Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 14
„Nú er liðið að lokum kjörtímabils bæjarstjórnar, þeirrar fyrstu í sögu Suðurnesjabæjar eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis. Það voru áhugasamir bæjarfulltrúar sem sátu fyrsta fundinn, fullir tilhlökkunar fyrir því óskrifaða blaði sem hið nýja sveitafélag var. Framundan var fjöldi verkefna sem bæjarfulltrúar sáu fram á, verkefni sem voru í senn flókin og spennandi. Enginn átti þó von á því stóra verkefni sem kom í fang bæjarstjórnar og starfsfólks sveitarfélagsins þegar leið á mitt kjörtímabil, þegar heims- faraldur Covid-19 skall á,“ segir í bókun Einars Jóns Pálssonar, forseta bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, sem lögð var fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Þá segir í bókuninni: „Samstaða meðal bæjarfulltrúa hefur á þessu kjörtímabili verið að mínu mati ein- staklega góð. Við tókumst sameigin- lega á við verkefnin, hvort heldur þau sem við sáum fyrir og einnig þau óvæntu. Það var og er gott að finna fyrir þeirri samstöðu sem hefur einkennt þessa bæjarstjórn og ég er stoltur af starfi okkar þetta kjörtímabil, þó eflaust megi alltaf gera betur. Ein breyting varð á bæjarstjórn á miðju kjörtímabilinu þegar Ólafur Þór Ólafsson sagði skilið við bæjar- málin í Suðurnesjabæ og tók við stöðu sveitarstjóra á Tálknafirði. Nú þegar þessu kjörtímabili lýkur verður mjög mikil endurnýjun í bæjarstjórn, fimm bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér og hverfa úr bæjarstjórn. Þetta eru bæjarfulltrú- arnir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Pálmi Steinar Guðmundsson, Daði Bergþórsson, Fríða Stefánsdóttir og Katrín Pétursdóttir, en þau hafa mikla reynslu af sveitarstjórnar- störfum og verður mikill missir af þessu góða fólki. Ég þakka þessum bæjarfulltrúum sérstaklega fyrir mjög gott samstarf og mörgum þeirra fyrir áralangt samstarf. Fyrir hönd bæjarstjórnar Suður- nesjabæjar þakka ég öllu nefndar- fólki sem og starfsfólki sveitar- félagsins fyrir störf þeirra og gott samstarf á kjörtímabilinu. Vil ég þá sérstaklega þakka bæjarstjóra og ritara bæjarstjórnar ánægjulegt og mjög gott samstarf. Framtíð Suðurnesjabæjar er björt og framundan eru spennandi tæki- færi í þróun sveitarfélagsins. Við sem hér búum vitum að það er hvergi betra að búa og það er okkar að sjá til þess að svo megi verða áfram. Ég óska bæjarfulltrúum, starfsfólki og íbúum Suðurnesjabæjar gleðilegs sumars og farsældar,“ segir í bókun forseta bæjarstjórnar. Einstaklega góð samstaða bæjarfulltrúa í Suðurnesjabæ Íbúar komi að hugmyndum um framtíð sundlaugarsvæðis Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grinda- víkur, sagði frá ástandi sundlaugarinnar og ástæðu bilunar um miðjan apríl á fundi frístunda- og menningarnefndar í byrjun maí. Bæjarráð Grinda- víkur hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að hefja forhönnun á sundlaugarsvæðinu samhliða gerð deiliskipulags. Gert er ráð fyrir að seinni hluta maí geti íbúar komið hugmyndum sínum um framtíð sundlaugarsvæðisins á framfæri. Í framhaldinu mun ný frí- stunda- og menningarnefnd meta hvort taka þurfi upp þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar sundlaugarsvæðisins frá 2019, segir í fundargerð nefndarinnar. Reykjanesbær með 12% stofnframlag til Bjargs og Brynju Bjarg íbúðafélag hefur lagt fram umsókn um stofnframlag frá Reykjanesbæ. Málið var tekið fyrir í bæjarráði í síðustu viku. Lagt var fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem óskað er eftir staðfestingu frá Reykjanesbæ vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags. Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 350.476.541. Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur einnig sent inn umsókn um stofnframlag. Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 1.023.781.176. Á síðustu fjórum árum hefur Sjálf- stæðisflokkurinn og Frjálst afl lagt áherslu á að hækka rekstrarsamn- inga við íþróttafélögin varðandi rekstur valla en hefur ekki hlotið hljómgrunn. Sérstakt er að sjá samninginn hækkaðan núna korter í kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálst afl fagna því að hækkun rekstrarsamningsins til knattspyrnu- valla sé loksins kominn í höfn, segir í bókun frá minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fundi 3. maí. Margrét Sanders Sjálfstæðis- flokkur, Baldur Guðmundsson Sjálfstæðisflokku, Anna Sigríður Jóhannesdóttir Sjálfstæðisflokkur, Gunnar Þórarinsson Frjálst afl. Ársreikningur Reykjanesbæjar er nú lagður fram til samþykktar og má með sanni segja að margt komi á óvart í nið- urstöðutölunum. Hagnaður af rekstri bæjarsjóðs telst vera rúmir 2 milljarðar en þegar tekjufærsla vegna yfirfærslu eigna Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. að upphæð 3,5 milljarðar er dregin frá þá er niðurstaðan tap upp á 1.355 milljónir sem er mun betra en áætlað var því búist var við 3 milljarða króna tapi. Skatttekjur voru verulega vaná- ætlaðar sem eru jákvæðar fréttir sem og að framlög úr jöfnunarsjóði sveitar- félaga jukust umfram væntingar. Starfsfólki heldur áfram að fjölga hlutfallslega umfram fjölgun bæjarbúa. Stöðugildum fjölgar um 55 milli ára eða um 5,8% á meðan íbúum fjölgar um 3,6% og launakostnaður eykst um rúmlega 12% á milli ára. Annar rekstrarkostnaður eykst síðan um 14% á milli ára skv. endurskoðendaskýrslu. Heildarskuldir og skuldbindingar í samanteknum ársreikningi námu um 45 milljörðum króna og hafa aukist um 5 milljarða síðustu 8 árin þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um 80,5%. Í annað skiptið á þessu kjörtíma- bili eru bókhaldslegar tilfærslur eða sala á eignum Reykjanesbæjar að rétta við rekstrarreikninginn. Árið 2019 skiluðu svokölluð Magma bréf álitlegum hagnaði sem myndaði lang stærsta hlutann af hagnaði þess árs og gerði bænum kleift að fjármagna byggingu Stapaskóla án lána. Nú eru það eignir sem leyndust í Eignarhalds- félaginu Fasteign ehf. sem hjálpa til við uppgjörið. Eignir sem fullyrt er að hafi verið seldar af fyrri meirihluta. Í endurskoðunarskýrslu þeirri sem lögð er fram með ársreikningi kemur hið rétta fram, því að þar segja endur- skoðendur: „Sömu eignir voru fyrir á efnahagsreikningi bæjarsjóðs sem leigueignir og var bókfært verð þeirra umtalsvert lægra“. Bókhaldstilfærslur mynda einnig verulegar tekjur í árs- reikningi Reykjaneshafnar en þar er tekjufærð niðurfelld skuld við bæjar- sjóð að upphæð um 3 milljarðar króna. Í fjárhagsáætlunargerð síðustu ára hefur meirihlutinn stært sig af því að vanáætla tekjur og ofáætla gjöld til að hafa borð fyrir báru. En fyrr má nú al- deilis rota en dauðrota þegar tekjur eru vanáætlaðar um nærri tvo og hálfan milljarð. Við fögnum jákvæðri niðurstöðu á rekstri bæjarsjóðs þó hann sé bundinn þessum annmörkum sem hér er getið en höfum áhyggjur af þeirri fjárhagsá- ætlun sem nú er unnið eftir. Nú virðist meirihlutinn hafa vanáætlað gjöldin hressilega því í hverri viku er bæjarráð að vísa erindum upp á tugi milljóna til viðauka í fjárhagsáætlun. Starfsfólki færum við þakkir fyrir þrotlausa vinnu og gott samstarf við gerð ársreiknings og fjárhagsáætlunar. Margrét Sander, Baldur Guð- mundsson, Anna Sigríður Jóhann- esdóttir, Sjálfstæðisflokki, Gunnar Þórarinsson, Frjálst afl , Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki. Hækka rekstrarsamninga við íþróttafélögin Vanáætlaðar tekjur og ofáætluð gjöld Frá fundi í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar. Umræður um óánægju vegna aðgangskorta í kjölfar aðgangshliða í íþrótta- miðstöðvum bæjarins voru á síðasta fundi ungmennaráðs Suðurnesja- bæjar. „Börn muna illa eftir að hafa kortin með sér og umræður um hvort það væri hægt að hafa möguleikann á hafa þau rafræn,“ segir í gögnum fundarins. Lagt er til að starfsfólk íþróttamiðstöðva sýni sveigjanleika þegar fólk gleymir kortunum sínum og fulltrúar ráðsins kanni hvort möguleiki á að hafa rafræna útfærslu á aðgangskortunum, segir í afgreiðslu fundarins. Börn muna illa eftir aðgangskortum Öflug baráttukona fyrir bæjarbúa í bæjarstjórn MARGRÉT ÞÓRARINSDÓTTIR Tryggjum henni góða kosningu 14 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.