Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 6
Áfram- haldandi uppbygg- ing leik- skólanna Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðar Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Áframhaldandi ábyrg fjármála- stjórn og fjölbreytt atvinnustarf- semi. Efla markaðssetningu bæj- arins fyrir fyrirtæki sem vilja vera í nálægð við alþjóðaflugvöll, höfn og höfuðborgarsvæði. Auka áherslu á menningartengda ferðaþjónustu og undirbúa byggingu menningarhúss sem myndi hýsa m.a. bókasafn. Áframhaldandi uppbygging leik- skólanna. Munum tryggja að leik- skólarnir tveir sem eiga að rísa á næsta ári geri það. Einnig viljum við halda áfram að bæta starfsað- stæður í skólunum okkar og styðja vel við þá sem vilja mennta sig í leikskólakennarafræðum og kennslufræðum. Virkni og vellíðan allra í okkar fjölbreytta samfélagi. Við viljum gera frístundastefnu fyrir alla aldurshópa, bjóða upp á hvata- greiðslur til heilsueflingar fyrir eldri borgara, skima fyrir þunglyndi og kvíða í grunnskólunum og styrkja innviði íþróttahreyfingarinnar. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Leikskólamálin, skipulagsmál og nærumhverfið og heilsuefling allra aldurshópa. Tryggja viðun- andi heil- brigðis- þjónustu Halldóra Fríða Þorvalds- dóttir, oddviti Framsóknar- flokks Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Stuðla að virkni og vellíðan í samfélaginu okkar m.a. með hvatagreiðslum fyrir börn 4 ára og eldri strax, tryggja dagvistun fyrir börn frá 12 mánaða aldri í náinni samvinnu við dagforeldra, félagsmiðstöðvar í hverfin og móta tómstundastefnu eldra fólks í sam- vinnu við þann öfluga hóp. Tryggja að hér sé viðunandi grunnheilbrigðisþjónustu með fjöl- þættum leiðum m.a. með því að fá íbúa, stjórnendur og starfsfólk HSS með okkur í lið til að bæta ímynd stofnunarinnar og laða til hennar enn fleira hæft starfsfólk. Reykja- nesbær á að leiða samtölin þarna og víðar í samfélaginu, við verðum að gera þetta saman. Byggja upp miðbæjarkjarna með fjölbreyttri verslun, þjónustu og afþreyingu í samstarfi sveitar- félagsins og einkaaðila. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Að setja fram skýra framtíðarsýn í öllum málaflokkum sveitar- félagsins, þor til að framkvæma í takt við hana og að hér sé ábyrg stjórnun bæjarstjórnar sem er vinnusöm og heiðarleg. Íbúar eru hræddir við breyt- ingar Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Tryggja agaðan rekstur í því skyni að geta haldið áfram að bæta innviði og tryggja framgang Reykja- nesbæjar. Góður rekstur gerir okkur kleift að byggja upp innviði án skuldsetningar. Nýtt aðalskipulag tryggir nýja og raunhæfa stefnu í atvinnumálum sem byggir á markaðssetningu svæðisins og samstarfi við KA- DECO. Horft verði frá stóriðju- stefnu fyrri tíma. Fjölskyldumál skulu ætíð vera í forgangi. Hvatagreiðslur hafa marg- faldast og svo mun vera áfram til að tryggja aðgengi barna að íþrótta- og tómstundastarfi og um leið verða teknar upp hvatagreiðslur fyrir aldraða og öryrkja. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Hver verður bæjarstjóri? Það er sú spurning sem ég fæ oftast. Við erum með skýr svör, við viljum halda núverandi bæjarstjóra, Kjartani M. Kjartanssyni. Hann hefur staðið sig frábærlega og hann er okkar maður sem fyrr. Íbúar eru hræddir við breytingar. Erfiðleikar eftir fall WOW, og COVID hafa tekið kraft úr íbúum. Ég held að íbúar þrái stöðugleika og jafnvægi eftir erfiða tíma. Íbúalýð- ræði og óhagn- aðardrifin leigufélög Ragnhildur L. Guðmunds- dóttir er oddviti Pírata og óháðra Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Íbúalýðræði – að íbúar fái tæki- færi til þess að kjósa með raf- rænum hætti í bindandi kosningu um málefni sem eru umdeild og jafnvel þverpólitísk. Var t.a.m. gert í Árborg varðandi nýja miðbæinn. Húsnæðismál. Við eigum að laða að óhagnaðardrifin leigufélög að norrænni fyrirmynd svo fólk hafi í alvöru val á því hvaða húsnæði það vill og hjá hverjum það vill leigja húsnæði, öruggara húsnæði sem verður ekki selt undan fjölskyldum. Fjölga félagslegu húsnæði enda ríflega 200 manns á biðlista eftir slíku húsnæði. Barnvænt samfélag og öflugur stuðningur við fjölskyldur. Gjald- frjáls leikskóli 5 ára – vilji til að foreldrar greiði aðeins eitt gjald í leikskóla yngri barna óháð fjölda barna. Mjög mikilvægt að öll börn fái tækifæri til frístunda óháð efnahag foreldra. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Helstu málefni sem íbúar eru með í huga eru húsnæðismál, leik- skólamál og heilbrigðismál. Hlúa að fyrirtækj- unum Margrét Sanders er oddviti Sjálfstæðisflokksins Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, hlúa að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Stórauka fjárframlög til íþrótta- mála Leikskólamálin – Reykjanesbær er með lengsta biðtíma á landinu eftir leikskólaplássi skv. skýrslu BSRB. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Leikskólamál. Vantar meiri jákvæðni hjá forsvarsmönnum sveitarfélagsins. Tala þarf upp sveitarfélagið og gera það að eftir- sóttasta sveitarfélagi landsins. Heilsu- öryggi er mál mál- anna Margrét Þórarinsdóttir er oddviti Umbótar Hver eru helstu málefni ykkar framboðs fyrir þessar kosningar? Heilsuöryggi er mál málanna eða heilbrigðisþjónustan. Við erum öll sammála um það. Við viljum skoða alla möguleika í þeim efnum eins og einkarekna heilsugæslu. Umfram allt þarf að pressa á ríkisvaldið að fjár- veitingar fylgi íbúaþróun og álagi. Velferðarmál eru mál er varða fjölskyldur, börn, eldri borgara og eru baráttumálin okkar. Við viljum sjá gjaldfrjálsar skólamáltíðir, jöfn tækifæri til náms, frístunda- og íþróttaiðkana. Úrræði til að auð- velda innflytjendum að aðlagast samfélaginu okkar. Finna leiðir til að styrkja og styðja við dagforeldra því á sama tíma eflum við atvinnulíf og styðjum fjölskyldur. Forvarnir eru okkur hugleiknar og viljum við fjöl- breyttan stuðning við fjölskyldur, eldri borgara og fatlaða. Íbúalýðræði og aðhald í stjórn- sýslu. Íbúarnir eiga að hafa rödd um sitt nærumhverfi. Aðhald þarf í stjórnsýsluna, sem hefur blásið út á kjörtímabilinu. Hvaða eitt, tvö málefni finnst þér vera efst á baugi hjá íbúum Reykjanesbæjar? Heilbrigðisþjónustan. Hér hefur verið óviðunandi ástand og það hefur verið svoleiðis til fjölda ára. Uppbygging innviða – íbúar hafa verið að koma og bent á ástand gatna, að það vanti daggæslu fyrir börnin, fatlaðir hafa komið og óskað eftir aukinni þjónustu, dagmæður hafa tjáð áhyggjur sínar og svo hafa bæjarbúar bent á hversu niður- níddur bærinn er orðinn. Hvað segja oddvitarnir í Reykjanesbæ? Víkurfréttir sendu tvær spurningar á oddvita flokkana í Reykjanesbæ og bárust svör frá öllum nema oddvita Miðflokksins. 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.