Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 28
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 14. MAÍ 2022 Kjörstaður og kjörfundur Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 22. Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, gengið inn frá leikvelli. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Talning atkvæða fer fram á sama stað eftir lokun kjörfundar. Framlagning kjörskrár Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi á bæjarskrifstofum að Iðndal 2. Athugasemdir varðandi kjörskrá má gera til sveitarstjórnar fram á kjördag. Viðmiðunardagur kjörskrár var 6. apríl. Framboðslistar Eftirfarandi framboðslistar bjóða fram í Sveitarfélaginu Vogum. D Sjálfstæðismenn og óháðir Björn Sæbjörnsson Andri Rúnar Sigurðsson Inga Sigrún Baldursdóttir Guðmann Rúnar Lúðvíksson Guðrún Sigurðardóttir Annas Jón Sigmundsson Bjarki Þór Kristinsson Þórunn Brynja Júlíusdóttir Kinga Wasala Sædís María Drzymkowska Sigurður Árni Leifsson Stefán Harald Hjaltalín Kristinn Benediktsson Hólmgrímur Rósenbergsson E Framboðsfélag E-listans Birgir Örn Ólafsson Eva Björk Jónsdóttir Friðrik Valdimar Árnason Ingþór Guðmundsson Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Ragnar Karl Kay Frandsen Ingvi Ágústsson Guðrún Kristín Ragnarsdóttir Davíð Harðarson Marko Blagojevic Tinna Huld Karlsdóttir Elísabet Ásta Eyþórsdóttir Bergur Brynjar Álfþórsson Þorvaldur Örn Árnason L Listi fólksins Kristinn Björgvinsson Eðvarð Atli Bjarnason Ellen Lind Ísaksdóttir Anna Karen Gísladóttir Jóngeir Hjörvar Hlinason Inga Helga Fredriksen Berglind Petra Gunnarsdóttir Garðar Freyr Írisarson Karen I. Mejna Tómas Pétursson Guðmundur B. Hauksson Gísli Stefánsson Guðrún Kristmannsdóttir Benedikt Guðmundsson Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Kjósum nýja forystu í Vogum Annas Jón Sigmundsson, 6. sæti á D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Vogum. Undanfarin tvö kjörtímabil hefur E- listinn verið í meirihluta í sveitarfélag- inu Vogum. Segja má að flokkurinn hafi staðið sig með prýði fyrri hluta þess. Því miður er ekki hægt að segja það sama með núverandi kjörtímabil sem nú er senn á enda. Oddviti E-listans sagði í ávarpi sem birtist með kosningablaði sem dreift var inn á öll heimili í Vogum nýlega að sveitasjóður hefði verið í góðu jafn- vægi undanfarin átta ár að undan- skyldum síðustu tveimur árum en slíkt hefði verið viðbúið í ljósi aðstæðna. Því miður getur oddviti E-listans ekki skellt skuldinni af lélegri rekstr- arafkomu sveitasjóðs í Vogum á Co- vid-19. Sveitasjóður var þegar farinn að skila tapi árið 2019 áður en Co- vid-19 skall á. Þá voru tekjur sveitar- félagsins á árunum 2020 og 2021 hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Árið 2020 nam halli á sveitasjóði í Vogum 190 milljónum króna og árið 2021 nam tapið 170 milljónum króna. Hvort þessi lélega fjármálastjórn undir forystu E-listans skýrist af vankunn- áttu á fjármálalæsi eða því að flokk- urinn sé einfaldlega orðinn þreyttur á því að fara með völd í sveitarfélag- inu er ekki gott að segja. Að skýla sig á bak við það að erfið staða skýrist af áhrifum Covid-19 stenst að minnsta kosti ekki þar sem tekjur sveitarfélags- ins urðu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Við upphaf núverandi kjörtímabils var sveitarfélagið Vogar eitt skuld- minnsta sveitarfélag landsins. Meiri- hluti E-listans hefur hins vegar þre- faldað skuldir þess við Lánasjóð sveit- arfélaga á kjörtímabilinu. Á árunum 2019 til 2021 var farið í 560 milljón króna fjárfestingar á sama tíma og tap á sveitasjóði nam um 400 milljónum króna. Það þarf ekki mikla hagfræði- þekkingu til þess að sjá að slíkt er bæði óskynsamlegt og með áframhaldi á slíkri stefnu verðar skuldir sveitasjóðs Voga fljótlega ósjálfbærar. Líkt og að heimili myndu reka sig á yfirdrætti í engu samræmi við tekjur fólks. Á lista Sjálfstæðismanna og óháðra má finna mikið af frambærilegu fólki. Þar er fólk sem hefur þegar öðlast góða þekkingu á málefnum sveitarfélagsins eftir að hafa setið í sveitarstjórn og í nefndum á þess vegum. Einnig er mikið af nýju fólki með góða reynslu og má þar nefna einn fyrrverandi fjármálastjóra sveitarfélags og annan lögfræðing sem starfaði hjá Umboðs- manni skuldara. Kjósum nýja forystu í Vogum á kjör- dag næstkomandi laugardag þann 14. maí. Sjálfstæðismenn og óháðir vilja koma á ábyrgri fjármálastjórn og hverfa frá þeim hallarekstri sem E-list- inn hefur stundað frá árinu 2019. Það er ekki gott fyrir neitt sveitarfélag að vera með sama fólk í forystu í meira en tvö kjörtímabil. Vogar eiga betra skilið til að geta vaxið og dafnað sem best á komandi árum. Fjármálin skipta máli Kristinn Björgvinsson, oddviti L-listans, lista fólksins, í Sveitarfélaginu Vogum. Vér göngum svo léttir í lundu, því lífs- gleðin blasir oss við. Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvana klið. Þessi texti á ágætlega við nú í að- draganda kosninga 2022 þar sem allir framboðslistar reyna eftir fremsta megni að syngja viljayfirlýsingar og loforð fyrir komandi kjörtímabil. Allir vilja vel og allir ætla að leggja sig fram um að gera góðan bæ betri og er ég ekki undanskilinn . Það er nú einu sinni þannig að við þurfum aðeins að staldra við og skoða hvað er í boði, líta aðeins aftur í tímann og setja hlutina í samhengi. Ef við tökum til að mynda ábyrga fjármálastjórn E-listans hvernig hefur hún verið. Þeir voru í meirihluta 2006- 2011. Árið 2006 bjuggu hér 1106 íbúar og voru skuldir á hvern íbúa 408.442.- til rekstrarniðurstöðu ársins 2011 hækkaði skuld á íbúa í 1.572.000.- og þá voru 1130 íbúar ss skuldir og skuld- bindingar hækkuðu úr 451.736.852.- í 1.776.001.000.- Þetta gerist vegna gengisþróunar óhagstæðra lána og kannski óviðráðanlegra aðstæðna í leiguskuldbindingum en skuldir og skuldbindingar engu að síður þó svo að E listinn væri búinn að nota vexti og verðbætur af framfarasjóði sveitar- félagsins til að rétta af fjárlagahalla yfir 300 milljónir. Árið 2011 urðu meirihluta slit eftir skammt samband E-lista og H-lista, slitnaði upp úr því vegna þess að E-listinn vildi línur í lofti (þar hefur reyndar orðið viðsnúningur eins og á svo mörgu.) enn H listinn í jörðu var það bitbeinið hjá þeim en ekki rekstur bæjarins. Stofnuðu L-listi og H-listi þá meiri- hluta og á þeim tíma var ákveðið að ráðast í að greiða niður óhagstæðar skuldir og kaupa til baka eignir sveit- arfélagsins af Fasteign hf. Við þessa gjörninga lækkuðu skuldir og skuld- bindingar úr 1.572.000.- mv 1130 íbúa niður í 807.000.- mv 1109 íbúa (árið 2014). Áttu áhrif þessa gjörnings eftir að lækka skuldir og skuldbindingar enn frekar næstu 2 árin. Nú tekur E-listin aftur forystu og við ágætis búi í maí 2014 og heldur ótrauður áfram kaupir fasteignir á borð við Voga hf ca 40 m. keypti verslunina í Iðndal 2 á ca milli 25 og 30 m (hef ekki nákvæma tölu), rekur bensínstöð og hraðbanka. Keypti Garðhús (kaupverð ekki vitað) mikil fasteignaviðskipti sem skila engum arði fyrir skattgreiðslur bæjarbúa. Enda nú í lok árs 2021 eru skuldir og skuldbindingar orðnar 1.215.000.- mv 1357 íbúa ss 1.648.755.000.- Nú kunna menn að segja að hallinn sé aðstæðum að kenna 2020 og 2021, enn sannleikurinn er sá að skuldir og skuldbindingar hafa hækkað um hundrað til 200 milljónir jafnt og þétt frá 2018. Sjálfstæðismenn hafa í tvö kjörtíma- bil setið í minnihluta með tvo kjörna fulltrúa og ekki kannski mikið svo sem um það að segja en er D-listinn flokkur niðurrifs eða uppbygginga? Oddviti D-listans hefur viljað rífa Voga hf hús sem kannski í raun kom Vogunum á kortið því þar var atvinna, hingað flutt- ist fólk byggði sér hús og lögðu grunn að þessum góða bæ sem hann er í dag. Ég las grein í dag frá oddvita sjálf- stæðismanna þar talar hann um hafn- arsvæðið, deiluskipuleggja fyrir íbúa- byggð „Rífa gamla vigtarskúrinn“ þar er fyrirtæki í dag sem telur um sjö störf en við skulum rífa hann, það eru nokkur fyrirtæki á hafnarsvæðinu eiga þau öll að víkja sem ekki fara saman með íbúabyggð. Oddviti sjálfstæðis- manna talar nær eingöngu um íbúa- byggð en ekki atvinnu uppbyggingu sem er ekki alveg í takt við það að þeir ætla ekki að snúa stefnu sinni í leik- skóla málum þó svo að sú stefna virð- ist gera barna fólki mjög erfitt eða nær vonlaust að setjast að í Vogum ef það þarf að sækja vinnu í önnur bæjarfélög. E listinn má þó eiga það að þrátt fyrir að vera í meirihluta og hafa sam- þykkt þessar breytinga og getað breytt til baka fyrir kosningar eru þó komnir með það að vilja endurskoða afstöðu sína að afloknum kosningum. En þeirra listi er fullur af góðu fólki rétt eins og hjá E- og L-listanum. En því miður vitum við öll hvað ábyrg fjármálastjórn þýðir hjá sjálf- stæðismönnum, vonum bara að Vog- arnir verði ekki seldir á lokuðu útboði eða hraðbankinn seldur til vina og vandamanna Það þarf ekki að vera erfitt eða flókið að halda hlutum í lagi og falleg- um, það þarf að hafa metnað td. mála bryggjukantinn, setja ruslatunnu, bekki, gróðursetja tré o.fl. Þetta geta allir gert. En við þurfum að laga fjármálin það eru þau sem skipta máli, þá fyrst getum við gert góðan bæ betri og byggilegri fyrir komandi kynslóðir. Ég reikna með að þessi skrif mín afli mér ekki mikilla vinsælda hjá forkólfum framboðanna og kannski ekki margra stuðningsmanna þeirra en svona lítur þetta út fyrir mér og þetta þarf að komast í lag ef Vogarnir eiga að eiga möguleika á því að vera sjálfstætt bæj- arfélag. Hvernig sem kosningarnar fara þá vona ég að við gerum þetta saman og gerum þetta vel. Skólastjóri Stóru-Vogaskóla hefur óska eftir ráðningarheimild fyrir allt að 50% starfi vegna atvinnu- leitanda með skerta starfsgetu. Bæjarráð Sveitarfélagsins sam- þykkir erindið. Áheyrnarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið: „Ég vil benda á að ítrekað hef ég rætt um að ráða atvinnuleitendur með skerta starfsgetu til sveitar- félagsins og styð því heils hugar að þessi ráðning verði heimiluð.“ Ráða atvinnu- leitanda með skerta starfsgetu Styrkja Frú Ragnheiði á Suðurnesjum til bílakaupa Bæjarráð Suðurnesjabæjar sam- þykkti nýverið samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 350.000 til kaupa á bifreið fyrir starfsemi Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt afgreiðslu bæjarráðs samhljóða. 28 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.