Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Page 38
FLUCUR
Sjóveikir jiskar. — Vísindalegar rannsóknir hafa
leitt það í ljós, að fiskar geta orðið „sjóveikir". —
Ef glerskál með gullfiski er ruggað, svo að ,,öldur“
myndist í vatninu, verður hann veikur.
í Miðjarðarhafinu er til fiskur, að stærð frá 2—70
pund, sem vcrður sjóveikur á svipaðan hátt og fólk,
ef hann er hafður um borð í skipi í vondu veðri.
—0O0—
Flöskucetur. — Fyrir nokkrum árurn veiddist við
Nýja-Sjáland hákarl, sem hafði lagt sér til munns
óvenjulegt „æti“. Veiðintennirnir tóku eftir því,
þegar þeir ætluðu að fara að vikta fiskinn, að á
kvið hans var undarleg kúla. Við „krufningu" kom
í ljós, að í maga hans voru 8 tómar bjórflöskur,
allar óbrotnar!
—0O0—
Hanri- tók jisk, sem tók jisk, sern tók beitu! —
Victor Heiser segir þá furðulegu sögu, x bók sinni,
A Doctor’s Odyssey, að beita, sem rennt var til þess
að veiða 10 þuml. fisk, gaf af sér 8 feta hákarl.
Maður einn, sem var að veiða á bát við Phillipseyjar,
varð var við eitthvað kvikt, sera dró línuna mjög
hægt út. Hann vafði inn á hjólið og sá að á var
smáfiskur, en þegar hann hafði náð honum upp
undir borðstokkinn, var tekið harkalega í og mikið
dregið út af línunni aftur. Hann fékk þó tækifæri
til að vinda upp á hjólið að nýju og sá þá allstóran
fisk í vatnsskorpunni, rétt við bátinn. En nú var
tekið í af ennþá rneira afli en áður. Línan þeyttist
út, stöngin svignaði i boga og báturinn lék á reiði-
skjálfi. Eftir klukkutíma viðureign kom hann ífær-
unni í heljarstóran hákarl. Þegar betur var að gáð,
kom í ljós, að hákarlinn hafði gleypt þriggja feta
makríl, en í maga makrílsins var smáfiskurinn, sem
tekið hafði öngul veiðimannsins. Það skeður margt
á sæ!
—oOo—
Veiðimenn verða þess oft varir, að beita þeirra
fieistar fuglanna. íslenzkir veiðimenn hafa t. d.
oft „sett í“ endur og kríur, svo ekki sé nú á það
minnst, sem skeð getur í „bakkastinu". eins og þegar
menn festa í folöldum og kálfum! En möguleikarnir
eru ennþá fleiri þar sem mikið er veitt í sjó. Þannig
kom það t. d. fyrir mann einn, sem var að veiða af
bryggju í Teignmouth á Englandi, að skarfur stakk
sér á eftir beitunni hjá honum og tók hana á ca.
8 feta dýpi. Þegar fuglinn fann að hann hafði
hlaupið á sig, greip hann til vænganna og „strikaði"
stórum, en hann var „vel tekinn" og veiðimaðurinn
„hafði sterkt undir", svo hann „landaði" skarfi að
lokum.
—oOo—
íhc
<iRMUHG FisH
(AtKibóS SCW'di 'C )
TRAVtUS OVCR LAftt)
tne OlSTANCt or A tdlLE
Skriðfiskurinn. — Eiskur einn (Anabas Scandens),
sem lifir í ám í Asíu, hefur þá sérstöðu, að hann
getur sigrast á náttúrulögmáli, sem aðrir fiskar
verða að lúta. Hann yfirgefur ár og læki, sem þorna
upp i hitum, skríður upp á bakkana og leggur af
stað í leit að öðru vatnsfalli. Eðlisávísan hans bregst
aldrei. Hann finnur alltaf á eða læk, ef menn eða
dýr granda honum ekki á leiðinni. Hann getur
einnig skriðið upp tré, ef hann þarf á því að halda.
—oOo—
36
Veiðimaðukinn