Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 10
Vinsamlega sendið umsókn með starfsferils- skrá og upplýsingum um meðmælendur til elisabet@epal.is fyrir 15. maí nk. Er þetta starf ekki hannað fyrir þig? Epal Design og Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar óska eftir að ráða starfsmenn í sameiginlega pop-up verslun á Keflavíkurvelli. Um vaktavinnu er að ræða. Við leitum að fagurkerum sem hafa reynslu af afgreiðslustörfum, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, eru skipulagðir, sjálfstæðir og metnaðarfullir í vinnubrögðum. Pop-up verslunin verður starfrækt í minnsta kosti 4. mánuði. POP-UP búð á Keflavíkurflugvelli Slökkvistöð Brunavarna Suður- nesja hefur verið formlega vígð. Íbúum Suðurnesja var boðið að skoða slökkvistöðina um nýliðna helgi og nýttu fjölmargir tækifærið að skoða húsakost og tækjabúnað slökkviliðsins. Brunavarnir Suður- nesja fluttu inn í nýju húsakynnin fyrir nokkrum misserum en vegna heimsfaraldurs og strangra sótt- varna á slökkvistöðinni hefur ekki verið hægt að fagna flutningum í nýja húsið fyrr en nú. Séra Erla Guðmundsdóttir, sókn- arprestur í Keflavíkursókn, blessaði húsið og starfsemina. Hún afhenti slökkviliðsstjóranum, Jóni Guðlaugs- syni, bæn slökkviliðsmannsins við sama tækifæri. Jón verður sjötugur á þessu ári en við vígslu hússins lýsti Friðjón Einarsson, stjórnarformaður Brunavarna Suðurnesja, því að ráðn- ingarsamningur við Jón hefur verið framlengdur til ársins 2024. Það ár mun Jón fagna því að hafa starfað sem slökkviliðsmaður í hálfa öld. Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígslu stöðvarinnar og í opnu húsi fyrir Suðurnesjamenn. Ný slökkvistöð BS vígð Bílakostur Brunavarna Suðurnesja framan við nýja slökkvistöð í Reykjanesbæ. Séra Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkursókn, blessaði húsið og starfsemina. Hún afhenti slökkviliðsstjóranum, Jóni Guðlaugssyni, bæn slökkviliðsmannsins við sama tækifæri. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, var viðstaddur vígsluathöfnina. Friðjón Einarsson, stjórnarformaður Brunavarna Suðurnesja og Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri. Hann er 70 ára á þessu ári en mun starfa sem slökkviliðsstjóri í tvö ár til viðbótar og láta af störfum 2024 þegar hann hefur starfað sem slökkviliðsmaður í 50 ár. Örn Bergsteinsson og Ellert Eiríksson, báðir eldri slökkviliðs- gaurar, mættu í fögnuðinn. 10 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.