Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 18
Sóley Halldórsdóttir er sextán ára og kemur frá Keflavík. Hún æfir körfubolta og var í dansi í átta ár. Sóley hefur gaman af leiklist og dansi og vinnur á Joe and The Juice. Hún stefnir að því að stunda nám við Kvenna- skólann eftir grunnskóla. Sóley er ungmenni vikunnar. Í hvaða bekk ertu? 10. bekk. Í hvaða skóla ertu? Heiðarskóla. Hvað gerir þú utan skóla? Ég æfi körfubolta með Keflavík og vinn á Joe and The Juice á flugvellinum. Hvert er skemmtilegasta fagið? Mér finnst skemmtilegasta fagið vera enska vegna þess að Esther kennari er meistari. Hver í skólanum þínum er lík- legur til að verða frægur og hvers vegna? Ábyggilega Kiddi af því hann er nú þegar svaka TikTok gæi. Skemmtilegasta saga úr skól- anum: Skemmtilegasta sagan er örugglega þegar ég, Melkorka og Hildir, bekkjarsystkyni mín, földum okkur inni hjá Írisi stærð- fræðikennara og vorum að grenja úr hlátri á bak við gluggatjöldin. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég myndi segja að Hildir bekkjar- bróðir minn væri fyndnastur í skólanum. Hann kemur alltaf með eitthvað fáránlegt. Svo gaman að honum. Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru mörg en topp þrjú er klárlega leiklist, dans og körfubolti. Hvað hræðistu mest? Ég er skíthrædd við tímann að líða, þú veist, ég verð aldrei aftur í 10. bekk ... Ég fer aldrei aftur a nákvæmleg þennan stað i útlöndum og ég mun aldrei labba fram hjá þessu fólki aftur. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég get varla svarað því, það eru alltof mörg en ef ég verð að velja eitt þá væri það Wanna Know Remix - Dave og Drake. Hver er þinn helsti kostur? Það er ekkert vandamál fyrir mig að kynnast fólki og mér finnst geggjað að eignast nýja vini. Hver er þinn helsti galli? Ég nota stundum leiðinlegan tón við fólk án þess að ég meini það eitthvað illa. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Snapchat. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara í skóla í bænum, ég er að hugsa um Kvennó og ætla þá á félags- vísindabraut. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég myndi segja að ég væri, á góðri íslensku, „outgoing“. Deiliskipulag í Reykjanesbæ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi 5. apríl og 3. maí 2022 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Njarðvíkurhöfn - deiliskipulag Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og Reykjaneshöfn leggja fram deiliskipulagstillögu samkvæmt uppdráttum Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2022. Greinargerð og umhverfismat koma fram á uppdrætti ásamt skuggavarpi og rýmismyndum. Tillagan felst í nýjum viðlegukanti, nýrri skipakví og landfyllingu auk nýrrar umferðaraðkomu frá Fitjabraut. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags. Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19 OS fasteignir ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt upprætti JeES arkitekta ehf. dags. 16. júní 2021. Helstu breytingar eru: Niðurrif saltgeymslunnar fellur niður, heimilaðar er þrjár hæðir fyrir þjónustu- og verslunarhúsnæði ofan á saltgeymsluna, nýbygging tveggja 7. hæða fjölbýlishúsa, í stað þriggja 5. hæða, breytingu á götuheiti lóðar úr Hafnargötu 81, 83 og 85 í Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags. Fitjar – nýtt deiliskipulag Reykjanesbær leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar samkvæmt uppdrætti Glámu - Kím dags. 31. ágúst 2021. Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 29 ha að stærð og afmarkast af lóðum við Fitjabakka og Fitjabraut til norðurs, strandlínu til austurs, Njarðarbraut til vesturs og suðurs og Víkingaheimum til suð-austurs. Markmið skipulagsins er efla lýðheilsu í nánd við náttúru, tryggja náttúruvernd og stuðla að náttúruskoðun. Svæðið er eftirsótt útivistarsvæði og ríkt af fuglalífi. Deiliskipulagstillagan sameinar uppbyggingu svæðis fyrir atvinnulíf og heilsueflingu bæjarbúa í samræmi við kröfur um náttúruvernd. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags Tillaga að deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi Hs Orka hf. leggur fram nýtt deiliskipulag á Reykjanesi, unnin af VSÓ ráðgjöf ehf. Deiliskipulagið byggir á gildandi deiliskipulagi og gerir ráð fyrir sömu borteigum, vegum og mannvirkjagerð og eldra deiliskipulag. Í þágu atvinnuuppbyggingar og þróunar Auðlindagarðsins eru afmarkaðar nýjar lóðir við Lónsbraut til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem getur nýtt afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun til fjölbreyttrar framleiðslu. Tillagan er auglýst samhliða endurskoðun Aðalskipulags Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 12. maí til 30. júní 2022. Tillögur eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar . Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. júní 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa skipulag@reykjanesbaer.is 12. maí 2022 Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar Lárus Logi er nítján ára Keflvík- ingur, hann fæddist í Bandaríkj- unum og átti heima í Kanada í þrjú ár. Lárus hefur gert garðinn frægan á samfélagsmiðlinum TikTok en hann er með um það bil ellefu þúsund íslenska fylgj- endur á forritinu. Hann hefur gaman af því að búa til hin ýmsu myndbönd fyrir TikTok og segir sjálfur að „egóið fljúgi í gegnum þakið“ þegar fylgjendur hans skilja eftir skemmtileg ummæli. Lárus Logi er FS-ingur vikunnar. Á hvaða braut ertu? Ég er á húsa- smíðabraut á þriðja ári. Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn við FS er sá að það tekur mig þrjár mínútur að labba í skólann. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Betsý Ásta mun verða fræg því hún verður forseti bráðlega. Skemmtilegasta sagan úr FS: Fyndnasta sagan úr FS er þegar ég sá átta aðila hjálpast við það að svindla á stærðfræðiprófi. Það sem var gaman við að sjá það var hversu skipulögð þau voru, það voru tveir að skiptast á við að trufla kennarann, ein að gera prófið og restin að dreifa svörunum. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég tel fyndnasta mann skólans vera Gabríel Má. Hver eru áhugamálin þín? Ég er með ekki með nein áhugamál einmitt núna. Hvað hræðistu mest? Það sem ég hræðist mest eru mávar. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt er „Ef þeir vilja beef“ eftir Daniil. Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur eru fylgjend- urnir mínir á TikTok. Hver er þinn helsti galli? Minn helsti galli er að vera þunglyndur. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forritin hjá mér eru TikTok og Brawl Stars. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Sá eiginleiki sem ég tel vera bestur í fari fólks er hrein- skilni. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan mín fyrir framtíðina er að kaupa fleiri skópör. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Orðið sem ég tel lýsa mér best er skræfa. FS-ingur vikunnar: Lárus Logi Elentínusson Ung(m enni) vikunnar: Sóley Halldórsdóttir Ellefu þúsund íslenskir fylgjendur Á sér mörg áhugamál Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com 18 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.