Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 34
Nokkrnr rúsínur
í jologroutino.
„The Wise Fishermen’s Fmcyclopedia"
heitir bók, sem gefin er út í New York á
þessu ári.
Bókin er með fjölda af myndum, en
annars með þéttprentuðu lesmáli, alls
1336 síður, og er þar víst drepið á allt,
sem að stangarveiði lýtur.
Þar er sérstök grein um íslenzku
veiðiárnar, eftir Capt. T. Edwards, en
eins og ýmsum veiðimönnum hér er
kunnugt, dvaldi hann hér við laxveiðar
um tíma, sumarið 1949, í boði Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, og segist hann
skrifa greinina með hliðsjón af þeirri
revnslu og upplýsingum, er hann fékk
þá.
Lesendur Veiðimannsins hafa eflaust
gaman af að njóta einhvers af þeim fróð-
leik, sem greinin hefur að bjóða, og fara
því hér á eftir nokkur sýnishorn af efn-
inu, í lauslegri þýðingu.
Fyrst eru nöfn á nokkrum veiðiám:
Vididalsa, Laxamyri River, Nordura
River, Meda, Laxa Dolum, Laxasouth,
Valnadalso, Rango River, Hitora.
Um Norðurá (Nordura River) segir
hann, að þar byrji veiði ekki fyrr en
komið sé nokkuð fram í júlí. Veiði þeirra
félaganna þar í fjóra daga var ekki nema
23 laxar, en nokkuð bætti þó úr að þeir
voru 20 pund að meðalþunga!
í Laxá í Dölum (Laxa Dolum) voru
þeir félagar aðeins hálfan dag, en þar var
veiðin aftur á móti svo ör, að þeir gáfust
fljótlega upp við að telja laxana, sem
þeir veiddu.
1 Langá veiddu nokkrir kunningiar
hans fyrir nokkrum árum, 611 laxa á
21 degi. Meðalþungi þeirra var 6 pund.
í Laxasouth (á sennilega að vera Laxá
í Hreppum) veiddi einn kunningi hans
75 laxa á tveim dögum, og var meðal-
þunginn 15 pund.
Brúará, sem er hálfgerð jökulsá, er full
af laxi. Meðalþungi er 16 pund!!
Stærðin á löxum í hinum ýmsu ám, er
mjög misjöfn. Sumsstaðar eru þeir 5—7
pund en annarstaðar 18 pund og þaðan
af stærri.
Flestar ár á íslandi eru fullar af sjó-
birtingi, en íslendingar nenna ekki að
veiða hann, vegna þess, hve mikið er af
laxinum.
Sjóbleikja gengur mikið í sumar árnar
í júlí og ágúst og er 4—7 pund. Algeng
dagveiði er 40—50 bleikjur.
Á íslandi er aðallega veitt með flugu,
og best reynast flugur með dökkum búk.
Annars er íslenzki laxinn ekki vandæt-
inn, því hann tekur yfirleitt allt, sem
honum er boðið með sæmilegri fram-
reiðslu. Þó heldur hann alveg sérstak-
32
Veiðimaðurinn