Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 5

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 5
John E. Hutton segir í bókinni Trout and, Salmon Fishing, að veiðimenn gætu verið ánægðir, ef 2% — aðeins einn af liundraði — næði hrygningaraldri og kæmi aftur upp í árnar. Ég er hræddur um að við, íslenzkir veiðimenn, fáum ekki að njóta þeirrar gleði fyrst um sinn, nerna meiri áhugi vakni fyrir klakmálun- um heldur en hingað til hefur orðið vart. En táki stangaveiðifélögin og áreigendur höndum saman, er hægt að vinna stór- virki á stuttum tíma. Það liafa dæmin sýnt og sannað í öðrum löndum, t. d. Noregi og Englandi. Hér á íslandi virðist sú skoðun almenn, að hagsmunir stangaveiðimanna og neta- eiganda séu lítt samrýmanlegir, og þess vegna hljóti alltaf að verða „kalt stríð'* þeirra í milli. Það skal játað, að við lítum netaveiðina óhýru auga og sjáum stundum eftir stóru löxunum, sem lenda í netunum. Netamönnunum liggur vat'a- laust sumum í léttu rúrni, hver lilutur okkar verður, ef þeir veiða sjálfir vel. — Þetta eru mannleg hagsmuna-sjónarmið, sem ráða afstöðu okkar til náungans á alltof mörgum sviðum, en þurfa að víkja fyrir gagnkvæmum skilningi og skynsam- legu samstarfi í leit okkar að gleði og gæðum lífsins. Hitt ætti svo öllum að \era augljóst, að netaveiðin er fiskistofn- inum miklu hættulegri en stangaveiðin, og þessvegna er ennþá gildari ástæða til þess, að bæta ánum það tjón, sem netin orsaka, heldur en sportveiðin. Það er því ekki sanngjarnt að stangaveiðifélögin kosti ein klakið þar sem svo hagar til, að mikill liluti fiskigöngunnar er veiddur í net, áður en hann kemst upp í árnar, sem klakið er sett í. Það væri því vel hægt að hugsa sér samvinnu í þessu efni, og sízt ætti að standa á netamönnunum að styðja að henni. Það er þeirra Iiagur, ekki síður en okkar, að auka stofninn í stað þess að skerða hann. Því stærri göngur, þess meiri veiði í netin og um leið meiri stangaveiði, því að þá kemst einnig meira framhjá netunum, til þess að falla fyrir flugum veiðimannanna, og samt verður meira eftir til þess að hrygna og halda hringrásinni áfram. Þetta er svo einfallt mál, að undrun sætir, að þessir aðilar skuli ekki fyrir löngu hafa tekið höndum saman um byggingu klakstöðva og dreif- ingu á klaki í sem flestar veiðiár landsins. Styrkir til allskonar íþróttastarfsemi eru nú orðnir fastir liðir á fjárhagsáætl- unum margra bæjar- og sveitarfélaga, og ríkið leggur þeim málum einnig lofs- verðan stuðning. Enda þótt stangaveiðin sé einhver hollasta og bezta íþróttin, sem menn stunda, dettur okkur ekki í hug að fara fram á styrki til þess að geta iðkað hana! En við teljum það sanngjarna ósk, að ríkisvaldið leggi klakmálunum lið, meira en hingað til hefur verið gert. Það þykir ef til vill nokkuð djúpt tekið í ár- inni, að það sé þjóðfélagslegur ávinning- ur, að sem flestir geti stundað stangaveiði, e.n mörg rök mætti færa þeirri fullyrð- ingu til stuðnings. íþrótt, sem eykur and- legan og líkamlegan þrótt manna, opnar þeim heima friðar og fegurðar, stuðlar að vináttu og samhug og léttir lífsbarátt una með hollurn og hugljúfum áhrifum, hlýtur að vinna þjóðfélaginu gagn. Veiðimaðurinn er málgagn þeirra, sem þetta hafa reynt og því trúa. Hann vill berjast fyrir bættum veiðiskilyrðum og býður öllum, sem að því vilja stuðla, Gleðileg jól! Ritstj. Vkiðimadurinn 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.