Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 24
Hvað með félagsstarf yngri borgara? Siggeir F. Ævarsson, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra í Grindavík. Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur félagsstarf eldri borgara fengið tölu- verða athygli hér í Grindavík, og fagna ég því. Með hækkandi lífaldri þjóðar- innar stækkar þessi þjóðfélagshópur hratt og Grindavíkurbær sem sveitar- félag þarf að sinna honum af ábyrgð og röggsemi. Öldrunarþjónusta er lög- boðin þjónusta sveitarfélaga og þar hefur núverandi meirihluti hreinlega dregið lappirnar síðustu ár. En nú sér loks til lands í því stóra verkefni sem er félagsaðstaða eldri borgara. Samfylkingin og óháðir munu leggja áherslu á að koma því verkefni á skrið enda verða þá slegnar tvær flugur í einu höggi með því að byggja um leið fullkomið og nútímalegt húsnæði fyrir heilsugæslu í sama húsi. Heilbrigðis- þjónusta er eitt af þeim verkefnum sem er ekki á ábyrgð sveitarfélagsins, en mælist þó alltaf afar neðarlega í ánægjukönnun íbúa. Með því að skaffa HSS fullkomna aðstöðu fyrir heilsu- gæslu getur Grindavíkurbær lagt sitt lóð á vogarskálarnar í að efla þessa þjónustu í heimabyggð. Ef heilsugæslan flytur af Víkur- braut 62 losnar þar umtalsvert pláss, og vill svo til að það eru fleiri en eldri borgarar í Grindavík sem þyrstir í meira pláss og húsnæði. Má segja að með þessum flutningum fari ákveð- inn húsnæðiskapall af stað sem væri áhugavert að sjá hvernig gengur upp. Félags- og skólaþjónustan okkar er t.d. á algjörum hrakhólum. Þá hefur einnig verið kallað eftir meira rými fyrir Þrumuna og að komið verði upp ung- mennahúsi fyrir félagsstarf 16-25 ára. Félagsstarf 16-25 ára ungmenna verður gjarnan afgangsstærð í umræð- unni, þá sérstaklega yngsta aldursbilið, sem lendir einhvern veginn á milli. Per- sónulega langar mig að vinna í þessum málum í góðu samtali við þennan hóp og eiga samtal Ungmennaráð og Þrum- una. Mig langar líka að efla Þrumuna. Þar er unnið ómetanlegt forvarnarstarf af öflugum hópi og við þurfum að fjölga stöðugildum þar. Ég held að flestir geri sér ekki grein fyrir því hversu öflugt starfsfólk Þrumunnar er, og hversu mikið starf þau vinna miðað við hversu fá stöðugildin þar eru. Mín framtíðarsýn er sú að í Grinda- vík rísi öflugt ungmennahús. Hvar nákvæmlega væri gott að ákveða í samráði við þá sem nota það. Hug- myndir sem nefndar hafa verið eru t.d. á reitnum þar sem gömlu smíða- og myndmenntastofurnar eru núna eða nálægt íþróttahúsinu. Þriðja hæðin á Víkurbraut 62 gæti líka komið til greina. Í ungmennahúsi gætum við líka komið upp öflugri aðstöðu fyrir rafíþróttadeild UMFG. Möguleikarnir eru margir og tæki- færin eru klárlega til staðar. Það er okkar sem skipum næstu bæjarstjórn að nýta þessi tækifæri. Vonandi fáum við í Samfylkingunni og óháðum ykkar stuðning til að láta þessar hugmyndir verða að veruleika. Gerum betur fyrir ungmenni í Grinda- víkurbæ Jón Fannar hefur setið í ungmennaráði Grindavíkur- bæjar og skipar í dag 12. sæti á lista Raddar unga fólksins. Nú er ég að klára annað árið mitt í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Bæði árin hafa mikið einkennst af Covid-19 en heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif m.a. á framhaldsskólanema. Þessi tími var ekki sá skemmtileg- asti en mér finnst ég sjálfur hafa verið heppinn með margt. Ég er með gott bakland og var mikið með fjölskyld- unni að spila og var samveran meiri en vanalega. Félagslífið var lítið sem ekk- ert en ég gat alltaf spilað körfubolta. Ég hef æft körfubolta í tólf ár og ég fann hvað hann var stór partur af mér og gaf mér mikið þegar reyndi á. Ég náði líka að sinna náminu mínu vel í gegnum fjarnám og átti oft auðveldara með að einbeita mér þegar ég var einn heldur en inni í kennslustundum. Ég var heppinn og ég geri mér grein fyrir því. Á tímum Covid-19 hefur van- líðan ungmenna og brottfall úr skóla aukist. Það er ekki hægt að líta fram- hjá þessum vandamálum. Grindavíkur- bær þarf að gera betur fyrir ungmenni á aldrinum sextán til tuttugu ára. Frí- stundastarf ungmenna er ekki lög- bundin og því þurfum við að standa vörð um það. Í dag er Þruman með vel menntað og metnaðarfullt starfsfólk. Við þurfum að nýta tækifærið á meðan það gefst! Við í Rödd unga fólksins viljum sjá aukið fjármagn til Þrum- unnar. Það þarf að mynda framtíðar- stefnu í frístundastarfi fyrir alla ald- urshópa og halda áfram uppbyggingu á ungmennahúsi hjá Grindavíkurbæ. Getum þetta saman – Grindavík Hjálmar Hallgrímsson, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, Eva Lind Matthíasdóttir og Sæmundur Halldórsson, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Grindavík. Þann 14. maí næstkomandi munu kjós- endur velja sér fulltrúa í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar til næstu fjögurra ára. Ljóst er að fimm framboð verða í sveitarfélaginu og er ánægjulegt að sjá hversu margir hafa áhuga á mál- efnum bæjarfélagsins. Fjölbreytnin er töluverð og gefur það íbúum Grinda- víkurbæjar all nokkra valmöguleika til að velja þá einstaklinga sem þeir treysta best að stýra sveitarfélaginu næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokk- urinn í Grindavík býður fram lista með öflugum einstaklingum sem hafa meðal annars reynslu af sveitarstjórn- armálum og stjórnun sveitarfélagins. Listinn er mjög fjölbreyttur og teljum við hafa tekist vel til vals á frambjóð- endum sem koma mismunandi sjónar- miðum að málefnum, hvort sem litið er til aldurs, kynja, starfa eða reynslu. Frambjóðendur sjálfstæðisflokksins vinna sem ein heild og hafa sett stefnu í að byggja upp sterka innviði, auka þjónustu við íbúa, skapa ákjósanlegt rekstrarumhverfi til fyrirtækjareksturs, horfa til frambúðar í stefnumótun og síðast en ekki síst að rekstur að sveit- arfélagsins standi undir þjónustunni sem því ber að veita. Eftirfylgni og stöðugleiki Fyrir seinasta kjörtímabil setti sjálf- stæðisflokkurinn í Grindavík fram metnaðarfulla stefnu og er fagnaðar- efni að segja frá því að mjög vel hefur tekist til að fylgja henni eftir. Mikill vandi var hjá barnafjölskyldum hvað varðar aðgang að daggæslu eða leik- skólaplássum. Á stefnuskránni okkar var meðal annars að opna daggæslu á Gerðavöllum og hefja vinnu við nýjan leikskóla. Daggæslan á Gerðavöllum varð að veruleika snemma kjörtíma- bilsins, ásamt því að bætt var deild hjá leikskólanum Króki sem leysti brýnan vanda hjá mörgum barnafjölskyldum. Birgitta H. Ramsay Káradóttir, bæj- arfulltrúi sat í byggingarnefnd fyrir leikskóla og hefur nýr leikskóli verið hannaður og er tilbúinn í útboð sem er áætlað á árinu. Markmiðið sjálfstæð- isflokksins í Grindavík er að veita ör- yggi og þjónustu strax að loknu fæð- ingarorlofi á ábyrgan hátt. Teljum við það ákjósanlegast í höndum fagaðila í leikskólum bæjarins, þar sem grunnur að menntun barna er lagður á fyrsta skólastiginu. Því er ánægjulegt að leik- skóli í Hlíðarhverfi sé að verða að veru- leika. Atvinnu og ferðamál urðu fyrir barðinu á miklum hæðum og lægðum á kjörtímabilinu. Á stefnuskrá okkar í sjálfstæðisflokknum settum við það markmið að ráða ferðamálafulltrúa og að skapa kjöraðstæður fyrir fyrirtæki í bæjarfélaginu. Upplýsinga- og ferða- málafulltrúi var ráðinn til starfa og varð fljótt mikilvæg stoð í miðlun upp- lýsinga í kringum stórvæginleg málefni sem upp komu, jarðhræringar sem end- uðu á eldgosi og heimsfaraldur. Auð- vitað höfðu þessi fyrirbæri líka víðtæk áhrif á aðra starfsemi hér í Grindavík en teljum við að fyrirtæki og stofnanir hafa staðið sig með eindæmum vel í að vera lausnamiðuð og vinna sem best úr aðstæðum. Hvað varðar málefni eldri borg- ara viljum við lýsa yfir stolti af þeirri hugmynd sem sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík kom með varðandi Félags- heimili eldri borgara. Oddviti sjálf- stæðismanna, Hjálmar Hallgrímsson leiddi vinnuhóp um bygginguna sem mun vonandi efla félagsstarf eldri borgaranna okkar. Eftir vel ígrundaða hönnunarvinnu í samráði við eldri borgara, ásamt skipulagningu á svæð- inu kringum Víðihlíð er niðurstaðan skemmtilegt hverfi og glæsileg bygg- ing sem hýsa mun félagsheimilið. Það verður vissulega fagnaðarerindi þegar félagsheimilið verður tekið í notkun. Enn fremur settum við okkur stefnu í að efla og styðja sérstaklega við eldri borgara, en starfsmenn Miðgarðs stóðu vaktina með mikilli prýði og sveigjan- leika í því mikla óvissuástandi sem ríkti á kjörtímabilinu sem leið. Ánægjan býr í Grindavík Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að íbúar Grindavíkur eru almennt mjög ánægðir með þjónustu og stjórnsýslu í bæjarfélaginu og það er ánægjuefni að sjálfstæðisflokkurinn hafi setið í meirihluta bæjarstjórnar á tímamótum sem þessum. Á stefnuskrá sjálfstæðis- flokksins lögðum við áherslu á að halda áfram jákvæðum rekstri bæjarsjóðs og lágmarka álögur á bæjarbúa. Það hefur tekist vel, og er niðurstaða ársreiknings bæjarfélagsins í takt við stefnu okkar. Endurskipulagning á sundlaugar- svæðinu og frágangur á íþróttasvæð- inu var einnig nefnt á stefnuskrá okkar og er sú skipulagsvinna hafin nú þegar. Við bindum miklar vonir við komandi kjörtímabil að fá tækifæri til að hanna sundlaugarsvæðið og íþróttasvæðið í heild með þarfir stækkandi bæjarfélags í huga. Við viljum hugsa stórt og gera stefnu til lengri tíma, setja nýja sund- laug í forgang og skoða kosti og mögu- leika á fjölnota íþróttahúsi með knatt- spyrnuvellli í fullri stærð. Stefnan er að geta boðið framúrskar- andi aðstæður og fjölbreytt framboð þegar kemur að heilsueflingu ásamt hreyfingu, sem lið í bættri lýðheilsu allra bæjarbúa. Stækkandi bæjarfélag Framtíðin er björt í Grindavík og er fyrirsjáanlegt að bæjarfélagið muni stækka nokkuð á komandi kjörtíma- bili. Því er mjög mikilvægt að halda vel utan um innviði samfélags okkar Grindavíkinga og styðja við starfsemi og þjónustu í takt við fjölgun íbúa. Meðal annars þarf að horfa sérstak- lega til stöðugleika í rekstri, mennta- stofnana, leikskóla jafnt sem grunn- skóla, félagsþjónustu, íþrótta og æsku- lýðsstarfs og afþreyingu til ungra sem aldna. Þannig náum við árangri og áframhaldandi ánægju íbúa. Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík óskar eftir stuðningi Grindvíkinga þann 14. maí til áframhaldandi stöðug- leika og góðra verka. Setjum X við D Málefni barna í forgrunni því þau eru framtíðin Ásrún Helga Kristinsdóttir, oddviti B-lista Framsóknar í Grindavík. Eitt af því mikilvægasta í lífinu eru börnin okkar. Það er hlutverk okkar fullorðna fólksins að tryggja þeim fram- tíðartækifæri, vellíðan og hamingju. Öll börn eiga að njóta jafnra tækifæra, upplifa sig velkomin til þátttöku í tóm- stundastarfi og skóla óháð félagslegum aðstæðum og bakgrunni. Til að skapa barnvænt samfélag er nauðsynlegt að setja börn og fjölskyldur þeirra í for- grunn þjónustulausna og að stuðlað sé að auknu samstarfi meðal stofnanna og kerfa. Ég hef hrifist af vinnu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barna- málaráðherra. Hann hefur lagt mikla áherslu á málefni barna í sínum störfum og leitt sennilega mestu breyt- ingu sem gerð hefur verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Breytingin felur í sér samþættingu um heildstæða þjónustu við börn og hugsuð sem snemmbær stuðningur. Við í Fram- sókn ætlum að styðja við þá þjónustu í þágu farsældar barna samkvæmt nýju farsældarlögunum. Þegar við ræðum um arðsemi fjár- festinga í samfélaginu okkar er áhuga- vert að við horfum yfirleitt á eitthvað efnislegt. Við þurfum að horfa á arð- semi þess að fjárfesta í fólki til lengri tíma. Grindavík er öflugt samfélag þar sem börn geta leitað í margar íþrótta- greinar og tómstundir hafi þau áhuga á því. Það er til fyrirmyndar hversu lág æfingagjöld eru fyrir börn í Grindavík. Á þessu þurfum við að byggja áfram til að mynda með bættri aðstöðu til íþróttaiðkunar, æskulýðs- og félags- starfs. Willum Þór heilbrigðisráðherra nefndi við okkur á dögunum að fram- undan er stórt átaksverkefni í þing- inu sem lýtur að lýðheilsu og geðheil- brigði. Horft verður til samstarfs við sveitar- og ungmennafélög. Áskoranir sem unglingarnir okkar standa frammi fyrir eru aðrar en fyrri kynslóðir stóðu frammi fyrir. Dæmi um slíkar áskoranir eru lítill svefn, hættur netsins, skjáfíkn, orkudrykkir og nikótínpúðar og því er mikilvægt að vinna markvisst í for- vörnum og fræðslu. Ég hlakka til að sjá vinnu með fram- haldið sem verður örugglega til mikilla hagsbóta fyrir börn og ungmenni. Við viljum að Grindavík verði í farar- broddi þegar kemur að velferð barna og ungmenna. Taktu þátt í því með okkur. Kæri íbúi Grindavíkur við óskum eftir þínum stuðningi þann 14. maí og biðjum þig að setja X við B. Nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum Sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 14. maí 2022 Kjörstaður í Grindavík. Kjörfundur fyrir kjósendur í Grindavík er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjördagur sveitarstjórnarkosninga er 14. maí 2022. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur í Grunnskólanum. Talning atkvæða  fer fram á sama stað, að loknum kjörfundi. Kjörstjórn Grindavíkurbæjar. 24 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.