Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 25
Heiti hlaðvarpsins, Góðan daginn Grind- víkingur, eru sótt í kvæði eftir Örn Arn- arson en í fyrsta þætti hlaðvarpsins segir Aðalgeir Jóhannsson (Alli á Eyri) m.a. frá sögu kvæðisins. Góðan daginn Grindvíkingur – Nýtt hlaðvarp Grindavíkurbæjar Fyrstu þættirnir af Góðan daginn Grindvíkingur, nýju hlaðvarpi Grindavíkurbæjar, eru komnir í loftið. Hlaðvörp, fyrir þá sem ekki þekkja til, eru spennandi leið til þess að miðla upplýsingum um þjónustu sveitarfélagsins og þau verkefni sem unnið er að. Þá gefst tækifæri með hlaðvarpinu til að kynnast áhuga- verðu fólki og heyra sögur þeirra sem auðga samfélagið okkar. Hlaðvarpið er tekið upp í Studio°240, sem staðsett er í félags- miðstöðinni Þrumunni og sett var upp að frumkvæði ungmennaráðs Grindavíkurbæjar. Ungmennaráð hefur einmitt umsjón með fimm af sex fyrstu þáttum hlaðvarpsins þar sem rætt er við oddvita þeirra framboða sem bjóða fram í sveita- stjórnarkosningum í Grindavík þann 14. maí næstkomandi. Úr hljóðveri Studio°240. Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn Ungmennaráð fundaði með bæjar- stjórn Grindavíkurbæjar í síðustu viku. Á fundinum fóru fulltrúar ungmennaráðs, þau Friðrik Þór Sigurðsson, formaður, Una Rós Unn- arsdóttir og Vignir Berg Pálsson yfir starf ráðsins í vetur. Í kjölfarið fóru fram umræður um stöðu ungs fólks í Grindavík, m.a. um stöðu ungmenn- aráðs, félagsmiðstöðina Þrumuna, ungmennahús, ungmennagarðinn og íþróttasvæðið. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar. Auk bæjarfulltrúa og fulltrúa í ungmennaráði sátu fundinn þau Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðu- maður Þrumunnar, Melkorka Ýr Magnúsdóttir, umsjónarmaður ung- mennaráðs í vetur, og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Hlutverk ungmennaráðs er að vera bæjarstjórn ráðgefandi um mál- efni er tengjast ungu fólki á aldrinum þrettán til átján ára í sveitarfélaginu. Ungmennaráð 2021–2022 er þannig skipað: Tómas Breki Bjarnason Emilía Ósk Jóhannesdóttir Jón Breki Einarsson Rakel Vilhjálmsdóttir Una Rós Unnarsdóttir Ólafur Reynir Ómarsson Friðrik Sigurðsson Varamenn: Steinunn Marta Pálsdóttir Patrekur Atlason Vignir Berg Pálsson Ungmennaráð ásamt bæjarstjórn. Mikilvægt að vakta áfram virkni á Reykjanesskaganum Frá því að gosinu við Fagradalsfjall lauk hefur skjálftavirkni á Reykja- nesskaganum verið talsverð og það sem af er þessu ári hafa um 6000 skjálftar mælst. Skjálftavirknin hefur verið bundin við nokkur svæði þar á meðal Reykjanestá, svæði norður af Grindavík, Fagradalsfjall og Kleifar- vatn. Frá þessu er greint á vef Veður- stofu Íslands. Skjálftavirknin á Reykjanes- skaganum síðustu fjóra mánuði er talsvert minni en mældist í upphafi óróatímabils sem hófst á Reykja- nesskaganum um miðjan desember 2019. Á fyrstu fjórum mánuðum þess tímabils mældust um 9600 skjálftar og voru 37 þeirra af stærð 3 og þrír yfir 4 að stærð. Vísbendingar um kvikusöfnun á talsverðu dýpi GPS-mælanetið á Reykjanesskag- anum sem nemur færslur á yfirborði jarðar sýnir víðáttumikið þennslu- merki sem bendir til kvikusöfnunnar á > 16 km dýpi austan við Fagra- dalsfjall. Engar landbreytingar eru merkjanlegar sem gætu bent til þess að kvika sé að nálgast yfirborðið eins og greint var frá í tengslum við jarð- skjálftahrinu við Fagradalsfjall í lok síðasta árs. Nýlegar InSAR gervi- tunglamyndir eru í samræmi við það sem sést á GPS mælum. „Það er talsverð áskorun að greina virknina á Reykjanesskaganum,“ segir Benedikt G. Ólafsson, sérfræð- ingur á sviði jarðskorpuhreyfinga á Veðurstofu Íslands á vef stofnunar- innar. „Á Reykjanesskaganum á sér stað flókin víxlverkun á milli virkni vegna kviku og virkni vegna fleka- móta sem getur gert erfitt um vik að greina á milli hvað er hvað. Skjálfta- hrinur á skaganum hafa oft einkenni hrina sem verða vegna kvikuhreyf- inga þó þær séu það ekki og það gæti átt við í tilfelli hrinunnar á Reykja- nestá þó svo að ekki sé hægt að full- yrða um slíkt. Það eru allavega engar sjáanlegar landbreytingar sem benda til kvikuhreyfinga vestast á nesinu,“ segir Benedikt. Hættumat eykur getuna til að bregðast rétt við atburðum „Það er ljóst að ennþá er tals- verð virkni á öllum Reykjanes- skaganum og í raun ekki hægt að útiloka að virknin geti aukist, en hvar og hvenær er erfitt að segja til um nákvæmlega,“ segir Sara Bar- sotti, fagstjóri eldfjallavár á Veður- stofunni. „Það er þensla í gangi sem bendir til kvikusöfnunar og á meðan að hún er í gangi þurfum við að vera á tánum og vera tilbúin fyrir ákveðnar sviðsmyndir ef til eldgoss kemur. Þar getur verið um að ræða eldgos svipuðu því sem við sáum við Fagradalsfjall þar sem talsverð gas- mengun fylgdi gosinu. Eins þurfum við að búa okkur undir eldgos nálægt ströndinni, jafnvel neðansjávar, en slíku eldgosi gæti fylgt öskufall,“ segir Sara. „Verið er að vinna hættumat og áhættumat fyrir Reykjanesskagann í „Gosvár“ verkefninu þar sem t.d. hefur verið lagt mat á hver áhrif frá öskufalli hafi í byggð og þá til að geta brugðist við slíkum atburði. Í millitíðinni er svæðið vaktað og vís- indamenn fylgjast náið með öllum breytingum sem verða á virkninni,“ segir Sara að lokum. Mælingar hafa sýnt kvikusöfnun á miklu dýpi en engar vísbendingar eru um að kvika sé að nálgast yfirborð. VF-mynd: Hilmar Bragi Vísindaveisla í Grindavík – fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna Vorið er komið og það þýðir Háskó- lest Háskóla Íslands rúllar af stað um landið og verður stödd í Grindavík dagana 12.–14. maí með fjölbreytta dagskrá í boði. Haldnar verða kenn- arasmiðjur og námskeið fyrir grunn- skólanemendur en dagskránni lýkur svo með sannkallaðri vísindaveislu fyrir allt samfélagið í Kviku, auð- linda- og menningarhúsi Grinda- víkur, laugardaginn 14. maí frá kl.12 til 16. Þar býðst fjölskyldumeðlimum á öllum aldri að kynnast undrum vís- indanna með gangvirkum og lifandi hætti í gegnum fjölbreytt tæki, tól og smiðjur. Verið hjartanlega velkomin – enginn aðgangseyrir! Megináherslan í starfi Háskóla- lestarinnar er á að kynna vísindi á lifandi og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki, styðja við starf grunnskólanna og efla tengsl við landsmenn á öllum aldri. Í áhöfn lestarinnar eru kenn- arar og nemendur við Háskóla Ís- lands, sem flestir hverjir eru líka leiðbeinendur í Vísindasmiðju HÍ og Háskóla unga fólksins. Föstudaginn 13. maí mun nem- endum í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Grindavíkur bjóðast námskeið um flestallt milli himins og jarðar, þar sem fjallað verður um eldfjöll, töfra ljóss og lita, orkuskipti, vindmyllur, efnafræði, forritun með skynjurum og föndri, sjúkraþjálfun, dulkóðun og japanskir menningarheimar skoð- aðir. Auk námskeiðanna fyrir unga fólkið verður sú nýjung í Háskóla- lestinni að þessu sinni að sér- stakar kennarasmiðjur verða í boði fimmtudaginn 13. maí fyrir alla kennara á Suðurnesjum. Vís- indasmiðja Háskóla Íslands hefur undanfarin ár boðið kennurum í fjölbreyttar smiðjur, með áherslu á verklega fræðslu og tilraunir. Mikil eftirspurn hefur verið eftir endur- menntun af þessu tagi og nú verða valdar smiðjur í boði fyrir kennara á landsbyggðinni. Stefnt er á að gera þessa þjónustu að föstum lið í Há- skólalestinni. Háskólalestin hefur heimsótt hátt á fjórða tug áfangastaða um allt land og fengið einstaklega hlýjar mót- tökur hvert sem komið er. Það er því alltaf mikið tilhlökkunarefni að hefja ferðina ár hvert með fjölbreytta fræðslu í en allt starf lestarinnar er skipulagt í nánu samstarfi við sveit- arfélög og skóla hvers áfangastaðar. Það má því með sanni segja að tilhlökkun sé í lofti fyrir fjölbreyttri fræðslu Háskólalestarinnar í frá- bærum félagsskap ungu kynslóðar- innar. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.