Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 12
Gunnar Egill Sigurðsson, nýskipaður forstjóri Samkaupa, kynnti nýlega breytingar á framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Inn kemur nýr fram- kvæmdastjóri auk þess sem breyt- ingar eru á verkaskiptingu innan framkvæmdastjórnarinnar. Sam- kaup er ört stækkandi verslunarfyr- irtæki með 66 verslanir um land allt, þar af 30 á stórhöfuðborgarsvæðinu og er tilgangurinn að skerpa á helstu áherslum félagsins fyrir komandi ár. Hallur Geir Heiðarsson mun taka við sem framkvæmdastjóri innkaupa- og vörustýringasviðs og kemur nýr inn í framkvæmdastjórn Samkaupa. Undir sviðið heyra vöruhús og inn- kaupasamningar. Hallur hefur unnið hjá Samkaupum í 25 ár og sinnt þar margvíslegum störfum en frá árinu 2013 hefur hann gegnt starfi rekstr- arstjóra Nettó. Hallur er í viðskipta- fræðinámi við Háskólann á Bifröst. Gunnur Líf Gunnarsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri mann- auðs- og samskiptasviðs auk þess sem hún verður staðgengill forstjóra. Undir sviðið heyra mannauðsmál, ytri og innri samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Gunnur er með B.ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Gunnur hefur starfað sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa frá árinu 2018. Heiður Björk Friðbjörnsdóttir verður framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs. Undir sviðið heyra öll fjármál og eftirlit með rekstri fé- lagsins ásamt upplýsingatæknimálum. Heiður er með B.A. gráðu í viðskipta- fræði og MBA gráðu frá Háskóla Ís- lands. Heiður hefur starfað sem fjár- málastjóri Samkaupa frá árinu 2020. Stefán Ragnar Guðjónsson tekur við sem framkvæmdastjóri verslunar- sviðs. Undið sviðið heyrir kjarnastarf- semi félagsins sem eru verslanir Sam- kaupa undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Stefán Ragnar hefur unnið hjá Sam- kaupum í 25 ár. Hann hóf stjórn- endaferil sinn sem verslunarstjóri hjá félaginu árið 1997 en starfaði síðast sem framkvæmdastjóri innkaupa- sviðs. Hann er með B.A. gráðu í við- skiptafræði og MBA gráðu í Retail Management frá Stirling háskólanum í Skotlandi. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa: „Ég tel mikilvægt að nota tækifærið við þessar breytingar og skerpa á skipulagi félagsins. Ný framkvæmdastjórn Samkaupa er skipuð afar öflugu teymi stjórnenda sem búa yfir víðtækri reynslu hvert á sínu sviði. Framundan eru spenn- andi tímar á matvörumarkaðnum. Við höfum verið að fjölga þeim stöðum þar sem við mætum viðskiptavinum okkar. Netverslun Nettó sem fór í loftið árið 2017 hefur vaxið hratt, tug- þúsundir njóta nú sérkjara þegar þau versla í gegnum Samkaupa-appið og þá er sjálfvirknivæðingin í búðunum okkar komin á góðan skrið. Við fengum vissulega heimsfaraldur með tilheyrandi samkomutakmörkunum en við teljum að neytendahegðunin hafi breyst til langframa. Nýsköpun er eina leiðin til að lifa af og ég get lofað því að neytendur eiga von á mörgum nýjungum frá Samkaupum á næstu árum.“ Breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa Umferð um Keflavíkur- flugvöll nálgast það sama og fyrir heimsfaraldur Umferð um Keflavíkurflugvöll fer nú hratt vaxandi eftir mikinn sam- drátt sem hófst vegna Covid-19 fyrri hluta árs 2020. Þess má vænta að á komandi mánuðum verði farþegafjöldinn farinn að nálgast farþegafjöldann 2019. „Tveggja ára samdráttarskeið er vonandi á enda,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia í til- kynningu frá Isavia. Umsvif á Keflavíkurflugvelli hafa farið vaxandi dag frá degi síðustu vikur. Samkvæmt bráðabirgða- tölum fyrir nýliðinn aprílmánuð var farþegafjöldinn sem fór um Kefla- víkurflugvöll 82% af því sem hann var í sama mánuði 2019. Íslensku flugfélögin Icelandair og Play fjölga ferðum sínum og erlend flugfélög sem buðu upp á flug til og frá Íslandi fyrir heimsfaraldurinn eru aftur mætt til leiks. Í sumar hafa 24 flugfélög boðað Íslandsflug frá 75 áfangastöðum í sumar. „Endurheimtin er hraðari en maður þorði að vonast eftir og út- litið er gott, ef ekkert óvænt kemur upp á. Auðvitað er það frábært ef farþegafjöldinn verður 80-90% af því sem við höfðum fyrir heimsfar- aldur. Þetta eru góð tíðindi fyrir flug- vallarsamfélagið allt, íslenska ferða- þjónustu og efnahagslíf landsins,” segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Hann segir ánægjulegt að öll flug- félögin sem flugu til Íslands fyrir heimsfaraldur sjá möguleikana sem felast í því að taka þráðinn upp að nýju. Ísland sé og verði eftirsóttur áfangastaður. „Það mætti segja að víðáttan, hreinleikinn og fleiri kostir sem prýða Ísland sem áfangastað hafi fengið aukna athygli nú þegar heimsfaraldrinum er að ljúka. Því má gera ráð fyrir að Ísland haldi sínum hlut og gott betur þegar ferðaheim- urinn hefur að fullu tekið við sér aftur.“ Farþegar sem fara um Kefla- víkurflugvöll í sumar verða varir við að framkvæmdir standa yfir við stækkun flugstöðvarinnar. Árið 2022 verður eitt stærsta fram- kvæmdaár í sögu Keflavíkurflug- vallar. Með þeim framkvæmdaverk- efnum sem nú eru komin í gang og þeim sem ráðist verður í á næstunni erum við að halda áfram í sókn því tækifærin eru mörg þegar kemur að því að fjölga flugtengingum milli Ís- lands og heimsins. Farþegaupplifun mun batna verulega með 20.000 m2 viðbyggingu til austurs sem er að rísa. Flugstöðin stækkar um 37%, afköst farangurskerfis aukast mjög, fleiri landgangar verða til og rými fyrir verslun og veitingaþjónustu verður meira. Hallur Geir, Gunnur Líf, Heiður Björk og Stefán Ragnar. ÍBÚARNIR Í FYRSTA SÆTI VERTU Í LIÐI MEÐ OKKUR X-U Velkomin í kosningakaffi á kjördag að Hafnargötu 60 12 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.