Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2023, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 04.02.2023, Qupperneq 48
MERKISATBURÐIR | Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sólrún Guðmundsdóttir Galtalind 12, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 2. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðfinnur Magnússon Guðm. Heiðar Guðfinnsson Enikő Bali Guðrún Jóna Guðfinnsdóttir Helgi R. Magnússon Magnús Grétar Guðfinnsson Júlía Hrönn Möller Harpa Björg Guðfinnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Götumyndir á kortavef Já.is verða uppfærðar á þriðjudaginn og segir talsmaður fyrirtækisins suma landsmenn hafa beðið upp- færslunnar í ofvæni. arnartomas@frettabladid.is Kortavefur Já.is er vinsæll hjá Íslend- ingum sem eru, rétt eins og aðrar þjóðir, misratvísir. Vefurinn býður einnig upp á 360 gráðu götumyndir þar sem hægt er að gera sér grein fyrir aðstæðum, en dágóður tími hefur liðið síðan mynd- irnar voru síðast uppfærðar. Það breytist hins vegar í byrjun næstu viku. „Á þriðjudagsmorgun ættu allar myndirnar að vera uppfærðar og komnar inn á vefinn hjá okkur,“ segir Helgi Reynir Guðmundsson, sölustjóri hjá Já.is og bætir við að götumyndirnar séu mikið notaðar af landsmönnum. „Ég myndi segja alveg gríðarlega mikið. Eftir að við settum þetta í loftið þá eru þetta sirka 130 þúsund manns sem nota kortin í heild sinni á mánuði, eða um 60 þús- und manns sem smella á götumyndina í 360 gráðum.“ Kúlumyndirnar svokölluðu eru um 629 þúsund á vefnum í dag en með upp- færslunni verða þær yfir 700 þúsund. Verkefnið er umfangsmikið og fer þann- ig fram að bíll keyrir um landið með áfasta 360 gráðu myndavél á þakinu. Öll myndagögnin eru með GPS-hnitum sem eru tengd kortavefnum. „Þetta er einn aðili sem tók rúntinn og það fór meira og minna allt sumarið í þetta,“ segir Helgi Reynir. „Við vorum í samstarfi við Toyota sem lánaði okkur bíl. Bílstjórinn tók þetta svo í skömmt- um því við erum að stíla inn á daga þegar veðrið er gott.“ Þar á eftir þarf tæknideild Já.is að þræða myndirnar og afmá persónuupp- lýsingar á borð við bílnúmer og andlit. „Það er heljarmikil vinna sem fylgir þessu.“ Hvar er Valli? „Hingað til höfum við gert þetta annað hvert ár en það datt eitt út vegna Covid svo það eru orðin fjögur ár síðan við uppfærðum síðast,“ segir Helgi Reynir. „Það var alveg kominn tími á nýjar myndir enda fullt af götum sem voru ekki til þegar við tókum síðast. Þörfin er þannig brýn.“ Samfélagið fylgist greinilega líka mikið með myndunum. „Það er oft haft samband við okkur með spurningar um hvenær við komum næst að taka myndir,“ útskýrir Helgi Reynir. „Fólk vill oft að það sjáist þegar það hefur málað eða gert upp húsin sín. Núna getur það fólk tekið gleði sína á ný.“ Á vefnum er til samfélag fólks sem þræðir sambærilegar kúlumyndir frá Google Street View til að finna athyglis- verða hluti sem kunna að leynast þar. Hefur eitthvað áhugavert fundist á kúlumyndunum hjá Já? „Já, þegar við gerðum þetta fyrst þá var einn sem vissi að við værum að koma svo að hann kom sér fyrir, uppklæddur eins og Valli úr Hvar er Valli? bókunum,“ svarar Helgi Reynir og hlær. „Það var mjög gott grín.“ Kúlumyndirnar eru einnig grunnur- inn að Flakk-leiknum svokallaða þar sem leikmenn lenda á fimm stöðum á landinu og þurfa að giska hvar myndin er tekin. Frá því að leikurinn fór í loftið hafa tæplega 200.000 leikir verið spilaðir og eru aðdáendur orðnir spenntir að fá að flakka um nýjar myndir. n Götumyndir í allar áttir Er hægt að ráða inn hæfari einstakling en mann með 360 gráður? MYND/AÐSEND Það er heljarmikil vinna sem fylgir þessu. Helgi Reynir Guðmundsson, sölustjóri hjá Já.is 1902 Bandaríski flugmaðurinn Charles Lindbergh fæddist á þessum degi. Árið 1927 varð hann fyrstur til þess að fljúga einn síns liðs yfir Atlantshafið þegar hann flaug frá New York til Parísar. 1975 Ástralska tónlistar- og leikkonan Natalie Imbruglia fæddist á þessum degi og er því 48 ára í dag. 1976 Vetrarólympíuleikar hefjast í Innsbruck í Austurríki. 1984 Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur er frumsýnd. Áætlað er að um 70 þúsund manns hafi séð myndina í íslenskum kvikmyndahúsum. 2007 Þjóðverjar verða heimsmeistarar í handknattleik karla eftir sigur á Pólverjum í úrslitaleik. 22 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ásta Jóhannesdóttir, Nesvegi 41, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 30. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 15. Adolf Bjarnason Gunnar Þór Adolfsson Irina Prokhorova Margrét Adolfsdóttir Bjarni Adolfsson Halla Dóra Halldórsdóttir Bjarni Þór, Adolf Smári, Daníel Þórarinn Eva Sóley, Brynja og Birta Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, Ólafur Bjarni Sigurðsson Bláhömrum 2, Reykjavík, lést á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, mánudaginn 23. janúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bjarni Þór Ólafsson Elva Björk Ævarsdóttir Guðrún Ýr Bjarnadóttir Daníel Capaul Þórey Petra Bjarnadóttir Dagmar Sara Bjarnadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.