Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Blaðsíða 17
á kviðnum, og er sem hluti af líkama
þeirra. Hann gerir þeim sundið erfitt
fyrst í stað, en án hans yrðu þeir hungur-
morða.
Smá eru þessi seiði og glær í gegn, en
við getum auðveldlega greint gegnum
glærleikann, hve hjartað slær sterklega
og hve öruggt það veitir blóðinu gegnum
tálknin og hinar hárfínu æðar, sem kvísl-
ast um líkamann.
Nýtt líf hefur vaknað af svefni í myrk-
um klakkössunum. Á undursamlegan
hátt hefir það sprungið út, í allri sinni
dýrð og æskunnar þrótti ....
Fyrir handan hæðina rennur áin í
sólskininu. Hún er nýleyst úr fjötrum
vetrarins og bíður fósturbarnanna. Hún
verður þeim eflaust bæði góð og slæm
eins og skapið hrekkur til, en það verður
að fela Iienni áframhaklið. Fela henni
þau í þrjú löng ár, og þá fyrst eru seiðin
komin svo á legg, að þau geta hugsað til
langferðar út í öldur Atlantshafsins.
*
Stiklað hefir verið á stóru um merki-
legan þátt í lífi laxanna og lítillar ár.
Rakið nokkuð hvernig það starf fer fram,
og hvernig árangri má ná, ef vel er á
haldið. Árangur af klaki og fiskirækt
kemur oftast ekki í ljós fyn- en eftir
nokkuð langan tíma, og fyllir ekki strax
í þau skörð, er höggvin eru. Menn missa
því oft sjónar af nytsemd þess. Nógu al-
menn og traust þekking á lífsháttum
láðs- og lagardýra, verður ávallt undir-
staða þess, að kunna að umgangast þau,
og hafa af þeim not og gleði, og geta
gripið inn í líf þeirra á réttan hátt, til
bjargar, þegar að þrengir.
Allir dáumst við að styrkleika og feg-
urð laxins, þegar hann stiklar sterklega
strauminn eða grípur flugu veiðimanns-
ins og gerir honum heitt í hamsi.
Á slíkum stundum hættir okkur við
að gleyma ýmsum staðrevndum um feril
og afkomu þessara glæsilegu fiska. Okk-
ur hættir við að gleyma því, að á lífsferli
jjeirra, eru maxgar hættur fyrir stofninn,
að liann þarf svo að segja að framselja
sig og sína.
Trúnað árinnar, er oft reynist svikull,
þarf hann að hafa um afkomu hrogna
og seiða, og gangan við bæjardyr manna
verður honum oftast þung í skauti.
Sé þetta haft í huga, er engin hætta á
ferðum. Það eru ýmsar leiðir til að styrkja
veikustu þættina, þótt aðeins hafi verið
drepið á eina þeirra hér að framan. Enn-
þá eru þó of fáir, sem hyggja að þessum
málum sem skyldi. Ennþá eru of margir
veiðieigendur, sem fremja rányrkju fyrir
vesælar krónur, með þungum álögum á
veiðiárnar ár eftir ár, án þess að hrevfa
luind né fót, til að auka öryggi fiski-
stofnsins. Ágirnd og hreppapólitík hald-
ast í hendur og kæfa að mestu hverja
viðleitni.
í landi því, sem hefir einna flestar
lax- og silungsár í Norðurálfu og mergð
vatna, eru ekki fleiri klakstöðvar en
telja má á fingrum annarrar handar, og
yrði þó afgangur, og af þeim aðeins ein
einasta með nokkurri getu. Til saman-
burðar, svo aðeins sé nefnt eitt dæmi,
voru í Noregi fvrir heimsstyrjöldina, á
annað hundrað klakhús stór og smá.
Það er eflaust gott að stofna sem flest
fiskiræktar- og veiðifélög, en þá má ekki
fiskiræktin detta framan af og veiðifélag-
ið eitt verða eftir. Það er tvöföld skömm
að skýla aðgerðarleysi og sleifarskap bak
við fagrar nafngiftir.
15
VZIDIMABUKINN