Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Síða 11
yeiða þessa einu bleikju hans Einars á
þessum stað og átti ekki heimtingu á
meira, hún sinnti beitunni ekki frekar,
þótt ég byði henni hana enn nokkrum
sinnum. Hélt ég svo niður með bakkan-
um og kastaði sífellt fast upp að honum.
Er ég liafði farið meðfram um þriðj-
ungi bakkans, er tekið í færið af miklu
afli. Eg tek á móti, stöngin svignar, það
suðar í hjólinu, og hann er fastur. Hann
stekkur strax, og enn stekkur hann,
t ænsti fiskur, 15—20 pund á að gizka. Ég
lrjóst við langri viðureign, því hann vár
auðsjáanlega lítið leginn, og ég ætlaði
svo sannarlega ekki að missa þenna, hann
hafði ekki verið svo ör um morguninn.
Svo hagar til þarna við ána, að gegnt
bakkanum er malareyri, og stóð ég þeim
megin. Aðdjúpt er, en snargrynnkar við
landið. Aðstæður eru því hinar ákjósan-
legustu til að landa laxi.
Eftir tæpra 10 mín. viðureign voru enn
engin þreytumerki farin að sjást á lax-
inum. En þá bar svo við eitt sinn, að
liann synti í áttina til mín að eyrinni
utan frá hylnum. Nú sá ég mér leik á
borði, tók dálítið í stöngina, herti á ferð-
inni, og fyrr en hann varði var hann
strandaður á eyrinni. Hann spriklaði í
flæðarmálinu og mjakaðist um leið upp
á land.
Fyrstu köstin á eftir voru árangurs-
laus, en svo er tekið í færið, enn af miklu
afli. Hann stekkur, álíka stór og hinn
fyrri. Jóhannes kom til mín og vildi nú
fara að fylgjast með veiðunum. Ég bauð
honum að þreyta þenna og landa hon-
um. Ekki var hann á því.
„Ég ætla að setja í minn lax sjálfur.
Má ég ekki taka þann næsta?“
Ég var sízt lengur að landa þessum en
hinum fyrri og fór eins að. Hann uggði
ekki að sér fyrr en um seinan og hann
var á þurru landi.
Næst kastaði Jóhannes. Hann var ó-
vanur að kasta spæni, og þurfti ég því að
leiðbeina honum. Eftir nokkra stund er
kippt í færið hjá lionum. Hann tekur á
móti, og laxinn er fastur. Hann þreytti
laxinn með gætni og fór sér að engu óðs-
lega, enda var þetta lians fyrsti lax, 9
pund að þyngd.
Nú hélt ég áfram. Sá næsti, sem ték,
fór af um það bil, er ég hafði lyft upp
stönginni. Þar á eftir tók smálax. Hann
sýndi sig strax og hann hafði tekið. Ég
þóttist ekki þurfa að beita lagni við hann,
hafa í fullu tré við hann, þreytti hann
skamma stund og dró hann síðan að
landi. En þá var þeim litla nóg boðið,
enda var þetta hængur. Hann þóttist vera
lax með löxum og losaði sig af önglinum,
þegar hann var 5—4 metra frá landi. —
Hann var þó ekki slyngari en það, að
hann synti áfram til lands og beygði ekki
fyrr en hann kenndi grunnsins. Jóhannes
fylgdist vel með því, hvað var á seyði.
Hann þaut út í ána, og þegar laxinn sneri
hliðinni að ánni, var liann kominn fyrir
liann og gat sparkað lionum í land.
Sá, sem næst tók, var álíka stór og tveir
Jieir fyrstu. Síðan missti ég einn rétt eftir
að liann hafði tekið, og þegar ég var kom-
inn á móts við bakkann neðst, þar sem
liylnum lýkur, tók einn enn. Hann
stökk þrisvar og var auðsjáanlega vænstur.
Nú var klukkan orðin eitt og veiði-
leyfi mínu lokið. Frá því fyrsti laxinn
tók, unz hinum síðasta var landað, liðu
55 mín. Þeir lágu hlið við hlið á eyrinni,
Veicimaðurinn
9