Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 31
Hætti að spila út af meiðslum Luka Jagačić, þjálfari Reynis Sandgerði, kom fyrst til Íslands árið 2013 og lék þrjú tímabil með Selfossi. Eftir það sneri hann aftur til heimalands síns, Króatíu, og lék þar eitt tímabil en hann lauk ferlinum með Njarðvík árið 2018. „Ég er búinn að fara í átta aðgerðir á hægra hné en náði því ekki góðu og þurfti að lokum að hætta að spila snemma. Árið 2018 kom eiginkona mín með mér til Íslands og fékk vinnu fljótlega, við höfum búið hér síðan. Þegar Halli [Haraldur Guð- mundsson] fékk mig til Reynis var hugmyndin að ég myndi spila með þeim en vegna meiðslanna gekk það ekki, ég bara gat ekki spilað. Þá bauð hann mér að vera áfram sem þjálfari með honum og síðustu þrjú ár finnst mér við hafa skilað af okkur góðu verki með Reynismönnum.“ Jagačić segir undirbúningstíma- bilið hafa gengið vel þrátt fyrir að- stöðuleysi yfir vetrartímann. „Það var mikill akstur fram og til baka til að sinna æfingum en ég er virkilega ánægður með hvernig liðið höndlaði undirbúningstímann, bara almennt innan og utan vallar. Mér fannst þeir leggja sig fram við æfingar og þeir léku vel í leikjum á undirbúnings- tímabilinu.“ Markmiðið að gera betur en á síðasta tímabili „Það er markmið okkar í sumar, að gera betur en á síðasta tímabili. Við enduðum með 32 stig í fyrra og það er eitthvað sem við viljum bæta. Það hafa eðlilega orðið einhverjar breytingar á leikmannahópnum hjá okkur, einhverjir farnir og aðrir komnir, en ég er heilt á litið mjög sáttur við hópinn. Við erum með marga unga leikmenn úr Reykja- nesbæ og ég nýt þess að vinna með þeim. Þeir eru efnilegir en þurfa að halda áfram að vera hungraðir og metnaðarfullir eins og þeir eru núna.“ Jagačić segir að mæting á fyrsta leik hafi verið góð og hann finni fyrir stuðningi við liðið. „Það skiptir okkur alla miklu máli. Auðvitað verðum við líka að skila árangri til að gefa stuðningsmönnum ástæðu til að mæta á leikina – og jafnvel að fjölga í hópnum, það myndi gefa okkur aukinn kraft.“ Reynir Sandgerði tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á föstudag. Eftir jafnan leik tókst gestunum að brjóta varnir Reynismanna rétt undir lok leiks (84’) og tryggja sér sigur. Reynismenn töpuðu því fyrsta leik en Jagačić segir að leikurinn hafi verið jafn og úrslitin getað fallið með báðum liðum. „Já, við töpuðum á föstudag en þetta var erfiður 50/50 leikur sem hefði getað farið á hvorn veginn sem er. Ég held að deildin sé mjög jöfn og margir leikir eigi eftir að verða þannig í sumar. Ég vil samt hrósa leikmönnunum sem lögðu sig fram og börðust til enda en því miður rann tíminn út án þess að við næðum að jafna. Við fengum okkar færi en náðum ekki að klára þau, þess vegna tóku Haukar öll þrjú stigin.“ Jagačić segist hafa fulla trú á að Reynismenn komi til baka og sæki sigur í næsta leik. „Við munum allir leggjast saman í greiningarvinnu á síðasta leik til að sjá hvað við þurfum að bæta. Svo mætum við sterkir til leiks gegn Völ- sungi á Húsavík um næstu helgi – ég hef 100% trú á að liðið sé tilbúið í það,“ segir Luka Jagačić að lokum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Luka Jagačić og Haraldur Guðmundsson saman á hliðarlínunni. Mynd af Facebook-síðu Jagačić Besta deild karla: Keflavík - ÍBV 3:3 Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson, þjálfari meistara- flokks karla hjá Keflavík, eftir jafntefli við ÍBV. Þar sem Keflvíkingar voru mikið betri og komust í 2:0 í fyrri hálfleik en misstu mann af velli skömmu fyrir leikhlé. Við það komust Eyjamenn inn í leikinn, náðu að jafna og komast yfir en Adam Árni Róbertsson jafnaði fyrir Keflavík í uppbótartíma. „Við spiluðum mjög vel í síðustu tveimur leikjum og erum svekktir að vera ekki með fleiri stig út úr þeim. Við spiluðum manni færri í 60 mínútur gegn ÍBV og sýndum góðan karakter að jafna leikinn en þetta var leikur sem við áttum að vinna. Dómgæslan hafði mikil áhrif á leikinn en við gerðum líka okkar mistök. Næsti leikur er gegn Leikni og við fáum vonandi góðan stuðning í þeim leik.“ Besta deild kvenna: Valur - Keflavík 3:0 Keflavík mætti Íslandsmeist- urum Vals í Bestu deild kvenna í þriðju umferð Íslandsmótsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Íslandsmeistararnir þrjú mörk í þeim seinni og fóru með 3:0 sigur af hólmi. Lengjudeild karla: Þróttur Reykjavík - Njarðvík 0:4 Njarðvíkingar byrjuðu 2. deild með látum og það var Þróttur Reykjavík sem varð fyrir barðinu á þeim í fyrstu um- ferð. Fyrirliðinn Marc McAusland setti tóninn og skoraði fyrsta markið (10’) og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk frá Oumar Diouck (26’), Magnúsi Þóri Matthíassyni (70’) og Úlfi Ágústi Björnssyni (77’). Víkurfréttir heyrðu í fyrir- liðanum eftir leik og spurðum hvert markmið sumarsins væri. „Það var frábært að byrja á fjög- urra marka sigri og halda hreinu. Við einblýnum á sæti í næstefstu deild að ári. Ég held að við séum með sterkasta liðið í deildinni og ef við náum að halda mannskapnum í formi þá held ég að það sé raunsætt markmið. Við áttum góðu gengi að fagna á undirbúnings- tímanum þar sem við unnum Lengjubikarinn í B-deild. Við tókum það með okkur inn í leikinn núna og byrjuðum á þremur stigum. Deildin er það sem við ein- beitum okkur að þótt við eigum mjög áhugaverðan bikarleik fyrir höndum gegn Keflavík. Sá leikur ætti að vera góð skemmtun.“ Lengjudeild karla: Þróttur - Fjölnir 0:3 Byrjunin í næstefstu deild lofaði góðu en Þróttarar vörðust vel í fyrri hálfleik gegn Fjölni og sköpuðu sér nokkur álitleg færi. Eftir marka- lausan fyrri hálfleik fékk Þróttur á sig fyrsta markið (53’) og tvö til viðbótar á skömmum tíma (59’ og 62’). Hvað fannst Eiði Ben Eiríks- syni, þjálfara Þróttar, um frumraun þeirra í Lengju- deildinni? „Mér fannst margt ágætt. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn þar sem við sköpuðum fín færi. Í seinni var markið ákveðin tuska í andlitið og svo fáum við á okkur tvö alltof ódýr mörk sem við eigum að koma auðveldlega í veg fyrir.“ Lengjudeild kvenna: Tindastóll - Grindavík 2:0 Grindavík byrjaði á erf- iðum útileik gegn Tinda- stóli sem féll úr efstu deild í haust. Tindastóll skoraði tvívegis (10’ og 88’) og var framherjinn Murielle Tiernan að verki í bæði skiptin. Jón Óli Daníelsson, þjálfari Grindvík- inga, var heilt yfir sáttur við frammistöðu liðsins. „Við vorum ívið betri í leiknum en Tindastóll voru mjög skipulagðar og gerðu vel. Þær náðu for- ystu í fyrri hálfleik og við reyndum allt til að jafna en fengum á okkur mark í lokin og því fór sem fór.“ 3. deild karla: KFG - Víðir 0:1 V íðismenn byrjuðu mótið á góðum útisigri gegn KFG. Það var Jó- hann Þór Arnarsson sem skoraði mark Víðis á 79. mínútu auk þess sem annað mark sem Jóhann skoraði seinna í leiknum var dæmt af vegna rangstöðu. „Þetta var mjög góður og verð- skuldaður sigur. Það lögðu sig allir fram í liðinu, líka þeir sem komu inn á, og geggjað að byrja deildina á þremur punktum,“ sagði Jóhann. „Síðan skoraði ég annað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu en í myndbandinu eftir leik sást að ég var það klárlega ekki.“ kNattSPYrNuSaMaNtEkt BR meistari í 3. deild Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (BR) varð deildarmeistari í þriðju deild um helgina eftir að A-lið BR lagði B-liðið 3:0 í úrslitaviðureign þriðju deildar Borðtennissambands Íslands. Þetta er frábær árangur en BR tefldi fram liði í deildarkeppni í fyrsta sinn nú í vetur en félagið var stofnað árið 2021. Leikið var í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og með árangri sínum mun BR-A keppa í 2. deild á næsta ári. Enn er möguleiki á að B-lið BR muni einnig vinna sér sæti í 2. deild en BR-B mun keppa við A-lið Samherja sem er í 2. deild um sæti í deildinni á næsta ári. Liðsmenn A-liðs BR tímabilið 2021–2022 (frá vinstri): Damian Kossakowski, Abbas Rahman Abdullah, Mateusz Marcykiewicz, Piotr Herman og Bjarni Þorgeir Bjarnason, þjálfari. Á efri myndinni er Piotr Herman, formaður félagsins, stoltur með verðlaunabikarinn. M yn d: Fó tb ol ti. ne t M yn d: Fó tb ol ti. ne t Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum á Suðurnesjum birtast reglulega á vefnum vf.issport víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 31

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.