Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 13
KYNNING: Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum hefur gefið út fræðslu- myndbönd fyrir frumkvöðla en markmiðið er að auka við stuðning og nýsköpun til sprotafyrirtækja. Myndböndin eru gefin út í sam- starfi við landshlutasamtök og með aðkomu Byggðastofnunar og er þeim jafnframt ætlað að gera ráðgjafaþjón- ustu samtakanna aðgengilegri. Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, starfar undir hatti SSS að atvinnuþróun og veitir ráðgjöf og stuðning til frumkvöðla á Suður- nesjum. Geta frumkvöðlar þannig pantað tíma í ráðgjöf og fengið að- stoð við styrkumsóknir og gerð við- skiptaáætlana svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Dagnýjar Maggýjar, verkefnastjóra, er fræðslumynd- böndunum ætlað að mæta þörf fyrir stafræna fræðslu á tímum covid þar sem færri hafa getað sótt sér ráðgjöf en ella þótt hún fari jafnframt fram á netinu. Myndböndin voru framleidd af stafrænu auglýsingastofunni Sahara og hafa þau verið textuð á ensku og pólsku til þess að ná til sem flestra. Fræðslumyndbönd fyrir frumkvöðla Að leggja verk sín í dóm Guðbrandur Einarsson, fráfarandi oddviti Beinnar leiðar og alþingismaður. Sveitarstjórnarkosningar eru að mörgu leyti uppskeruhátíð, þar sem kjósendur fá að segja sína skoðun á því sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu og hverjum þeir treysta til þess að stjórna sveitarfélaginu á næsta kjörtímabili. Þegar Bein leið var stofnuð blés ekki byrlega fyrir sveitarfélaginu okkar og lyfta þurfti grettistaki til þess að koma því á réttan kjöl á nýjan leik. Bein leið skoraðist ekki undan og hefur alveg frá upphafi tekið þátt í fjárhagslegri endurreisn sveitarfélagsins í meirihlutasam- starfi. Margt hefur áunnist á kjörtímabil- inu og vil ég nefna nokkur atriði sem staðfesta góðan árangur: • Samkomulag við ríkið um bygg- ingu nýrrar heilsugæslustöðvar annars vegar og nýs hjúkrunar- heimilis hins vegar í Reykja- nesbæ • Ný menntastefna „Með opnum hug og gleði í hjarta“ sem hefur vakið athygli út fyrir landstein- ana fyrir framsækni og nýja nálgun. • Bygging Stapaskóla • Nýsköpunar- og þróunarsjóður fræðslusviðs settur á fót sem veitir árlega styrki til tuttugu nýsköpunar- og þróunarverk- efna í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar • Systkinaafsláttur á skólamál- tíðir frá árinu 2020 sem er þannig útfærður að ekkert heimili þarf að greiða með fleiri en tveimur börnum. Með því er komið til móts við barnmargar fjölskyldur • Afsláttur á gjöldum fyrir for- eldra fjölbura hjá dagforeldrum • Stigvaxandi hækkun á Hvata- greiðslum sem auðveldar börnum að taka þátt í fjöl- breyttu íþrótta- og tómstunda- starfi • Stækkun á Öspinni um helming til að sinna sértækum námsúr- ræðum fyrir börn með miklar stuðningsþarfir • Stuðningur við starfsfólk í réttindanámi í leik- og grunn- skólum • Fagháskólanám í leikskóla- kennarafræðum í samstarfi við menntavísindasvið HÍ, Keili og sveitarfélögin á Suðurnesjum • Endurnýjun útisvæðis og ný glæsileg vatnsrennibraut í Sundmiðstöðinni • Nýr og glæsilegur gervigras- völlur vestan Reykjaneshallar • Aðstaða fyrir bardagaíþróttir á Smiðjuvöllum • Aðstaða fyrir nýtt borðtennis- félag Reykjanesbæjar í gömlu slökkvistöðinni sem og inniað- staða fyrir Golfklúbb Suður- nesja • Tímamótasamstarfssamningar við stóru íþróttafélögin Kefla- vík og Njarðvík sem gera þeim enn betur kleift að standa undir mikilvægu forvarnar- og upp- eldisstarfi sem og öflugu afreks- starfi • Endurskipulagning velferðar- sviðs til að auka skilvirkni og bæta þjónustu • Lagðir margir kílómetrar af heilsustígum • Allar fasteignir keyptar af Fasteign hf. og skólabyggingar ásamt Hljómahöll komnar í eigu sveitarfélagsins á nýjan leik • Umhverfismálin sett á dagskrá með nýrri umhverfis- og lofts- lagsstefnu ásamt aðgerðará- ætlun og innleiðingu Heims- markmiða Sameinuð þjóðanna Þetta og margt margt fleira hefur áunnist á kjörtímatímabilinu þrátt fyrir að staðið hafi verið frammi fyrir stórum áskorunum vegna at- vinnuleysis í kjölfar falls WOW air og heimsfaraldurs. Bein leið gefur kost á sér til áframhaldandi góðra verka með hópi einstaklinga sem hefur bæði þekkingu og reynslu til þess að leiða Reykjanesbæ fram veginn. Nýtum okkur þá reynslu og setjum X við Y á kjördag. Hafnargata 57 / sími 422 8000 / verkis.is ÞEKKING Í VERKI Í 90 ÁR Traustir innviðir, byggðir upp í sátt við umhverfi og náttúru, einfalda okkar daglegu athafnir og gera líf okkar betra. Að baki uppbyggingunni liggur dýrmæt sérþekking, stöðugt mat og ómæld vinna færustu sérfræðinga. Saga okkar er samofin uppbyggingu íslensks samfélags undanfarin 90 ár. VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG Reykjanesbær verður ekki fyrstur með tölur Fyrstu tölur úr sveitarstjórnar- kosningunum hafa í síðustu skipti verið frá Reykjanesbæ og tilbúnar á slaginu klukkan tíu, eða strax eftir lokun kjörstaða en verða líklega ekki núna. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar, sagði að líklega yrðu fyrstu tölur um klukkan hálf ellefu á laugardagskvöld. Ástæðan er sú að ekki má núna telja í búnt fyrir hvert framboð sem hefur verið gert og hefur flýtt fyrir en nú má aðeins flokka atkvæðin. Á kjörskrá í Reykjanesbæ eru 14.646. Í Suðurnesjabæ gera menn sér vonir um að fyrstu tölur verðir til- búnar kl. 22.15 að sögn Jennýjar Ka- millu Harðardóttur. Á kjörskrá í Suð- urnesjabæ eru 2.729. Í Grindavík má búast við fyrstu tölum milli kl. 22.30 og 23.00 að sögn Kjartans Fr. Adolfs- sonar, formanns yfirkjörstjórnar. Þar eru 2.531 á kjörskrá. Í Sveitarfélaginu Vogum eru eitt þúsund manns á kjör- skrá og þar er von á fyrstu og loka- tölum um kl. 23 að sögn Hilmars E. Sveinbjörnssonar, formanns kjör- stjórnar. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.