Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Síða 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Síða 12
55 mínútna veiði. 18, 17, 9, 5, 18 og 20 pund, allt hrygnur, nema minnsti laxinn, og enginn leginn til muna. Ævintýrinu var lokið. Þetta voru síðustu laxarnir, sem ég veiddi á sumrinu. * Kunningjar mínir sumir, sem vita um þessa veiði, liafa látið orð falla við mig á þá leið, að það sé ill meðferð á laxinum og veiðimönnum ósæmileg, að þreyta hann ekki betur en ég liafi gert áður en honum sé landað. Það hljóti að vera að ég hafi neytt afls til að landa lionum sem fyrst. Um það er ekki að ræða, að ég hafi neytt afls til að landa honum, þess var enginn kostur, enda hef ég aldrei þannig að farið og til þess er mér of sárt um að missa laxinn. Ég var með fína spinning línu, sem þolir ekki mikið átak og var auk þess farin að slitna. Stöngin var mjúk Hardy-stöng, 9/, fet. Ég sætti lagi og notaði fyrsta tækifæri, sem gafst, til að landa hverjum laxi. í eina skiptið, sem út af var brugðið, þegar minnsti laxinn kom á, munaði minnstu, að illa færi. Mér er það mætavel kunnugt, að sumir hafa þann sið, að halda laxinum í ánni, unz hann er orðinn svo þreyttur, að hann bærir ekki á sér. Englendingur einn, sem ég hef lieyrt talað um og veitt hefur lengi í ám hér á landi, mun ganga einna lengst í þessu efni. Hann er sagður hafa þann sið, að pikka með fingrinum í hvern lax, 10 Vkwimacurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.