Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 8
saga, sem Benedikt sagði mér frá þeim stað. Óseyrin er í rauninni grynning all- langt út í ána á löngu svæði að vestan- verðu og má vaða þar vel út í miðja á og eitthvað á annað hundrað metra nið- ur eftir henni. Stangaveiði mun hafa ver- ið stunduð í Laxá, sennilega fyrr en í nokkurri á annarri hér á landi, og var Benedikt bóndi einn þeirra, er það gerði, enda er liann afburða stangveiðimaður, eins og þeir vita bezt, er þar hafa komið og séð hann bregða því veiðitæki á loft. Nri var svo liáttað í fyrri tíð, að fátt var um vöðlur og urðu menn því að sætta sig við að vaða í íslenzku ullar- fötunum sínum eftir því sem þurfti, og var það all kaldstætt til lengdar. Benedikt átti hest einn gamlan og reyndan. Sté hann honum á bak, þegar hann þurfti að veiða á Óseyrinni og reiddi bambus- stöng sína um öxl. Þegar Benedikt var kominn svo langt út í ána, að honum þótti reynandi að byrja að veiða, kast- aði hann af hestbaki. Við hvert kast færði reiðskjótinn sig um skref niður á við og gekk svo niður allt veiðisvæðið. Ef Benedikt aftur á móti festi í laxi, labbaði klárinn í land af sjálfsdáðum og beið rólegur á meðan Benedikt landaði fiskinum. Segi svo hver sem vill, að hestar séu skynlausar skepnur. Ekki varð ég var á Óseyrinni. Söm varð í rauninni reyndin á Suðureyrinni, en þar snerti þó fiskur hjá mér rétt sem snöggvast en festist ekki og vildi ekkert af mínum flugum frekar. Sæmundur var kominn uppeftir á rnóts við Suðureyrina og byrjaður að kasta þar. Eftir fáein köst kallaði hann í Er- ling og bað hann að sækja sig yfir á báti, sem var okkar megin, og fór hann því yfir til hans. Rétt eftir að Erlingur var lentur að austan hljómaði rödd Sæmundar, svo að undir tók í ásum og klettum, og á sqmu stundu reis stórfiskur upp úr vatninu með þvílíkum krafti, að hann bar við liimin frá mér séð. Var skepna þessi fögur og stórfengieg. Laxinn tók síðan á rás niður ána, en fór jafnframt ýmsar krókaleiðir og lék margs konar listir í loftinu. Gekk nú á ýmsu á milli þeirra Sæmundar. Að lokum fór þó svo, að laxinn hné í valinn fyrir Sæmundi og Erlingi og reyndist hann 25 pund, er honum var brugðið á vigtina. Þegar Sæmundur kom aftur kallaði hann yfir til mín, og sagðist hafa séð lax stökkva neðar í ánni mín megin, undan Suðurhólmarústinni. Mér kom þá í hug, að stóri laxinn hans Sæmundar hefði ef til vill átt félaga, er legið hefði þar uppfrá og fylgt lionum síðan eftir niður ána — á hinni síðustu reisu. Hvað um það, ég ályktaði, að þessi lax væri nú á uppeftirleið aftur og væri að lialda til fyrri heimkynna. Eg byrjaði því miklu ofar en Sæmundur liafði séð laxinn. Ég notaði Jock Scott nr. 3, t\ í- krækju frá Albert í Veiðimanninum, hið glæsilegasta vopn. Ég hafði ekki kastað mörgum köstum, er ég sá boða rísa og stórlax hvolfdi sér yfir litlu fluguna mína. Hvílík tilfinn- ing og friðþæging fyrir allt erfiði dags- ins! Laxinn lék svipaðan leik hjá mér og laxinn hans Sæmundar. Ég mátti gæta mín, að hann sliti ekki úr sér, slík var ferðin á honum sitt á hvað. Hávaði er þarna í ánni og standa klettanibbur víða upp úr straumnum. Reyndi ég að varna 6 Veidimaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.