Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 14
ánni. Stórfelldar breytingar höfðu orðið
allt í kringum hana. Raforkuver með
stíflugörðum girtu bakka árinnar og
rennsli. Við ósinn voru komnar skipa-
stöðvar og grjótnám. Brýr og vegir teygðu
armana yfir ána og meðfram henni. Nú
voru truflanir orðnar miklar á göngu lax-
anna. Þá þurfti að flytja á bílum mílu
vegar, svo þeir kæmust alla leið til hrygn-
ingarstöðvanna.
Vatnsmagn árinnar var nú einnig eilíf-
um breytingum undirorpið, og fyrir kom
að sum svæði þornuðu að mestu, svo lax-
inn gat tæplega fleytt sér. Netaveiði var
nú að vísu löngu lögð niður, en mikið
stunduð stangaveiði, sem fór minkandi
ár frá ári.
Örlög laxastofnsins virtust ráðin. Löng-
um hafði þessi litla á verið talin ein af
beztu laxveiðiám, sinnar stærðar, í
Evrópu. Þessi virtust ætla að verða enda-
lok hennar, þótt hún væri perlan, í ekki
of mörgum djásnum borgarinnar.
Þetta var að vísu ekki einsdæmi: Marg-
ar eru þær árnar, er renna í námunda
við stóra bæi og borgir, sem hafa orðið
fyrir barðinu á siðmenningunni, sem við
köllum. Fiskstofn þeirra hefir horfið og
tærleiki þeirra sjálfra breytzt í skólp.
Menn gættu þess ekki í önn dagsins,
að gera þurfti margvíslegar ráðstafanir
til verndar þessum ám, um leið og byggð-
in færðist nær.
Og enn leið tíminn. Margir sáu hætt-
una, er ánni var búin, en flestir létu
það afskiptalaust.
Ennþá var þó vatn árinnar að mestu
óspillt, og ennþá leituðu nokkrir laxar
æskustöðvanna. Það mátti því enn bjarga
laxastofninum frá tortfmingu.
Og þetta var gert. Fyrir tuttugu árum
var klakstarfið hafið og það bjargaði
ánni — máske á síðustu stundu? Hvergi
veit ég nytsemi klaks hafa sannast eins
áþreifanlega og í Elliðaánum við Reykja-
vík.
Það undraverðasta var, hvað þetta var
í raun og veru einfallt og hve litlu þurfti
til að kosta.
Allur útbtinaður var einfaldur og jafn-
vel fátæklegur, en skilyrði að ýmsu leyti
hagstæð. Þótt reynsla manna væri lítil
og margt færi forgörðum fyrir hand-
vömm og þekkingarskort, þá var eins og
slegið hefði verið með töfrasprota. í fvll-
ingu tímans fór laxstofninn að aukast og
það miðaði óðum í rétta átt.
Nú er orðið langt síðan stofnin náði
sér að fullu og Elliðaárnar eru jafn lax-
ríkar og þær áður voru.
Frá klakhúsi Reykjavíkurbæjar við
Elliðaár hafa einnig verið fluttar milljón-
ir laxaseiða í aðrar ár, sem hætt voru
komnar, eða með öllu laxlausar. Ómetan-
legt er það starf, er fram hefir farið í
þessu litla jarðhúsi á þeim tuttugu árum,
sem liðin eru.
Dýralifið á láði og legi hefir oft fjötr-
ast, við gerð hinna miklu mannvirkja nú-
tímans. Það hefir verið sagt með nokkr-
um rétti, að forráðamönnum og verk-
fræðingum slíkra stórvirkja, þætti smátt
um þann þáttinn, er að dýralífinu vissi,
en það var lán Elliðaánna, að sá maður-
inn, sem réði þar mannvirkjum mest, var
ekki í hópi slíkra manna.
Forsjá árinnar varð í höndum raf-
magnsstjórans, Steingríms Jónssonar. —
Hans starf var auðvitað, að nytja orku
hennar til fullnustu, — en hann átti sér
alltaf ofurlitla hugsjón í sambandi við
ána. Hún var fyrir honum dálítið meira
12
VlIDIMABUKlNN