Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 10
viðri, en rigningarlítið. Við áttum að vc ra
í efri hluta árinnar. Um morguninn
reyndum við fyrir okkur, hvort við yrð-
um lax varir, m. a. í Kæli. en árangufs-
laust, enda stóð vindurinn i)eint í straum-
inn, og á ánni var haugasjór. Þótti okk-
ur því vænlegra að reyna að veiða nokkr-
ar bleikjur í soðið nú undir lokin.
Bleikjuveiðarnar byrjuðum við ofan
við Víðidalstungu og fórum niður með
ánni, niður undir Ásgeirsá. En okkur
gekk illa, bleikjan vildi hvorki taka
flugu, spón né maðk, helzt þó maðkinn,
og gátum við reytt upp nokkur stykki,
einkum þó Óskar. Við Ásgeirsá er ágætur
bleikjustaður, en þar urðum við nú varla
varir. Þótti okkur tilgangslaust að halda
þessu sargi áfram, enda varla stætt veður.
Þegar við komum upp að Ármótum,
var klukkan langt gengin tólf. Á brotinu
fyrir neðan Ármótahylinn höfðum við
helzt orðið bleikju varir á leiðinni niður
eftir. Okkur þótti því rétt að reyna þar
aftur nú.
Ármótahylurinn er í ánni, þar sem
Fitjá rennur í Víðidalsá. Hann er undir
háum torfbakka og þykir allgóður veiði-
staður, þótt aldrei hafi ég orðið þar fisks
var. Við renndum bar maðki urn morgun-
inn, en urðum ekki varir, og er þó skjól
þar fyrir norðanvindinum. Neðan við Ár-
mótahylinn er breitt brot, og á því ligg-
ur oft bleikja. Þegar brotinu sleppir,
rennur áin meðfram allháum torfbakka,
og er hún djúp undir honum. Hann nefn-
ist Kotbakki og þykir sæmilegur veiðistað-
ur, þótt aldrei liefði ég orðið þar var, er
hér var komið sögu. Og þó —
Svo er mál með vexti, að ég var á veið-
um á þessum slóðum fyrr um sumarið
með Einari Helgasyni á Akranesi. Dré)
ég nokkrar bleikjur á brotinu, en Einar
renndi efst við Kotbakkann, þar sem
áin fellur í hylinn og er nokkuð straurn-
þung. Segist liann aldrei hafa rennt svo
á þessum stað, að hann fengi ekki eina
bleikju, sjaldnast fleiri. Nú var hann
búinn að draga þar nokkrar bleikjur, en
hún var tregari hjá mér, svo að ég gekk
til hans og renndi hjá honum. Ekki hafði
ég verið þar nema skamma stund, er ég
varð þess var, að fiskur stökk neðst við
bakkann. Eftir ölduhringunum á vatninu
að dæma hlaut þetta að hafa verið lax, en
fiskinn sá ég ekki. í sama mund eða litlu
seinna setti Einar í fisk, sem hann taldi
liafa verið lax, en missti hann. Áður en
við fórum renndi ég þar, sem ég hafði
séð fiskinn stökkva. Komið var við færið,
en aðeins einu sinni, og gat ég ekki annað
merkt, en þar hefði lax verið að verki.
Ég minntist þessa, er við komum að
Ármótunum á heimleiðinni.
„Er ekki rétt að reyna fyrir laxi hér
við l)akkann?“
„Jú, víst er það reynandi" sagði Óskar.
„Viltu ekki reyna spón.“
Um annað var varla að ræða, því að
fyrr um morguninn hafði ég rennt maðki
niður með bakkanum, en ekki orðið lax
var. Hins vegar hafði ég veitt bleikjuna
hans Einars, aðeins eina bleikju.
Hvassviðrið hélzt æ hið sama. En á
þessum kafla rennur áin nokkurn veginn
frá vestri til austurs, svo að norðanvindur-
inn sté)ð þvert á hana og ýfði vafnið lítið.
Óskar reyndi við bleikjuna, en ég batt
ranðan og silfraðan spón á línuna og
byrjaði að kasta efst við bakkann. í fvrsta
kasti elti bleikja spóninn rétt upp að
fótunum á mér. En hún hefur líklega
áttað sig í tíma á því, að ég var búinrí að
8