Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 11.05.2022, Blaðsíða 27
Menningarsjóður Suðurnesjabæjar kemur með víta- mínsprautu í menn- ingarlíf bæjarins Fyrstu styrkirnir úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar voru af- hentir við hátíðlega athöfn á Almenningsbókasafni Suðurnesja- bæjar á mánudagskvöld. Að þessu sinni voru afhentir fjórir menn- ingarstyrkir að upphæð samtals 750.000 krónur. Það er ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar sem heldur utan um menningarsjóðinn. Boðið var upp á tónlistaratriði frá tónlistarskólum Suðurnesjabæjar. Wiktoria Nut spilaði á píanó, Kári Sæbjörn Kárason spilaði á gítar og Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir söng tvö lög í lok athafnar við undirleik Geirþrúðar Fanneyjar Bogadóttur. Menningarsjóður Suðurnesja- bæjar byggir stoðir sínar á gjöf frá Litla leikfélaginu sem starfaði í Garði um áratuga skeið en skrifað var undir samkomulag um gjöfina í september 2020. Um er að ræða fjármuni sem Litla leikfélagið átti. Annars vegar í minningarsjóði um Rögnvald Finnbogason, sem var virkur félagi í leikfélaginu en lést langt fyrir aldur fram, hins vegar fjármunir sem félagið átti á banka- reikningi þegar starfsemi þess lognaðist út af. Þegar nýjar reglur um peningaþvætti og félagasamtök tóku gildi fyrir fáeinum misserum var ákveðið að leggja Litla leikfélagið formlega niður og sjóðir þess voru þá lagðir sem stofnframlag í Menn- ingarsjóð Suðurnesjabæjar. Í reglum sjóðsins segir m.a. að hlutverk Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar sé að styrkja menningarstarfsemi í Suðurnesjabæ með fjárframlögum og efla þannig einstaklinga og fé- lagasamtök til virkrar þátttöku. Þá er gert ráð fyrir að sjóðurinn fái framlag úr fjárhagsáætlun á hverju ári en að auki getur sjóðurinn tekið við gjöfum sem ætlaðar eru til að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ, beri svo við. Bragi Einarsson frá Litla leikfélaginu og Bergný Jóna Sævarsdóttir frá Suðurnesjabæ. Hún afhenti Braga blómvönd við upphaf dagskrár sem þakklætisvott fyrir framlag hins aflagða félags til Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar. Fulltrúar styrkhafa ásamt Braga Einarssyni frá Litla leikfélaginu og Rakel Ósk Eckard, formanni ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar. VF-mynd: Hilmar Bragi Rakel Ósk Eckard, formaður ferða-, safna- og menningarráðs, afhenti styrki úr Menningarsjóði Suðurnesjabæjar en að þessu sinni var úthlutað styrkjum fyrir 750.000 kr. Hollvinir Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst fengu úthlutað kr. 250.000 fyrir fjögur verkefni sem unnið er að. Verkefnin sem sótt var um eru: • Ættartré Unu Guðmundsdóttur – sjónrænt og stafrænt. • Skil – Viskuorð Unu í formi spilastokks. • Fræðsla – Gerð námsefnis um Unu Guðmundsdóttur, störf hennar og áhugamál og lífið í Gerðahverfinu á hennar tímum. • Málþing á Unuhátíð en hugmyndin er að hafa þrjú erindi henni tengd á málþinginu. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar fékk úthlutað kr. 250.000 vegna tónleikahalds. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar sótti um í sjóðinn vegna tónleikraða félagsins sem flestir hér hafa orðið varir við og ljóst að félagið hefur lífgað mikið upp á menningartengda viðburði í Suðurnesjabæ. Almenningsbókasafn Suðurnesjabæjar fékk úthlutað kr. 100.000 til að mæta kostnaði við fræðsluerindi sem safnið stendur fyrir. Almenningsbóka- safn Suðurnesjabæjar hefur staðið fyrir ýmissi kvöld- og seinnipartsdagskrá í vor og sumar og áform eru um að halda því áfram. Útskálakirkja fékk úthlutað kr. 150.000 til að standa straum að kærleik- stónleikum með Regínu Ósk og undirleikara. Hugmyndin er að bjóða upp á notalega tónleika með tónlist sem tónlistarmaðurinn velur og hefur kærleik, von og trú að leiðarljósi. Mikil ánægja var með úthlutunina og ljóst er að menningarlíf í Suðurnes- jabæ blómstrar þessa dagana en fyrir viku opnaði Byggðasafnið á Garðskaga aftur eftir endurbætur en þar er m.a. hægt að fræðast um verslunarsögu í Suðurnesjabæ. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Fræðsluráð óskar eftir tilnefningum Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningar- verðlauna fyrir verkefni í skólastarfi sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að baki verkefnunum. Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð verkefni sem hafa nýst skólasamfélaginu og hafa verið unnin á yfirstandandi skólaári. Skila þarf inn tilnefningum fyrir 30. maí nk. Nánari upplýsingar og hlekkur inn á eyðublað fyrir tilnefninguna má finna á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 27

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.