í huga. Munið að kjósa flokk með framtíðar- sýn. X-M Taktu þitt pláss, ÞÚ skiptir máli Ragnhildur L. Guðmundsdóttir 1. sæti Margrét Sigrún Þórólfsdóttir 2. sæti Svanur Gísli Þorkelsson 3. sæti Vania Cristína Leite Lopes 4. sæti Daníel Freyr Rögnvaldsson 5. sæti. Hvort sem hlutirnir eru í lagi eða boð- aðar eru breytingar fyrir fólkið í bænum, þar sem framtíðin á miðjunni segir vertu memm og áfram við, þá er það eina sem skiptir máli ert þú! Þú kjósandi góður ert aðalnúmerið, á kjördag tekur þú ákvörðun um það hverjum þú ætlar að treysta til þess að halda með þér og þínum skoðunum næstu fjögur árin. Vilt þú hafa eitthvað að segja varðandi ákvarðanir í um- deildum málum sbr. mengandi stóriðju eða öryggisvistun í Reykjanesbæ nú eða að allt rusl af suðvesturhorninu verði brennt í Helguvík? Þá eigum við samleið þar sem við viljum gefa íbúum rödd með bindandi kosningum um málefnin sem eru umdeild. Vilt þú kjósandi góður styðja við foreldra og börn með því að gefa þeim rödd og málsvara í samskiptum við stjórn- sýslustigið sem getur verið flókið fyrir t.d. fólk af erlendum uppruna sem veit ekki hvert ætti að leita eða hvaða rétt það hefur. Þá eigum við samleið því Píratar og óháðir vilja koma á fót stöðu umboðsmanns foreldra barna í leik – og grunnskólum. Þekkir þú einhvern eða er einhver þér nákominn sem þarf á virkni að halda, er jafnvel illa staddur félagslega en hefur ekkert úrræði að leita til? Þá eigum við samleið því við teljum brýnt að það séu margar mismunandi og ólíkar leiðir til að þjónusta þennan hóp sem er eins fjölbreyttur og ein- staklingarnir sem í honum eru, þurfum að sníða þjónustuna að þörfum þessa hóps en ekki að þörfum sérfræðinganna. Þurfum að koma á alvöru NPA úrræði sem miðast við þjón- ustuþegana en ekki sérfræðingana. Viltu anda að þér mengun frá umhverfinu sem skaðar heilsu fólks? Viltu efla stóriðju á kostnað nýsköpunar og sprotafyrirtækja t.d. á sviði matvæla- og lyfjaframleiðslu? Ef þú vilt ekki mengandi stóriðju þá áttu svo sannarlega sam- leið með okkur Pírötum og óháðum því við munum ALDREI samþykkja mengandi iðnað í Helguvík og ef slíkt kæmi inn á borð eru það íbúarnir sem eiga að kjósa um slíkt málefni í bindandi kosningu. Eigum við að markaðssetja bæinn okkar betur sem þann flotta menningarbæ sem hann er? Píratar og óháðir vilja stofna menningarsetur þar sem nýtt bókasafn og byggða- safn yrði undir einu þaki, þar yrði líka til rými fyrir list- sköpun hinna ýmsu hópa, þar gætu t.d. kórar/sönghópar fengið aðstöðu til æfinga, rými til að geyma hluti sem slíku starfi fylgir, þar gætu „bílskúrsbönd“ fengið að æfa og íbúar bæði innlendir og þeir sem eru af erlendum uppruna gætu komið saman og unnið að listsköpun sameiginlega og þannig kynnst hverjir öðrum. Vilt þú kjósandi góður eiga möguleika á öruggu húsnæði? Húsnæði sem verður ekki selt ofan af þér eða leigan hækkuð eftir arðsemiskröfu eigenda? Þá eru Píratar og óháðir þér sammála því við viljum styðja við óhagnaðardrifin leigu- félög að norrænni fyrirmynd líkt og Íbúðarfélag Suðurnesja hsf. hefur barist fyrir að koma á laggirnar. Einnig teljum við mikilvægt að Reykjanesbær fjölgi félagslegu húsnæði þar sem ríflega 200 manns eru á biðlista eftir slíku húsnæði og sveitarfélögum ber skylda til samkvæmt lögum að bjóða fólki félagslegt húsnæði sem getur ekki sjálft eignast þak yfir höfuðið eða leigt dýrt og óöruggt húsnæði. Píratar og óháðir vilja að elsta stig leikskóla verði gjald- frjálst enda viðurkennt sem fyrsta skólastigið. Leikskólar ættu að taka við börnum á aldrinum 12 til 18 mánaða og heimilin ættu aðeins að greiða eitt gjald óháð fjölda barna á leikskóla, það er kjarabót fyrir fjölskyldur bæjarins. Það þarf að styrkja vel og styðja íþrótta – og tóm- stundastarf barna, þá eigum við einnig við tónlistarnám barna sem er dýrt og ekki á færi allra heimila að fjármagna en það er mismunun gagnvart börnum sem eiga að geta stundað svona tómstundir óháð efnahag foreldra. Nýju far- sældarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót setja skyldur á sveitarfélög að verða barnvæn og samkvæmt því þá ættu sveitarfélögin einmitt að styðja heimilin varðandi íþróttir og tómstundastarf barna. Að styrkja sérstaklega íþróttafélögin hefur bærinn gert bæði hvað varðar árleg framlög svo og varðandi covid viðspyrnu sem er vel en sveitarfélagið á að styðja og styrkja öll íþróttafélög þ.m.t NES íþróttafélag en þeir hafa ekki einu sinni haft fjármagn til þess að ráða fót- boltaþjálfara og einmitt fyrir þann hóp sem svo sannarlega þarf á slíku starfi að halda. Það er svo mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi, óháð kyni, uppruna eða fötlunar. Ef þú ert sammála þessum áherslum, þá eigum við Píratar og óháðir svo sannarlega samleið með þér. En umfram allt kjósandi góður, taktu þátt í kosningum, stattu með sjálfum þér og mundu að ÞÚ skiptir máli. Píratar og óháðir. 22 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.