Fréttablaðið - 04.02.2023, Side 21

Fréttablaðið - 04.02.2023, Side 21
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 4. febrúar 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Norsku úlfarnir koma fram á úrslita- keppninni í Noregi í kvöld. elin@frettabladid.is Úrslit í undankeppni Söngvakeppni Evrópu fara fram í Þrándheimi í Noregi í kvöld en keppnin hefur staðið yfir á laugardögum frá 14. janúar. Níu keppendur berjast um að komast til Liverpool þar sem Eurovision fer fram 13. maí. Meðal þeirra sem koma fram eru sigur- vegarar síðasta árs, Subwoolfer, en þeir koma líka fram á lokakvöldi hér heima þann 4. mars. Úlf- arnir ætla að flytja nýtt lag á loka- kvöldinu í Noregi sem þeir munu væntanlega flytja hér á landi. Lagið nefnist Worst Kept Secret. Íslendingar sem hafa aðgang að norrænum sjónvarpsstöðvum geta einnig fylgst með fyrsta Euro- vision-kvöldinu í Svíþjóð en Svíar hefja sína vegferð í kvöld. Bæði Noregur og Svíþjóð leggja mikið upp úr undankeppni og tjalda öllu til, til að gera keppnina sem glæsi- legasta. Úrslit í Danmörku verða 11. febrúar en þar eru átta kepp- endur og aðeins eitt kvöld. Nýtt kosningakerfi Í Noregi í kvöld gilda atkvæði áhorfenda en einnig eru gefin stig frá alþjóðlegri dómnefnd. Atkvæði áhorfenda og stig frá dómnefnd gilda 50 prósent hvor. Fyrst verða birt atkvæði alþjóðlegu dóm- nefndarinnar og síðan atkvæði áhorfenda. Er þetta byggt á sama hátt og í keppninni sjálfri. Sænsku úrslitin verða í Friends Arena-höllinni í Stokkhólmi þann 11. mars. Sama kosningakerfi verður viðhaft þar og í Noregi. n Eurovision hjá frændum vorum Netöryggi skiptir öllu máli Promennt býður upp á nám í netöryggi í fyrsta sinn á Íslandi. Mikil eftirspurn er eftir sér- fræðingum í netöryggi og nauðsynlegt að útskrifa fleiri sérfræðinga á því sviði hérlendis. 2 Nám í netöryggi býður upp á spennandi starfsmögueika. Aðalkennarar námsins eru Guðmundur Pétur Pálsson og Sveinbjörn Þormar. Fréttablaðið/ernir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.