Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 23
Hvatagreiðslur fyrir eldri borgara og öryrkja Guðný Birna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi, 2. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ. Við í Samfylkingunni höfum verið ein- huga í að efla heilsu og heilbrigði íbúa bæjarins okkar. Barist gegn heilsu- spillandi stóriðju, komið á lýðheilsu- ráði, ráðið til okkar lýðheilsufulltrúa og stóraukið hvatagreiðslur til barna úr 7.000 í 45.000 kr. Börnin geta nýtt hvatagreiðslur í tómstundir, listgreinar og til íþrótta að þeirra eigin vali. Við höfum verið þátttakendur í lýð- heilsuverkefninu Janus heilsuefling frá byrjun eða síðan árið 2017. Við erum mjög ánægð með verkefnið og sam- starfið við Janus og HSS. Áttundi hóp- urinn er í fullum gangi núna þar sem heildarfjöldinn er 156 einstaklingar. Samkvæmt lýðheilsuvísum fyrir Suðurnes fyrir árið 2021 voru fleiri fullorðnir sem mátu líkamlega og and- lega heilsu slæma miðað við önnur landssvæði. Í ljósi þessa viljum við ná til fleiri einstaklinga – en í Reykja- nesbæ eru einstaklingar 60 ára og eldri alls 3.463 og öryrkjar um 3.110. Ljóst er að sökum fjöldans mun það taka okkur mörg ár að koma öllum sem vilja til Ja- nusar. Jöfn tækifæri til heilsueflingar Markmið Samfylkingar er að gefa öllum jöfn tækifæri á styrkjum til heilsueflingar og tómstunda og val um það í hvað umræddur styrkur fer. Eldri borgarar og öryrkjar geta því notað hvatagreiðslur sínar í Janusar- verkefnið sem við hvetjum til en einnig má nota styrkinn í að kaupa sundkort, kaupa kort í ræktina, fara í golf, velja sér tómstundir við hæfi o.s.frv. Ein- staklingarnir ráða því sjálfir og við hleypum fleirum að. Lýðheilsa er okkur mjög mikilvæg og við viljum m.a. koma á samstarfi við íþróttahreyfinguna um stofnum öld- ungadeilda til að efla virkni eldri borg- ara. Þá munum tryggja áframhaldandi uppbyggingu á Nesvöllum en skóflu- stunga var tekin nýverið að nýju 60 rýma hjúkrunarheimili sem rís þar á næstu árum. Ef við náum að virkja þennan stóra hóp í samfélaginu okkar og efla lífsgæði þeirra og vellíðan þá stuðlum við að betra samfélagi fyrir alla. Höfum hlutina í lagi! Heilbrigðisþjónustan – við höfum fengið nóg! Margrét Þórarinsdóttir, 1. sæti. Gunnar Felix Rúnarsson, 2. sæti. Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, 3. sæti. Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosn- ingaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnun- inni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heil- brigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að full- fjármagna og samþykkja nýja heilsu- gæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt hús- næði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki til- fellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgar- innar. Framkvæmdastjórn HSS svar- aði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómál- efnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmda- stjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöll- unar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir um- fjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofn- unarinnar heldur eru þetta reynslu- sögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjón- ustu þangað. Það þarf að fjölga starfs- fólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæj- arfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einka- rekinna stofnana. Hvar hafa stjórnun- arhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höf- uðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórn- endastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Land- spítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti . V ið höfum fengið nóg ! Umbætur í rekstri HSS eru forgangs- mál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Laugardaginn 14. maí Sveitarstjórnar kosningar 2022 Kjörskrá í Reykjanesbæ, vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara þann 14. maí 2022, liggur frammi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert á kjörskrá þá má einnig fletta upp í kjörskrárstofni á vefnum kosning.is Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Kosið er í fjölbrautaskóla Suðurnesja. Athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00 Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í stofu 221. Síminn hjá yfirkjörstjórn er 420 4515. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.