Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 32
Mundi Þessi vél er örugglega úr sovétskum njósnakafbáti ... Kaninn var þarna um árið! Ég komst áþreifanlega að því nú í vik- unni að lýðræðið kostar – meira um það hér á eftir. En lýðræðið er dýrmætt og mikil- vægt, og eins og Churchill sagði er það ekki fullkomið, en samt besta stjórnar- formið sem í boði er. Í tilefni sveitar- stjórnarkosninganna nýti ég þennan ágæta vettvang enn og aftur til þess að brýna okkur öll til að taka þátt, lýðræðið er ekki sjálfsagt, fyrir því hafa blóðugar styrjaldir verið háðar í gegnum aldirnar…og eru enn því miður eins og stríðið í Úkraínu er átakanlegur vitnisburður um. Það er því áríðandi að við kjósendur tökum skyldum okkar alvarlega, mætum öll á kjörstað og tökum þátt í að velja okkur fulltrúa og veita þeim umboð til góðra verka. Það er alltaf í tísku að tala stjórn- málin og ekki síst stjórnmálamenn niður. Hver kannast ekki við sígilda slagara á borð við að „það skipti sko engu máli hverja þú kýst – það er sami rassinn undir þeim öllum“ og að stjórn- málamenn séu algjörlega duglausir upp til hópa. Ég leyfi mér að mótmæla þessu hástöfum. Hafandi verið beinn þátttakandi í stjórnmálum í tvo ára- tugi kynntist ég alls konar stjórnmála- mönnum úr alls konar flokkum. Suma líkaði mér betur við en aðra, aðra nánast hef ég haft óbeit á. Það breytir ekki því að ég þurfti að vinna með þeim öllum, hvort sem mér líkaði það betur eða verr, því það gerir lýðræðið kröfu um. Og allt þetta fólk þurfti líka að láta sér það lynda að vinna með mér, hvort sem því líkaði það betur eða verr. Það sem ég komst að raun um í öllu mínu stjórnmálavafstri er að það er gott fólk í öllum flokkum og að fólk sem gefur kost á sér í stjórnmálastarf gerir það fyrst og síðast til að láta gott af sér leiða og með það eitt að mark- miði að gera samfélagið sitt betra. Þess vegna eigum við að fagna því þegar fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar stefnur og skoðanir býður sig fram til að gera bæinn okkar betri, við eigum að brýna þau til góðra verka, vera gagnrýnin á uppbyggilegan hátt og umfram allt gera kröfur um efndir fal- legra fyrirheita fyrir kosningar. Fram- bjóðendur og kjörnir fulltrúar eiga að sama skapi að sýna kjósendum sínum þann metnað og virðingu að leggja sig alla fram og standa við það sem sagt er. Ekkert er hallærislegra en að afsaka eigið aðgerðarleysi með margtuggnum og þvældum afsökunum. En þá aftur að kostnaðinum við lýðræðið. Eftir ofangreinda brýningu er lesendum væntanlega orðið ljóst að undirrituð leggur mjög mikið upp úr því að við nýtum atkvæðisréttinn. Við fjölskyldan vorum á Íslandi í síð- ustu viku til að ferma yngri soninn og kusum við hjónin auðvitað samvisku- samlega utankjörstaðar. Það uppgötv- aðist hins vegar þegar heim til Parísar var komið að frumburðurinn hafði gleymt því og var auðvitað drifinn í snatri í sendiráð Íslands hér í borg til að kjósa. Kjósandinn ber ábyrgð á því að atkvæðið komist til skila í tíma og höfðum við einungis nokkra daga til stefnu. Eftir að hafa varið dágóðum tíma á pósthúsum bæjarins og fengið einungis þau svör að það væri erfitt að lofa að þetta kæmist til skila fyrir helgi ákvað lýðræðiselskandi móðirin að við þetta yrði ekki unað - DHL var málið. Þar var því lofað að atkvæðið góða yrði komið á áfangastað innan sólarhrings, ekkert mál! Glöð í bragði smellti ég kortinu í posann – 79 Evrur mátti þetta kosta. Lýðræðið kostaði okkur sum sé rúmlega 11 þúsund krónur í þetta sinn! En munið bara eitt - þegar við vinnum með einu atkvæði þá vitið þið hverjum það er að þakka! Kostnaður lýðræðisins LO KAO RÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR Sigurður Stefánsson og hans menn hjá Köfunarþjónustu Sigurðar voru að sinna viðhaldi á frárennslislögn frá Keflavíkurflugvelli við Djúpuvík nærri Stafnesi þegar þeir fundu óvænt gamla vél úr báti á hafsbotni. Flotbelgir voru settir á vélina og henni fleytt að bryggju í Höfnum á miðvikudag í síðustu viku þar sem hún var hífð á land. Um er að ræða glóðarhausvél frá Skandia með framleiðslunúm- erið 25616. Nú er eftirgrennslan í gangi um það úr hvaða báti vélin gæri verið. Glóðarhausvélar voru algengar á fyrri hluta síðustu aldar. Vélin fannst á um 18 metra dýpi eina 150 til 200 metra frá landi. Leitað hefur verið til kunnugra en ekki hafa fengist upplýsingar um úr hvaða bát vélin gæri verið. Þá liggur heldur ekki fyrir hvað verður um vélina eða hvar hún verður varð- veitt. Fundu gamla glóðarhausvél undan Djúpuvík nærri Stafnesi Um er að ræða glóðarhausvél frá Skandia með framleiðslu- númerið 25616. VF-mynd: Hilmar Bragi Vélinni fleytt í land í Höfnum. Hópurinn frá Köfunarþjónustu Sigurðar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.