Veiðimaðurinn - 01.12.1951, Side 25
ákváðum strax, að aka minnst 10 mílur
upp með ánni og eyða deginum þar. Við
létum Óla, gestgjafa okkar, ekki einu
sinni vita, hvert við fórum.
Þetta leiðindamál barst aftur og aftur
á dagskrá og þegar leið á daginn, höfðum
við komið okkur saman um þá einu
lausn, er virtist framkvæmanleg í málirm,
eins og komið var.
Við átum kvöldmat snemma, og reynd-
um að komast eftir því hjá Óla, hvort
nokkur verulega stór silungur hefði sézt
í ánni nýlega. Óli hafði fregnir af einum,
sem hélt sig í Myrkhyljunum fyrir neðan
Lodí og var alltaf að slíta hjá þeim.
Þetta var einmitt fiskur fyrir okkur og
við týgjuðum okkur í skyndi; nörruðum
Óla fyrir góð orð og betalingu, að lána
okkur þvottabalann konunnar, og héld-
um af stað.
Við gerðum nákvæma áætlun um þessa
veiðtilraun, og skyldi hver af öðrum
reyna eftir röð, en þeir er lausir væru,
áttu að fylgja hinum eftir með balann.
Við urðum ekki varir í fyrstu pyttun-
um, og þegar röðin kom að mér í annað
sinn, batt ég á færið gyltan járnbút með
uggum á, sem Óli hafði fengið mér, og
kallaði kafbát. Þótt ég væri með öllu ó-
vanur spunagræjum, demdi ég þessu útí
við lækjarósinn svo gusurnar gengu í
allar áttir. ,
Ég lét sökkva, eins og fyrir mig hafði
verið lagt, og byrjaði svo að draga inn, í
smárykkjum. Allt í einu varð fast! Botn-
festa hugsaði ég og skók stöngina, en þá
byrjaði festan að hreyfast á grunsamleg-
an hátt.
Nú varð allt í uppnámi. Ég hrópaði
eins og ég hafði róm til, á Sam, því hann
átti að vera tilbúinn með háfinn. Allt
lenti í fumi og fálmi í fyrstu atrennu.
Sam fór uppfyrir og munaði minnstu að
við mistum háfinn.
Á meðan þessu fór fram, voru þeir
Deiv og Bill að glíma við þvottabalann.
Þeir gerðu virðingarverðar tilraunir með
að koma vatni í balaskömmina, en það
virtist ótrúlega erfitt. Klappirnar voru
flughálar, og straumurinn reif balann
hvað eftir annað út úr höndunum á þeim.
í mörg ár hafði mig dreymt um að
komast í slíkan fisk, og nú loks hafði ég
fengið hann á, eða var það hann, sem
hafði fengið mig á? Lengi vel gat ég ekki
annað aðhafzt, en snúa fiskinum að bakk-
anum aftur, í hvert skipti er rokan. er
tók hann út í aðalstrauminn, leið hjá.
Græjurnar voru sterkar og fiskurinn vel
kræktur, svo þetta gat nú farið vel. Ég
tók eftir, að í hvert skipti, er hann fór
fram með eyrinni, leitaðist hann við að
komast í smárás, hægra megin við mig.
Ég fann að við fórum báðir að þreytast
og nú varð að duga eða drepast.
Næst er hann nálgaðist rásina, stýrði
ég honum þangað og hentist niður eyr-
ina, greip fiskinn, og kastaði honum
spriklandi upp á bakkann. Þar var hann
óðara gripinn af vöskum drengjum og
stungið í balann.
Ég gleymdi alveg að montast af sjálfum
mér af eintómri hrifningu — þvílíkur
fiskur! Hann fyllti út f balann. — Hann
var stærri en Geronimó, og hann var
þyngri. Mér fannst ég eiginlega vera orð-
inn merkispersóna. Mér var innanbrjósts
eins og föður, sem er við skírnarathöfn
fyrsta afkvæmisins.
Nú höfðum við ekki lakari silung, en
ViUBIMABUMNN
23