Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 28

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 28
að það sé farið að „slá alvarlega útí fyrir mér“, og þess vegna ætla ég að flýta mér að skýra þér frá tilefni þessara hugleið- inga. I októberhefti tímaritsins Science Dig- est er sagt frá athugunum tveggja ame- rískra vísindamanna á skynhæfileikuin laxins, og er frásögnin lauslega þýdd á þessa leið: „Vera má að næmt nef og gott minni, geti verið skýringin á hinum dularfulla hæfileika laxins til þess að rata aftur til heimkynna sinna. Vísindamennirnir Arthur Hasler og Warren Wisby í Wisconsin hafa sýnt fram á, að laxinn finni auðveldlega lyktarmun á vatninu, þótt árnar séu mjög líkar. Þetta styður þá tilgátu, sem Hasler og Wisby höfðu varpað fram áður, að laxinn þefi sig áfram til árinnar þar sem hann ólst upp, þótt hann hafi verið 3—5 ár í sjó. Með því að venja seiðin við lykt af vatni úr einhverri sérstakri á, telja vísindamennirnir unnt að fá fiskinn til þess að ganga þangað, sem menn óska, og fara fram hjá ám, þar sem stíflur hafa verið gerðar. Megi með þessum hætti girða fyrir þá feikna sógun, sem nú eigi sér stað þegar laxinn safnast fyrir í hin- um stóru stíflulónum, sem víða eru í ám vestanhafs, og drepst þar áður en hann hefur hrygnt. Vísindamennirnir sannfærðust um hið ótrúlega þefnæmi laxins, með tilraunum, sem þeir gerðu með sérstaklega útbúin vatnsker, þar sem þeir gátu breytt vatn- inu og ilm þess, án þess að trufla fiskinn. í öðrum enda hvers kers er næringar- svæði, þar sem komið er fyrir tæki, sem framleiðir veikan rafmagnsstraum. Litlu seiðin eru fljót að átta sig á því, að í vatni úr einni á er fæða á boðstól- um, og í vatni úr annari á eiga þau á hættu að verða fyrir rafstraum, ef þau fara inn á næringarsvæðið. Þau geta fund- ið lykt vatnsins langan tíma, þótt tilraun- unum hafi verið hætt. „Samkvæmt athugunum okkar“, segja vísindamennirnir, „kemur í ljós, að ein- hver efni í vatninu, sem sennilega stafa af gróðri og jarðvegi landsvæðisins, sem áin rennur um, orsaka sérstaka lykt, sem laxinn finnur, man og þekkir aftur eftir langar fjarvistir. Sé þessu þannig varið, gætu þessar rannsóknir, ef til vill, komið að gagni þar sem laxgegnd fer minnkandi vegna þess, að stíflur varna lionum leiðina til átthaganna. „Þegar þess er gætt“, segja vísinda- mennirnir ennfremur, „að í ársveiðinni í Columbía-ánni eru t. d. nægileg eggja- hvítuefni handa milljón manns í meira en ár, þá virðist okkur fullkomlega ó- maksins vert, að reyna að bjarga laxin- um í ám, þar sem hrygningarskilyrðin hafa verið eyðilögð." Svo mörg eru þau orð. Nú dettur mér í hug að fleirum en mér verði á að spyrja eitthvað á þessa leið: Hvernig ratar laxinn upp að landinu? 'Þefar hann sig áfram gegnum sjóinn líka? Leggur máske ilminn frá ánni hans langt út í haf á móti honurn? Getur hann aðgreint lyktina af ánni sinni þegar hún liefur blandast öðru vatni, þar sem rnarg- ar ár falla í sama ós? Hann þarf sannar- lega að kunna góð skil á „cocktail" t. d. í Hvítá í Borgarfirði, þó að liann hafi farið þar um þegar hann gekk niður! Það hlýtur að vera allt annar „ilmur“ 26 VlIDIMABUUNN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.