Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 26
Geronimó. Nú var ekki annað eftir, en
koma honum í hyl frú Renglu og þá voru
hin svörtu ský sektar okkar horfin.
Það var hreint ekki óhugsandi, að hún
gæti einnig komið þessum silung til að
elska sig, — að minnsta kosti hlýða kalli
sínu. En það var nú hennar vandi að
leysa það mál, við gátum ekki betur gert.
Það glömruðu í okkur tennurnar af
kulda og spenningi, er við klifruðum upp
urðina og upp á veginn. Það var komið
undir myrkur, en Deiv vísaði okkur leið
undir girðinguna og við Sam lyftum bal-
anum yfir til hinna.
Eftir stutta stund vorum við á leiðar-
enda og helltum úr balanum. Það var
ánægjulegt að heyra skvettinn, er silung-
urinn skauzt í hylinn, en um leið heyæði
ég rödd, sem ég kannaðist við.
„Hvað gengur eiginlega á hér?" var
sagt fyrir aftan okkur, og það var ekki
um að villast hver komin var. Eins og ég
hefi áður sagt er Sam lögmaður, og það
verð ég að segja, að virðulegur var hann
þrátt fyrir útganginn, sem á honum var
og nokkurn skjálfta, er hann sneri sér að
frúnni og sagði:
„Frú, við erum að ljúka við að bæta
fyrir brot, sem lög standa til. Það vottast
hér með, að búið er að láta í yðar eigin
hyl, og til yðar eigin afnota, lifandi sil-
ung, sem er að öllu leyti áþekkur eða
mjög álíka og sá, sem hér áður var. Hver
fyrir slysni og án ásetningssyndar veiddur
var og — eða flæktur í veiðiáhald Jóns
nokkurs Deiv og beið bana af.“
„Herra minn,“ tók frúin fram í. „Þetta
hefur verið erfiður dagur fyrir mig og
flest gengið á tréfótum. Þessi náungi (og
hún benti á mig) kom til mín í morgun
og var með allskonalr dylgjur. Hann
reyndi að lokum að narra mig til ein-
hverskonar grunsamlegra samninga. —
Viljið þér nú ekki gjöra svo vel og segja
mér hvernig stendur á þessu öllu saman.“
„Málið er þannig vaxið frú,“ sagði nú
Deiv, „að í gær veiddi ég stóran silung
úr hylnum yðar liér, og var himinlifandi
í fyrstu og fannst þetta ágætis spaug, en
félagar mínir tóku mér þetta svo illa upp
og lásu mér pistilinn, að gamanið fór að
grána og ég féllst á brot mitt. Svo veidd-
um við annan silung, álíka og þann sem
drapst, og vorum við nú að enda við að
setja hann sprell-lifandi í hylinn yðar
aftur.
Frúin leit yfir hópinn, þar sem við
stóðum í rökkrinu, kaldir, blautir og
skítugir, og sagði:
„Guð elskar eflaust veiðimenn, eins og
alla aðra, en ég efast um, að jafnvel hans
almætti skilji þá nokkurntíma.“
Hún sneri sér við til að fara, en nam
staðar og sagði:
„í allt sumar hef ég verið að vona, að
einhver veiddi þennan gamla ránfisk, —
hann Geronimó. — Nú er hann dauður,
en ég hef bara fengið annan til að háma
í sig ungviðið úr hylnum mínum.
Veiðimenn! Jasvei!“
I.auslega pýtt úr Field & Strearn.
Forsíðumyndin.
Forsíðumyndin og aðrar myndir af
klaki eru úr nýrri kvikmynd, sem Magnús
Jóhannsson og Sveinbjörn Egilsson, Óð-
insgötu 2, hafa í smíðum um það efni.
24
Veihimabuhinn