Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 9
DR. JON E. VESTDAL:
Við Víóirtnlsó.
Æfintýrið við Kotbakka.
í lok ágústmánaðar 1951 hafði ég veiði-
leyfi í tvo daga í Víðidalsá. Svo vildi til,
að ég veiddi þessa daga með Óskari Teits-
syni í Víðidalstungu, hinum bezta félaga
og þaulkunnugum ánni á köflum, svo
sem við er að búast. Með okkur var sonur
minn, Jóhannes, 14 ára snáði.
Undanfarna daga hafði verið norðan-
veður, oft með miklu úrfelli. Þeir, sem
voru að veiðum í ánni, þegar veðrið skall
á, fengu góða veiði, en síðan ekki söguna
meir. Og fjórir menn, sem voru á undan
okkur í ánni í tvo daga, fengu samtals
tvo smálaxa. Útlit var því ekki vænlegt,
enda hélzt veðrið og fór sízt batnandi.
Við áttum að byrja á aflíðandi hádegi.
Var þá komin úrhellisrigning með hvass-
viðri á norðan, svo að veðrið getur varla
verra verið að sumri til. Ekki var árenni-
legt að fara til veiða í þessu veðri, en
hinsvegar lítt sæmilegt að sitja inni og
„bæla fletin“, enda stundar maður lax-
veiðina einkum útivistarinnar vegna. —
Héldum við því út og vorum að fram
undir myrkur. Óskar fékk einn lax og
nokkrar bleikjur, en ég fékk tvo laxa,
20 og 18 punda, og þrjá væna sjóbirtinga.
Jóhannes veiddi þann stærsta, sem var
7 pund.
Daginn eftir var skárra veður. Var þó
enn livasst og stundum rigning. Að kvöldi
höfðum við fengið sína tvo laxana hvor.
Kl. 1 e. h. hins þriðja dags áttum við
að hætta veiðum. Nú var norðan hvass-
fangs. Hann var aðeins þungur og þybb-
aðist við.
Sumarið 1950 veiddi ég 31 punda
hrygnu á Bakkanum. Hún tók maðk.
Ekki var hún sérlega sterk, og gafst furðu
fljótt upp.
Stærsti sjóbirtingur, sem ég veit til
að liafi veiðst hér í Borgarfirði var 24
pund. Hann veiddist við svokallaðan
Lambhólma í Hvítá, í net. Bræður mínir,
ásamt Þorsteini Böðvarssyni, nú bónda
í Grafardal, náðu honum.
F.n stærsti sjóbirtingur, sem ég hef
veitt á stöng, var 12 pund. Hann veiddi
ég á mjög litla flugu Silver Grey. Ógleym-
anlegur fiskur vegna spretthraða og feg-
urðar.
Eigi veit ég til að stærri bleikja en 9
pund, hafi veiðst í Hvítá; en stærsti vatna-
urriðinn, sem ég hef heyrt talað um hér
í ánum, var veiddur frá Bæ fyrir Kálfa-
neslandi. Hann var 18 pund.
Sumir laxar þyngjast og stækka stór-
lega, eftir að þeir eru veiddir. Þeir eru
ekki taldir hér.
Björn J. Blöndal
Veidimadukinn
7