Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 26
Tómstundir í Suðurnesjabæ eru ekki aukaatriði Sigfríður Ólafsdóttir, skipar 4. sæti á framboðslista Framsóknar í Suðurnesjabæ. Við verðum að tryggja börnum í Suðurnesjabæ auknar tómstundir og íþróttastarf. Börn hefja iðkun tóm- stunda fyrst og fremst vegna áhuga og félagsskapar. Við verðum að gefa þeim tækifæri til að fá útrás fyrir orku, tján- ingu og hæfileika. Við viljum auka tóm- stundir og íþróttastarf, dans, rafíþróttir og virkja körfuboltann svo eitthvað sé nefnt. Við viljum að það verði eitt tóm- stundagjald á barn og með því aukum við forvarnir hjá börnunum okkar. Það er vond staða að bjóða iðk- endum og foreldrum upp á að þurfa að fara á milli bæjarfélaga til að sækja tómstund er hentar hverju og einu barni. Aðstæður og staða foreldra eru mismunandi og því leggjum við til að komið verði á tómstundarútu til að koma til móts við þarfir barnanna er þurfa að fara á milli Garðs og Sand- gerðis. Atvinna og tómstund eiga ekki að rekast á heldur eigum við að létta undir með foreldrum og forráða- mönnum barna. Við viljum skipuleggja tómstunda- og íþróttastarf á þann hátt að börnin kynnist sem flestum greinum, en þurfi ekki að velja eina grein þar sem stuðn- ingur sveitarfélagsins er ekki nægur. Börn eru líklegri til að finna sín áhugasvið og styrkleika ef þau vita hvort áhugi þeirra og styrkleiki liggi þar. Það er mikilvægt að við gerum hlutina á forsendum barnanna ekki duttlungum stjórnmálanna. Við verðum að hugsa fyrst og fremst um velferð barna, þroska og möguleika þeirra. Einnig hefur íþrótta- og tóm- stundastarf styrkt sjálfsmynd barna. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta drauma sína. Ábyrg fjármála- stjórn Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og skipar 1. sæti á D-lista. Það hefur alltaf verið grunnur í starfi mínu í sveitarstjórn að ábyrg fjármála- stjórn sé höfð að leiðarljósi, þetta er grunnur framtíðar hvers sveitarfélags. Ef þessi grunnhugsun er ekki til staðar getur illa farið, það er nefnilega auð- veldara að eyða en greiða. Við á D-lista munum sem fyrr fylgja því að gæta aðhalds í rekstri og fjár- festingum en um leið munum við halda áfram að byggja upp bæinn og þjón- ustuna fyrir íbúana. Við erum að hefja byggingu nýs leikskóla í Sandgerði þar sem byggður verður sex deilda leik- skóli en fjórar deildir verða teknar í notkun strax og tvær síðar. Í lok næsta kjörtímabils munum við þurfa að hefja byggingu á nýjum leikskóla í Garði en gert er ráð fyrir honum í nýju skipulagi. Við höfum verið að stækka Gerðaskóla og er sú viðbygging tekin í notkun í nokkrum skrefum. Á komandi kjörtímabili munum við þurfa að huga að stækkun á Sandgerðisskóla og von- andi getum við byggt hann upp á svip- aðan máta, stækkað og tekið í notkun í skrefum. Við munum nálgast byggingu fjöl- nota íþróttahúss á sama hátt, við byggjum gervigrasvöll, en gerum ráð fyrir í hönnun hans að hægt sé að byggja yfir hann síðar. Margir spyrja hvers vegna þessi leið sé farin í stað þess að byggja fjölnota hús strax. Svarið við þeirri spurningu er einfalt, við höfum bara ekki efni á því eins og staðan er í dag og tekið er tillit til þeirra framkvæmda sem framundan eru og þeirra fjármálareglna sem sveitarfélag þarf að uppfylla. Það er jú þannig að við getum ekki eytt um efni fram, það kemur alltaf í bakið á okkur ef við gerum það. Kæri kjósandi, ef þú ert sammála okkur á D-listanum og vilt áfram ábyrga fjármálastjórn sem grunn að framtíð sveitarfélagsins þá biðjum við þig um stuðning á laugardaginn. Setjum X við D Framtíðarsýn Bæjarlistans í Suðurnesjabæ Á Bæjarlistanum situr fjölbreyttur hópur fólks sem hefur hugsjón fyrir Suðurnesjabæ. Frambjóðendur list- ans eru á öllum aldri og hafa margvís- lega reynslu úr námi, atvinnulífinu og stjórnmálum. Allir eiga það þó sam- eiginlegt að hafa brennandi áhuga á að byggja upp gott samfélag í fallegum bæ. Við á Bæjarlistanum viljum fyrst og fremst að íbúum líði vel í sveitar- félaginu og finni að það er gott að búa í Suðurnesjabæ. Það er mikilvægt að þjónusta sé góð við alla íbúa en þó viljum við leggja sérstaklega áherslu á að skólarnir okkar geti sinnt öllum sínum nemendum vel og að eldri borg- arar og fólk með fötlun fái framúrskar- andi þjónustu. Okkur langar til að fegra bæinn okkar, þannig að alls staðar þar sem komið er inn í hverfi bæjarins blasi við snyrtilegt umhverfi sem býður fólk vel- komið. Þar séu skjólgóðir áningarstaðir þar sem fólk getur sest niður og notið útiveru og góðir göngu og hjólastígar á milli staða. Halda þarf áfram með öfluga uppbyggingu íþróttaaðstöðu. Íbúar þurfa að finna og sjá að við erum heilsueflandi samfélag, enda hefur sú stefna snertiflöt við alla málaflokka. Við viljum að atvinnulíf blómstri í Suðurnesjabæ og að vel sé tekið á móti nýjum fyrirtækjum. Jafnframt eiga þau fyrirtæki sem þegar eru í bæjarfélaginu að finna fyrir stuðningi og samvinnu við bæjarstjórn í markaðssetningu. Uppbygging atvinnutækifæra er eitt af mikilvægustu verkefnum samfélags svo að það nái að vaxa og dafna. Mikil áhersla verður lögð á fag- mennsku í stjórnsýslu og fjármálum og teljum við að sinna þurfi mann- auðsmálum af festu og mannúð. Til að stofnanir sem vinnustaðir nái að sinna sínum verkefnum á sem bestan máta þarf að halda vel utan um starfs- mannahópinn. Hjá bæjarfélaginu starfar öflugur hópur fólks sem sinnir daglegum störfum af alúð og dugn- aði og verðum við að leggja mikinn metnað í að halda í þennan góða hóp og sinna honum vel. Framtíðarsýn okkar byggist á þeirri trú að Suðurnesjabær muni blómstra og vera lifandi, lýðræðislegt samfélag með góðri þjónustu, fallegu umhverfi og nægri atvinnu. Til þess þurfum við öll að taka höndum saman, íbúar, starfsfólk og bæjarstjórn. Setjum X við O í Suðurnesjabæ á laugardag. Framtíð Suðurnesjabæjar er björt Suðurnesin eru skilgreind sem vaxt- arsvæði af ríkinu og uppbygging í kringum alþjóðaflugvöllinn ásamt framtíðarsýn ISAVIA í þeim efnum gefur tilefni til mikillar bjartsýni hvað varðar atvinnumöguleika til langrar framtíðar. Sveitarfélagið þarf að bregðast hratt og örugglega við til að anna eftirspurn eftir íbúðalóðum og lóðum undir at- vinnustarfsemi. Ganga þarf óhikað í þá vinnu til að uppbygging verði í takt við þá gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur á fasteignamarkaði. Ásamt þessu þurfa stjórnendur sveitarfélagsins að vera tilbúnir að taka djarfar ákvarðanir þegar kemur að stærri framkvæmdum innan sveit- arfélagsins til næstu ára. Aðstöðu til íþróttaiðkunar yfir vetrartímann verður að bæta strax á næsta ári, við getum ekki beðið lengur. Sveitarfélagið telst á þessari stundu ekki samkeppn- ishæft sem vænlegur búsetukostur þegar kemur að foreldrum með börn í íþróttum. Þessu þarf að breyta. S-listi Samfylkingar og óháðra vill að Suðurnesjabær byggist upp sem sveitarfélag sem hefur upp á flest allt það að bjóða sem íbúar sækjast eftir. Ákvörðunum um framkvæmdir þarf að fylgja eftir af festu og áræðni. Frambjóðendur okkar eru tilbúnir í þá vinnu. Setjum X við S á kjördag. Jarðfræði/náttúrufræðigreinar (100% afleysing) Íslenska/íslenska sem annað tungumál (100% afleysing) Danska (75% afleysing) Enska (100%) Sjúkraliðagreinar (50%) Sérkennari (100%) Nánari upplýsingar má sjá á starfatorg.is og umsóknum skal skilað gegnum þann vef. Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar að ráða framhaldsskólakennara í eftirtaldar stöður: Góðar gjafir frá fimm- tugum Kiwanisklúbbi Dagdvöl aldraðra í Garði og félags- starf aldraðra í Auðarstofu í Garði bárust góðar gjafir á dögunum frá félögum í Kiwanisklúbbnum Hofi í Garði. Dagdvölin fékk þrekhjól til af- nota og eignar. Hjólið er sérstaklega ætlað fyrir eldri borgara. Við sama tækifæri fékk félagsstarf aldraðra í Auðarstofu afhentar tvær spjaldtölvur ásamt lyklaborðum og hlífðarhulstrum fyrir tölvurnar. Kiwanisklúbburinn Hof er 50 ára á þessu ári en klúbburinn var stofnaður í Garði árið 1972 og hefur starfað óslitið síðan. Helsta fjáröflun klúbbsins í öll þessi ár hefur verið flugeldasala en undanfarin ár hefur hún verið í góðu samstarfi við Björg- unarsveitina Ægi í Garði. Það voru þær Tinna Torfadóttir frá dagvöld aldraðra og Vilma Úlf- arsdóttir, forstöðukona félagsstarfs aldraðra í Auðarstofu í Garði og Mið- húsum í Sandgerði, sem veittu gjöf- unum viðtöku. Fulltrúar Kiwanis við athöfnina voru þeir Guðmundur Th. Ólafsson, Magnús Eyjólfsson, Gísli Kjartansson og Jón Hjálmarsson. Frá afhendingu gjafanna frá Kiwanisklúbbnum Hofi. F.v.: Jón Hjálmarsson, Gísli Kjartansson, Vilma Úlfarsdóttir, Guðmundur Th. Ólafsson, Tinna Torfadóttir og Magnús Eyjólfsson. VF-myndir: Hilmar Bragi Guðmundur Th. Ólafsson á þrekhjólinu í dagdvölinni ásamt þeim Jóni, Magnúsi, Tinnu og Gísla. Vilma frá félagsstarfi aldraðra í Suðurnesjabæ og Guðmundur Th. Ólafsson, forseti Hofs, með gjafabréf fyrir spjaldtölvum og tengdum búnaði. 26 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.