Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 29

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 29
af vatninu þar heldur en upp í Norðurá — sjálfsagt svo miklu verri, að laxinn mætti oft segja við sjálfan sig eins og maðurinn, sem ekki gat drukkið vatnið í Kína: „Vatnið heima, ó, drottinn minn!“ Vond lykt er engu skárri en vont bragð. Eftir þessari kenningu mætti írnynda sér að seiði, sem alin væru upp í tilrauna- stöð með vatni úr Elliðaánum, ættu að ganga í Elliðaárnar, ef vatn með sams- konar „lykt“ væri hvergi til annarstaðar á hnettinum. Ætti þá ekki að skipta nokkru máli, að þau höfðu aldrei í sjálf- ar Elliðaárnar komið eða að þeim hefði t. d. verið sleppt í sjó vestur í Ameríku eða suður á Nýja-Sjálandi. Þau myndu renna á lyktina af Elliðaánum, hvar sem þau væru í hafinu! Það er ekkert tekið fram um það í áðurnefndri grein, hvort vísindamennirn- ir hugsi sér að ala seiðin upp þangað til þau eru orðin „sjófær" eða sleppa þeim fyrst í ána, sem uppeldisvatnið var úr, og þeir ætlast til að þau gangi í þegar þau koma úr sjónum. En sé hið síðara ætiun þeirra — sem trúlegra er — þá virðist mér gersamlega óleyfilegt að slá því föstu, að þefnæmi fisksins ráði öllu um ratvísi hans. Við vitum að laxinn gengur að jafnaði í þá á, sem liann var í sem seiði, en það er ekki sennilegt eða sannað, að það ráði nokkru um val lians á hrygn- ingará, að hrognið, sem lionum var klak- ið út úr, var úr fiski, sem gekk í aðra á. Tilgátur hafa þó komið fram um að svo geti verið. Það er því enn trúlegast, að „skiln- ingarvit“ það, sem við nefnum „eðlis- ávisun, vísi laxinum leiðina heim í árr.ar. Það má vel vera að hann sé mjög þef- næmur, því að margt er honum einkar vel gefið, en fleira hlýtur þó að koma til athugunar, ef rannsaka á ratvísi hans urn vötn og sæ. Ætli það sé ekki eðlið, sem móðir náttúra gaf honum, sem vísar hon- um leiðina, en ekki eitthvert sérstakt skilningarvit, í venjulegri merkingu þess orðs. Þrátt fyrir mikla virðingu fvrir vísinda- legum rannsóknum og hinni þrotlausu þekkingarleit mannsandans, verður manni á að segja um þessa niðurstöðu eins og eitt sinn stóð í góðkunnu dag- blaði í Reykjavík: „Vér brosum!“ Ritstj. Konur! Standið ekki fyrir aftan veiðimenn, þegar þeir eru að kasta! VCIBIMADUKINN 27

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.