Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Qupperneq 3

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Qupperneq 3
SVFR VEIÐIMAÐURINN iH,*, 1951 MÁLGAGN stangaveiðimanna á íslandi Ritstjóri: Viglundur Möller, Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavikur Ægissíðu 92, — Sími 3755. 4fgreiðsla i Veiðimanninum, Lcekjartorgi Prentað i Ingólfsprenti 1951. jSkanutidegisskraf. Um sama leyti og við erum að búa okkur undir mestu hátíð ársins, jólin, er laxinn að ljúka hlutverki því, í þjón- ustu lífsins, sem náttúran fól honum, þegar hann, samkvæmt kalli hennar, lagði af stað, utan úr djúpum hafsins, lieim til árinnar, sem ól hann í skauti sínu, unz sjórinn seiddi hann til sin. Fylkingarnar, sem héldu upp að landinu s. 1. vor og fyrri hluta sumars, liafa týnt tölunni af margvíslegum ástæðum. Marg- ur fagur fiskur komst aldrei lengra en upp að ósnum. Þar varð hann selnum að bráð. Margir þeirra, sem komust upp í ána, enduðu líf sitt í netunum — já, alltof margir þeirra mestu og vænstu. Síðan tóku veiðimennirnir við, og girni- legar gerfiflugur, bústnir maðkar og blikandi spænir urðu enn mörgum að aldurtila. En þrátt fyrir þetta allt kom- ust all-margir á leiðarenda, og nú eru þeir að leggja grundvöllinn að lífi nýrra laxa, sem vonandi, að nokkrum árum liðnum, eiga eftir að örfa hina frum- stæðu kennd í brjósti veiðimannsins og laða hann til leiks á bökkum blikandi strengja og blárra hylja. Okkur veiðimönnunum þykir áreiðan- lega flestum, eða jafnvel öllum, vænt um laxinn. Það má þó með nokkrum rétti segja, að kynlegur sé kærleikurinn, þegar sótzt sé eftir lífi þess, sem unnað er. Ég ætla ekki að hætta mér út í heimspekilega skilgreiningu á kærleikanum, að þessti sinni, en hitt veit ég af viðskiptum mín- um við laxinn, að þetta tvennt getur farið saman. Ég hef séð margan veiði- manninn strjúka blíðlega búk fisksins, sem hann var að enda við að deyða, og dást að fjöri hans og fegurð. Þetta stafar ekki eingöngu af eigingjarnri gleði yfir fellegri veiði, hefdur einnig af einhverri Veidimaðhhnn 1

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.