Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 6
BJÖRN J. BLÖNDAL:
Þeir voru stórir.
Öðru livoru, nær alla ævi, hefi ég heyrt
talað um stóra laxa. Þeir hafa jafnan þótt
umtalsverðir.
Barn að aldri lieyrði ég undrasögn eina
héðan úr Borgaríirði, um lax, sem átti að
hafa veiðst í Hvítá, rétt lijá bænum á
Flóðatanga í Stafholtstungum. Var sagt
að sá lax liefð’i vegið hvorki meira né
minna en 70 pund.
Eigi man ég liver sagði mér þetta fyrst.
En árið 1924 eða 1925 sögðu tveir menn
mér sögu þessa, livor í sínu lagi. Það voru
Guðjón bóndi Kjartansson á Flóðatanga
og Björn Ólafsson frá Kaðalstöðum. —
Báðir þessir menn voru glöggir og greina-
góðir.*
Það var rigning og rok þegar Guðjón
sagði mér söguna fyrst. Við höfðum báðir
vitjað um laxanet í Hvítá og veitt vel.
Guðjón hafði boðið mér heim til sín og
við gengum eftir hinum forna farveg
Hvítár, sem nú var þurr. Fyrir mörgum
árum rann Hvítá, eða stór kvísl úr lienni,
þarna og rétt við bæinn á Flóðatanga og
síðan í Norðurá, miklu ofar en nú er.
Þegar við gengum eftir sandinum, stanz-
aði Guðjón snögglega og sagði: „Hérna
var það, sem 70 punda laxinn veiddist.“
Ætla ég að það hafi verið nokkru nær
* Ég hefi lesið þetta fyrir Þorstein bónda
Böðvarsson í Grafardal. Hann mundi vel eftir
þessari sögu Guðjóns, og þyngd laxins taldi
hann 65 eða 70 pund; hélt þó að 70 pd. væri
réttara. Þorsteinn dvaldi árum saman á Flóða-
tanga.
Flóðatanga en miðja vegu frá Hvítá þar
sem liún rennur nú. Guðjón sagði að
laxinn hefði veiðst í íslenzkt þráðarnet
(þráðurinn spunnin úr togi). Var netið
einhölunet, enda voru öll net í Hvítá af
þeirri gerð þá.
Eigi man ég nú nafn veiðimannsins og
þó sagði Guðjón mér það. En hitt man
ég vel, að hann sagði að þá hefði séra
Stefán Þorvaldsson verið prestur að Staf-
holti.# Sagði hann að veiðimanninum,
hver sem hann var, hefði þótt stærð lax-
ins svo mikil, að hann þorði eigi að borða,
nema spyrja prest hvort óhætt mundi.
Taldi prestur það með öllu óhætt, og
varð engum meint af. Guðjón taldi lax
þennan hafa verið af útlendu kyni og
nefndi kroppinbak. Segi ég frá því, vegna
þess að hann sagði svo.
Björn Ólafsson sagði söguna mjög á
sama veg og Guðjón. Eigi minntist hann
þó á erlent kyn. Nefndi hann nöfn
margra manna, er vitað höfðu að sagan
var sönn. En þeir munu flestir eða allir
hafa verið mér ókunnir og eigi kann ég
nú að greina nöfn þeirra.
Faðir rninn, Jón Blöndal, læknir í
Stafholtsey, sagði mér eftirfarandi sögu:
„Skammt frá Neðra-Nesi, fannst beina-
grind af laxi og erni. Voru klær arnarins
fastar í hryggjarliðum laxins. Undraði
* Séra Stefán Þorvaldsson vaT prestur að Staf-
liolti frá 7/7 1866 til 15/6 1882.
4
VtlDIMADURINN