Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 18
ÞORGILS INGVARSSON: Kafli úr sendibréfi. Ejtirfarandi grein (eða sendibréf), er sérstaklega athyglisverð fyrir þrennt. í fyrsta lagi: Hún sannar, hve veiðarfærin geta enzt, efvel er farið með þau, en það skiptir miklu máli nú, eins og verðlag er orðið á öllu, sem að veiðiskap lýtur. í öðru lagi: Hún sýnir að höfundur hennar hefur „bókhald“ sitt i góðu lagi. Það má lesa á milli linanna, að hann hafi átt margar ánægju- stundir, utan veiðitimans, við að ditta að dóti sinu og skrifa „skýrslur“ sinar. í þriðja lagi: Hér er minnst á mál, sem veiðimenn velta oft fyrir sér, þ. e. hversvegna laxinn tekur þessa fluguna, en ekki hina og ekki nema vissar stærðir af sömu flugunni. Tilraun sú, sem hér er sagt frá er mjög skemmtilegt athugunarefni, c um það mál. — Ritstj. Kæri herra............! Ég þakka yður innilega fyrir bréiið, ásamt meðfylgjandi línu; hún er að vísu full grönn fyrir mig, sem flugulína, en að öðru leyti virðist hún vera prýðileg. Eins og ég sagði yður, var gamla línan mín orðin 16 ára gömul, en hún var uop- haflega vönduð („Corona“); auk þess sem ég hef reynt að fara vel með hana, þó það hafi ekki ævinlega lánast sem skyldi. Á þessa línu hef ég dregið 588 laxa og um 800 silunga (bleikju og sjóbirting). — Línan er sæmileg ennþá; ég hafði enda- skipti á henni fyrir 4—5 árum, er búinn að slíta af hvorum enda 3—4 yards, en upphaflega var hún 40 y., svo eftir eru ekki nema 32—33 y. f þessu sambandi vil ég taka fram, að það marg borgar sig að kaupa vönduð- ustu línutegund, þó dýr sé, en hirðingin verður að vera góð. 16 væn gaman að flem vildu sknfa Laxaaflinn skiptist þannig á beitu. 302 laxar á flugu 1295 kg. meðalþ. 4,3 kg. 267 - - maðk 1040 — - 3,9- 19 — - spón 91— — 4,8 — Silungarnir eru flestir veiddir á maðk, rúmir 100 á flugu. Áætlaður þungi þeirra er 700 kg. Á þessu tímabili og við þennan veíði- skap hef ég misst og eyðilagt 48 flugur, en auk þess á ég nokkrar (10—15 stk.), sem eru algjörlega upp étnar og einskis virði, þó ég hafi ekki tímt að henda þeim. Á eina og sömu fluguna fékk ég 29 laxa (Black Doctor nr. 3) á tveim sumrum. 17 fluguköst hef ég notað á tímabilinu, sum þeirra voru algjörlega ónýt (3), en önnur ótrúlega sterk; á eitt þeirra dró ég 41 lax, og var einn þeirra 14 kgr. F.g hef notað langmest af „Red-Loop“ kóst- um, sem talin munu vera sæmileg vara, en þó frekar ódýr, miðað við önnur dýr- VlIOIMAOUKlNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.