Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 29
„Klárið verkið drengir“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Lögin um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum sem samþykkt voru í des- ember 2012 áttu að skapa trausta um- gjörð ef ætti að selja hlutina. Leiðarstef laganna eru gagnsæi, hlutlægni, jafn- ræði og hagkvæmni. Draga átti mikil- vægan lærdóm af söluferli bankanna fyrir hrun og bankahruninu. Salan í höndum fjármála- og efna- hagsráðherrans hefur hins vegar orðið til þess að almenn óánægja ríkir og traust til ráðherrans og ríkisstjórnar- innar hefur beðið hnekki. Ásakanir um spillingu og vanrækslu eru háværar og um að lögin um söluna hafi verið brotin. Aðferðin sem fjármála- og efnahags- ráðherra samþykkti að nota var lokað útboð ætlað hæfum fjárfestum. Á Ís- landi er ekki til neinn opinber listi yfir fagfjárfesta líkt og víða erlendis (in- stitutional investors). Við bankasöluna sem átti að vera opin og gagnsæ sam- kvæmt lögum, hringdu valdir miðlarar í fjárfesta sem þeir þekktu og buðu þeim að taka þátt í útboðinu og þeir fengu góðan afslátt frá markaðsverði. Þeir sem keyptu Fólki brá þegar listinn yfir þá sem keyptu var birtur. Nöfn sem þjóðin þekkir af biturri reynslu í aðdraganda bankahruns, faðir fjármálaráðherrans og frændur voru þarna, nokkrir af þeim sem sáu um söluna meira að segja og erlendur fjárfestingasjóður sem keypti og seldi strax með góðum hagnaði í fyrra útboði fékk tækifæri til að leika sama leikinn aftur. Þingmenn stjórnarflokkanna sem og stjórnarandstöðu hafa lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Formaður fjárlaganefndar sagði í ræðu á Alþingi að hún hefði staðið í þeirri trú að um langtímafjárfesta væri að ræða og því hafi niðurstaðan komið á óvart. For- maðurinn hefði átt að vita að Sjálf- stæðismönnum er ekki treystandi til að fara með eignir og fjármál almenn- ings. Fjármálaráðherrann segist ekki hafa vitað hver keypti og virðist halda að það sé einmitt eins og það á að vera – en Bankasýslan segir að hvert skref í söluferlinu hafi verið tekið í nánu sam- starfi við stjórnvöld sem hafi verið ít- arlega upplýst um öll skref sem stigin voru. Enda gera lögin um söluna ráð fyrir því. Lög skulu standa Mér virðist augljóst að við bankasöl- una hafi lögin um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið brotin. Um sölumeðferðina er fjallað í fjórðu grein laganna. Þar er farið yfir hvað Bankasýslunni er ætlað að gera, þ.e. undirbúa söluna, leita tilboða, meta tilboð, hafa umsjón með samingavið- ræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og ann- ast samningagerð. Seinni málsgrein greinarinnar er svona: „Þegar tilboð í eignarhluti liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutans.“ Hér er alveg skýrt að það er ráðherra sem tekur ákvörðun um tilboðin, sam- þykkir þau eða hafnar. Ráðherrann getur ekki falið sig á bak við Banka- sýsluna eða miðlara úti í bæ. Ráðherra ber alla ábyrgð. Samkvæmt viðtölum við fjármála- ráðherrann um málið er engu líkara en að hann hafi sagt við Bankasýsluna: „Klárið verkið drengir, ég vil ekkert vita.“ Ráðamenn hafa sagt að umgjörðin um bankasöluna hafi ekki haldið og því þurfi að breyta henni og byrja á að leggja niður Bankasýsluna. Mér finnst hins vegar augljóst að fjármálaráðherra hafi ekki haldið sér innan umgjarðarinnar sem lögbundin er og að á því þurfi hann að axla ábyrgð. Tímabókanir í síma 568 6880 VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880 Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni verður í Keflavík 25. maí við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Stóra myndin Birgir Örn Ólafsson, Eva Björk Jónsdóttir, Friðrik Valdimar Árnason, Ing- þór Guðmundsson, Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, frambjóðendur í 1.–5. sæti E-listans í Sveitarfélaginu Vogum Kæru kjósendur. Það er óhætt að segja að margt hafi breyst á liðnum árum. Efnahagshrun, heimsfaraldur og eldgos svo eitthvað sé nefnt. Margt höfum við séð og upp- lifað sem við áttum ekki von á. Við horfum fram á krefjandi en spennandi tíma í Vogum og á Suðurnesjum öllum. Sveitarfélagið Vogar hefur eðli málsins samkvæmt þurft að stóla á samvinnu og samstarf við nágranna sína þegar kemur að stærri verkefnum. Við höfum metnað og vilja til að bæta þjónustu við íbúa okkar en um leið þurfum við að sýna aðhald og ráðdeild. Undanfarið kjörtímabil hafa mörg stór mál rekið á fjöru okkar. Ber þar fyrst að nefna svokallað „Línumál“. Án orðalenginga þá höfum við þurft að berjast á móti straumnum til að opna augu alþingismanna og ann- arra fyrir mikilvægi þess að setja Suð- urnesjalínu 2 í jörðu. Það er ekki ein- ungis gert vegna ásýndar heldur einnig vegna mikilvægi skipulags og síðast en ekki síst öryggisins vegna. Í niður- stöðuskýrslu jarðvísndarstofnunar Há- skóla Íslands um náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum, kemur fram að öruggast sé að leggja línuna í jörðu norðan Reykjanesbrautar. Við munum berjast fyrir þessum hagsmunum Suð- urnesjamönnum öllum til heilla og munum ekki láta hræðsluáróður beygja okkur af leið. Við höfum einnig talað fyrir því að rannsóknir hafi sinn gang í Hvass- ahrauni þegar kemur að mögulegu flug- vallarstæði. Einsleit atvinnupólitík má ekki verða til þess að Suðurnesjamenn kasti frá sér mögulegu tækifæri af því einu, að alllt þurfi að fara fram á Kefla- víkurflugvelli. Nú kann vel að verða að þetta verði ekki fýsilegur kostur en gerum okkur ekki upp niðurstöður fyrirfram. Sláum ekki út af borðinu tækifæri sem getur gefið okkur aukinn kraft inn á svæðið. Klárum vinnuna og tökum svo ákvörðun. Eitt af stóru málum okkar er nýtt vatnsból fyrir sveitarfélagið. Mikilvægt er að Sveitarfélagið Vogar eignist sem fyrst nýtt vatnsból sem gæti þá þjónað sem varavatnsból fyrir öll Suðurnesin enda mikilvægt að hugsa í nýrri nálgun þegar kemur að innviðum á svæðinu. Á tímum sem þessum skiptir máli að hafa fjölbreytta innviði sem geta stutt hver við aðra. Síðast en ekki síst verður við að hafa þor og dug til að ræða kosti og galla sameiningar. Við munum halda áfram upplýstri og málefnalegri umræðu um kosti og galla sameiningar en á end- anum verða það íbúarnir sem ákveða framtíðina í því. Áfram Vogar – Áfram Suðurnes. Fyrsta skóflustungan vegna framkvæmda við nýja félagsað- stöðu eldri borgara við Víðihlíð í Grindavík, var tekin við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 10. maí. Það var Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, sem tók skóflu- stunguna, eftir að hafa fengið smá kennslu hjá Jóni Gunnari Jónssyni hjá Jón & Margeir. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í haust og það muni taka um 18–24 mánuði ár að ljúka því. Sigurbjörn Daði frá Víkurfréttum tók meðfylgj- andi myndir. Hjálmar fór á gröfuna Tók fyrstu skóflu- stunguna að félagsað- stöðu eldri borgara vf isÞú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRLEIFUR MAGNÚSSON Víkurbraut 15, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 30. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 12. maí klukkan 13. Guðbjörg Guðmundsdóttir Margrét Hjörleifsdóttir Guðmundur Axelsson Gróa Björk Hjörleifsdóttir Brynjar Huldu Harðarson Brynja Hjörleifsdóttir Svavar Marteinn Kjartansson Unnsteinn Ómar Hjörleifsson Larisa Viktorsdóttir Sigrún Alma Hjörleifsdóttir Ólafur Árnason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi HÖRÐUR JÓHANNSSON Krossmóa 5 lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 9. maí. Ragnheiður S. Ragnarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 29

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.