Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 8
Bræðurnir: Þorvaldur, Björn og Jón . með stóra laxinn. hængur. Sá lax var ‘5(5 pund. Eigi varð hann veginn sama dag og hann veiddist, því í Stafholtsey var þá eigi vog, sem hann varð veginn á. Fékk Jón lánaða vog á Hvítárbakka og reyndist laxinn full 36 pund daginn eftir. Engan mann hef ég þekkt, sem veiddi eins marga laxa 30 pund og yfir, eins og Jón. Sumarið 1929 veiddi hann til dæmis tvær hrygnur við Svarthöfða. Var önnur 30 pund og hin 33 pund. Er mér 30 pd. hrygnan sérstaklega minnisstæð, vegna þess hve fiskurinn var fagur; og 33 pd. hrygnan er stærsta hrygnan, sem ég hef séð veidda á stöng. Mjög hef ég um það hugann brotið, hvers vegna Jón veiddi alla þessa stóru laxa. En ég ætla að skýring ein, er enskur veiðimaður gaf mér, sé rétta svarið: „Sumir menn veita því athygli, sem öðrum er hulið. Mjög stórir laxar taka flugu eða beitu oft á þann veg, að það er eins og smásíli fikri við færið. Þetta gerir gæfunluninn.“ Nú hef ég séð nokkrar þúsundir laxa, sem bæði ég og aðrir hafa veitt. Ótrúlega fáir af þeim hafa náð 30 pundum. Þess- vegna álykta ég, að eigi séu mjög margir svo stórir laxar á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði. Aðeins þrjá laxa hef ég veitt 30 pund og þar yfir, alla við Svarthöfða. Skömmu eftir 1930 veiddi ég 30 punda hæng á flugú. Cirillio Yellow Grub. Sá lax var erfiður viðfangs, en þó mjög langt frá að vera sterkasti laxinn, sem ég hef veitt. Árið 1941 veiddi ég 33 punda hæng. Þann dag man ég vel. Bergvatnsárnar voru í miklum vexti, hæg vestan átt og skúraveður; mjög bjart á milli skúra. — Ég veiddi ekki með löngu færi og agnið var Silver Wilkinson, — góð fluga, sem ég hef þó sjaldan verið heppin með. — Ég stóð á bakkanum fyrir ofan Svart- höfða og sá þennan stóra lax elta fluguna mína. Aðeins snerti hann hana, en ég þóttist viss um að öngullinn hefði ekki sært hann. Nú notaði ég það ráð, sem hinn frægi hesta- og veiðimaður Bell hafði fyrstur kennt okkur bræðrunum, — ráð, sem jafnan hefur gefist mér vel. Ég kastaði færinu upp á bakkann og lagði stöngina niður í nákvæmlega sömu sporum og ég stóð þegar laxinn elti. Fær- ið var og jafnlangt. Svo röllti ég dálítið frá ánni, náði í pípu mína og reykti hana hægt og rólega. Þegar ég var búinn að reykja pípuna var stundin komin. Aftur elti laxinn og varla gat ég fundið að hann snerti fluguna. Fór svo þrem sinn- um. í fjórða skiptið frá því laxinn elti fluguna fyrst, lækkaði ég stöngina meir en ég hafði áður gert. Þá fann ég þennan þunga, ákveðna kipp, sem allir veiðimenn elska. Þessi stóri lax var ekki erfiður við- 6 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.