Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 17
Verzlun Þorláks Benediktssonar
ný perla Byggðasafnsins á Garðskaga
Einstakt vélasafn heiðursborgarans Guðna Ingimundarsonar og trukkurinn góði á safninu. Innréttingin úr Verzlun Þorláks Benediktssonar.
Litirnir sem fást hjá Slippfélaginu.
Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 2021 verður haldinn
mánudaginn 23. maí kl. 16:00 á Hótel Park Inn, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
AÐALFUNDUR
EIGNARHALDSFÉLAGS SUÐURNESJA
Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja
Safnið við vitana tvo
Byggðasafnið á Garðskaga er í mikilli
náttúruperlu sem Garðskaginn er.
Safnahúsið er m.a. í gömlu fjósi og
hlöðu.
Tanja: Hér eru ennþá halakrókar í
loftinu og við erum að segja fólki frá
þessum tengingum. Erlendir ferða-
menn hafa ekki síður áhuga á því að
koma hingað en þeir íslensku. Við
erum með Verzlun Þorláks Bene-
diktssonar í gömlu hlöðunni sem
vitavörðurinn á Garðskaga var með.
Vitavarðarhúsið er hérna úti og vit-
arnir tveir.
Margrét: Við erum líka í samstarfi
við Reykjanes jarðvang og verðum
með bæklinga frá þeim og á næstu
dögum verður sett upp stór mynd af
Reykjanesskaganum hérna frammi
því við viljum gera ferðamennina
okkar, hvort sem þeir eru erlendir
eða íslenskir, svolítið sjálfstæða, sjá
mynd af Reykjanesi og öllum þessum
fallegu stöðum. Uppgötva eitthvað
nýtt og einnig til að gera okkur auð-
veldara með að leiðsegja þeim áfram.
Myndin verður frammi í anddyri og
þó svo safnið loki kl. 17 kemst fólk í
þessar upplýsingar.
Verslunarsaga
Suðurnesjabæjar í vinnslu
Á veggjum Verzlunar Þorláks Bene-
diktssonar er verk í vinnslu en það
er verslunarsaga Garðs og Sand-
gerðis á tuttugustu öldinni. Stiklað
er á stóru um helstu áhrifamenn á
þessum tíma annars vegar í Garði
og svo í Sandgerði. „Við erum með
Finnboga og Björn Finnbogason sem
voru þessir risar hér í Garðinum. Þá
erum við með eitthvað sem ekki
margir vissu að aðal hvatamaður
og frumkvöðull að KRON, Kaup-
félags Reykjavíkur og nágrennis,
var Hjörtur Helgason í Sandgerði
en hann rak kaupfélagið Ingólf í
Sandgerði,“ segir Tanja. Ennþá
eru að bætast við upplýsingar á
vegnum, bæði í máli og myndum.
„Við treystum á að fólk komi hingað
með sínar og sinna sögur. Við viljum
endilega að fólk komi hingað með
myndir. Það þarf enginn að skilja
myndir eftir því við fengum góðan
styrk frá Kvenfélaginu Gefn í Garði
og keyptum skanna. Þannig að við
erum að skanna myndir og vinna hér
á safninu og þær sögur sem við fáum
inn,“ segir Tanja, sem hvetur fólk til
að koma með muni, myndir og sögur
á safnið.
Byggðasafnið á Garðskaga er opið
alla daga kl. 10–17 frá maí til sept-
ember. Hægt er að panta heimsóknir
frá október til apríl.
Frá Garðskaga sem er vinsæll áfangastaður heimafólks og ferðamanna.
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 17