Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 16
Byggðasafnið á Garðskaga var fyrst opnað árið 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða
byggða- og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess. Sextíu vélar eru á safninu
sem eru allar uppgerðar af heiðursborgaranum Guðna Ingimundarsyni sem var fæddur 30. desember
1923 og lést 16. desember 2018. Safnið hefur ýmsa muni að geyma t.d. gömul útvörp, og ýmis tæki og
tól sem notuð voru á heimilum á fyrri árum. Stærsti hluti safnsins eru sjóminjar og ýmsir hlutir sem
voru notaðir við fiskveiðar og fiskverkun á landi. Á safninu er níu metra langur bátur með Engeyjarlagi
og var hann smíðaður árið 1887.
Nýjasta perla Byggðasafnsins á
Garðskaga er Verzlun Þorláks Bene-
diktssonar. Hann rak verslun í Akur-
húsum í Garði í liðlega hálfa öld eða
frá árinu 1921 til ársins 1972. Og nú,
þegar hálf öld er liðin frá lokun versl-
unarinnar er tilvalið að opna hana að
nýju á byggðasafninu. Innréttingar
verslunarinnar voru til á byggða-
safninu og einnig hafði hluti þeirra
verið varðveittur á heimili í Garð-
inum. Afgreiðsluborð og hillur hafa
verið settar upp eftir minningum
gamalla Garðbúa, en engar myndir
hafa komið fram í dagsljósið innan
úr versluninni, aðeins frásagnir fólks
á innra skipulagi og andrúmsloftinu
í búðinni.
Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta
í þessari viku, sem sýnt verður á
sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á
vf.is, verður fjallað um þessa nýjustu
viðbót byggðasafnsins og rætt við
þær Margréti I. Ásgeirsdóttur, for-
stöðumann safna í Suðurnesjabæ og
Tönju Höllu Önnudóttur, safnvörð
Byggðasafnsins á Garðskaga.
Þið hafið endurvakið byggða-
safnið á Garðskaga með ýmsum
nýjungum.
Margrét: Það er gleðilegt að við
séum búin að opna núna fyrir sum-
arið og það verður opið alla daga
fram í septemberlok. Við höfum
verið að breyta og bæta hér í vetur.
Einn af þeim merkilegum hlutum
hér að öðrum ólöstuðum er inn-
réttingin úr Verzlun Þorláks Bene-
diktssonar sem rak verslun í Akur-
húsum í Garði frá 1921 og til ársins
1972. Þessi innrétting er búin að
vera lengi á safninu. Hún var hérna
uppi á lofti undir súð en en nú komin
hingað niður og þjónar í dag móttöku
safnsins og safnbúð. Og þar sem
hérna koma margir ferðamenn þá
verður þetta líka upplýsingamiðstöð.
Það er mikið í boði fyrir ferða-
menn sem koma á Garðskaga til að
njóta náttúrunnar og skoða vitana.
Safnið er góð viðbót við það?
Margrét: Það er margt í boði í
Suðurnesjabæ. Hér á Garðskaga er
þetta myndarlega safn og veitinga-
staður í sama húsi. Hér eru vitarnir
og gönguleiðir í fjörunni. Garðskagi
er ríkur af fuglalífi og það hafa sést
hvalir æðioft undanfarna daga. Það
er nýtt veitingahús á hótelinu hérna
skammt frá og ég get talið endalaust
upp hvað hægt er að gera í Suður-
nesjabæ.
Sögur fólksins og minningar
Tanja Halla Önnudóttir er safn-
vörður Byggðasafnsins á Garðskaga.
Hún var spurð út í þær breytingar
sem gerðar hafa verið að safninu.
Tanja: Við byrjuðum að hlusta á
fólkið og hvað það vildi sjá. Sögur
fólksins og þeirra minningar og
fórum að vinna með það. Við erum
bara verkfæri í því sem fólkið vill sjá
hér á svæðinu. Við byrjuðum á því
að færa þessa verslun og fengum
styrk frá Uppbyggingarsjóði Suður-
nesja til að opna Verzlun Þorláks
Benediktssonar aftur hér á safninu
og þetta er útkoman og fólk er mjög
ánægt.
Hvað var til úr versluninni? Voru
til myndir og munir?
Tanja: Það var til gríðarlega mikið
af munum. Búðin sjálf varðveittist
ásamt skjalasafni Þorláks en það
hafa ekki fundist myndir úr versl-
uninni. Það eru til myndir af fólkinu
sjálfu og húsinu utanhúss en engar
myndir innan úr versluninni.
Það eru skemmtilegir hlutir sem
hafa komið upp úr krafsinu og
svo eruð þið að vinna með liti úr
versluninni.
Tanja: Við erum með þessa þrjá liti
úr Verslun Þorláks Benediktssonar.
Þjóðminjasafn Íslands kom hingað
og litgreindi þá og nú er hægt að
kaupa þessa liti í Slippfélaginu. Sömu
litirnir héldust í versluninni frá 1921
þegar Verslun Þorláks Benedikts-
sonar opnaði og alveg til lokunar
árið 1972. Verslunin var alltaf eins
og með sömu litunum.
Appelsín í gleri og lakkrísrör
Vel hefur tekist til með uppsetn-
ingu verslunarinnar og hún er
áhugaverð.
Margrét: Hingað hefur komið mikill
fjöldi af fólki sem hefur heimsótt
okkur á meðan þessu verkefni stóð.
Það hefur deilt með okkur minn-
ingum sínum og þannig varð versl-
unin ljóslifandi eins og ljósmynd.
Tanja: Við hlustum á sögur fólksins
og tókum þær til okkar. Við fengum
til dæmis þá æskuminningu að
þegar komið var í verslunina var
alltaf í boði að fá appelsín í gleri með
lakkrísröri og við ákváðum að bjóða
uppá það í opnuninni í samstarfi við
Ölgerðina og Góu.
Margrét: Við stefnum á að selja app-
elsín í gleri, lakkrísrör og karamellur
í safnbúðinni okkar. Þá höfum við
áhuga á að hafa til sölu vörur sem
framleiddar eru á Suðurnesjum og
passa hér inn.
Hvað er annað í boði hér á safninu
ykkar?
Margrét: Það er ýmislegt fleira. Hér
fyrir innan er sýning frá heimilis-
lífi fólks. Á efri hæðinni er sýning
á munum frá Gerðaskóla sem verið
150 ára þann 7. október í haust. Það
er stórkostlegt að þaðan hafa verið
varðveittar innréttingar og myndir
sem vert er að skoða. Við höfum
einnig á safninu reynt að gera sýni-
legra hvað konur gerðu og hver var
þáttur kvenna í félagsstörfum, kven-
félögum og slysavarnafélögum. Það
sem er einstakt á þessu safni og það
sem það er hvað þekktast fyrir er
vélasafn Guðna Ingimundarsonar
og trukkurinn hans. Við höfum hug
á að kynna það betur og vinna að
því með góðu fólki. Við viljum bjóða
skólum, vélskólum og þeim sem
hafa áhuga á tæknimálum að koma
til okkar skipulega frá og með næsta
hausti.
Unga fólkið sem kemur á Byggða-
safnið á Garðskaga er að sjá hluti
sem það hefur ekki séð áður.
Tanja: Já, það eru símarnir helst
fyrir krakkana. Þeir þekkja ekki
hugtökin að leggja eða skella á. Þau
þekkja bara að loka, þannig að það
eru prufuhorn fyrir krakka það sem
þau fá að koma við hlutina og prófa
og við erum með nokkur slík horn
hér á safninu.
Suðurnesjabær tók aftur við um-
sjón Byggðasafnsins á Garðskaga
síðasta haust og þá þegar var ráðist
í endurskipulagningu á sýningu
muna. Í vetur var m.a. unnið að upp-
setningu verslunarinnar sem rætt er
um hér að framan. Frá og með næsta
hausti er svo gert ráð fyrir því að
taka á móti skólahópum og áhuga-
sömu fólki á öllum aldri.
Verzlun Þorláks Benediktssonar
ný perla Byggðasafnsins á Garðskaga
Tanja Halla Önnudóttir, safnvörður Byggðasafnsins á Garðskaga, og Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ. Einstakt vélasafn heiðursborgarans Guðna Ingimundarsonar og trukkurinn góði á safninu.
Rýmið fyrir ... ... og eftir!
16 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM