Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 24

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 24
allra og endirinn varð sá, að ég var kos- inn til að fara á fund frú Renglu strax morguninn eftir, og átti ég að reyna að komast að einhverju samkomulagi. Er ég kom í „sjoppuna“ til kerlingar, næsta rnorgun, leizt mér hún ekki eins slæm og henni hafði verið lýst, — að minnsta kosti ekki alveg eins slæm. Ég fékk mér „kók“ og vellti fyrir mér, hvernig ég ætti að komast að efninu. — Ég gat ekki betur séð, en frúin væri eitt- livað niðurdregin, og mér fannst það ekki nema vonlegt. Ég sá í anda, hvernig henni hafði orðið við, þegar hún við sólarupprás stóð á bakkanum með lifrarbitann tilbúinn, — rak arnarnefið lramyfir brúnina og skyggndist yfir hylinn um leið og hún kallaði skrækri röddu, Geronimó! Það vottar ekki fyrir hreyfingu í hylnum. Eng- in kátleg sporðskvetta í vatnsskorpunni, þegar lifrarbitarnir berast með straumn- um, og að síðustu sökkva þeir ósnertir til botns. Köllin bergmála í gilinu, — ákaf- ari, og að síðustu angistarleg, — Geron- imó! — G e r o n i m ó ! Hvað á veslings konan að halda. Silung- urinn er horfinn. — Kannske er hann horfinn iyrir fullt og allt — kannske hefir einhver falleg uggadrósin tælt hann í burtu. Að lokum hljóðna köllin og þögnin ein ríkir aftur í gilinu. — Djúp, liræðileg þögn. Ég hrökk upp úr þessum hugleiðingmn og var eitthvað svo fjári tómur í höfðinu. Það var auðvitað. Ekki gat frúin vitað hvað orðið hefði um Geronimó, en það var ég sem vissi það. Áður en ég vissi af, þar sem ég sat yfir „kóknum“, glopraðist upp úr mér: 22 „Myndi yður langa til að vita það frú?“ „Langa til að vita hvað?“ Það var ekki vottur af þægilegheitum í röddinni. Ég leit fast á hana og sagði með áherzlu: „Þegar öllu er á botnin hvolft, er silung- ur nú aldrei annað en silungur." Þegar ég sá hve undrandi hún varð í framan, bætti ég við: „Já, aldrei annað en silungur.“ „í gærkvöldi bilaði rafallinn. í morg- un stíflaðist salernið, og nú þetta“. Sú gamla gerði sveiflu með hendinni vfir enni sér, sem ekki varð misskilin. Það var farið að sjóða á henni. Nú þurfti bæði kænsku og gætni, ef vel átti að fara. Ég reyndi að rísa virðulega á fætur og sagði: „Kæra frú, ég veit allt um Geronimó!" „Já, einmitt. Þér vitið allt um Geron- imo? Allra sætasti silungur. Finnst yður það ekki?“ „Nei frú, ekki sætur. Það er ekki orðið. Geronimó var (þér veitið því máske at- hygli, að ég tala í þátíð), framúrskarandi silungur sinnar tegundar og tvímælalaust verðmætur. Frú, ég er hér kominn til að gera yður tilboð?“ „Eigið þér við einhvern kaupskap eða ntig persónulega?“ „Máski hvorttveggja.“ „Nú er nóg komið! Þér eruð vissulega hálf geggjaður!" Og frúin greip símtólið og hringdi í ákafa. „Kata! Gefðu mér samband við sýslumanninn strax!“ Ég beið ekki boðanna, en forðaði mér út sem skjótast. — Það koma fyrir stund- ir, er karlmenn ráða ekki við neitt, gagn- vart kvenfólkinu. Ég var niðurdregnari en ég kærði mig um að viðurkenna, þegar ég gaf félögun- um skýrslu um, hvernig farið hafði. Við VZIDIMABUMNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.