Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 10
um félagsskap Björns Blöndal og fjöl-
skyldu hans.
Við Ólafur reyndum þó að gera skyldu
okkar að leita að fiski, en þrátt fyrir alla
viðleitni bar það ekki árangur, nema
livað Ólafur fékk nokkra fallega sjóbirt-
inga. Ólafur er nefnilega með þeirn ó-
sköpum fæddur, að ef fiskur er í nánd
við öngulinn hans, þá er fiskurinn ekki
í rónni fyrr en hann hefur gleypt öngul-
inn hans. Þannig veiddi Ólafur bæði fyrir
ofan mig og neðan, án þess að ég yrði
var. Við höfðum komið til veiða 15.
ágúst og nú var kominn sá 18. og ég
hafði ekki orðið var, en Ólafur liafði
dregið 11 punda lirygnu og marga silfr-
aða sjóbirtinga.
Mér kom þá í hug litla flugan frá
honum Albert, sem hafði livílst í Veski
mínu um langt skeið. Nú tók ég han
fram, þótt lítil væri, miðað við þetta
ferlega vatnsmagn og skollitinn á því.
Við Ólafur höfðum þá daginn áður
séð stóran lax stökkva þar við „Stein-
inn“, en það er stór steinn á bakkanum,
ofarlega á veiðisvæðinu. Það er svo ekki
að sökum að spyrja, að eftir fá köst á því
svæði með litlu flugunni minni, steypti
stór lax sér yfir hana og nú liófst bar-
átta, sem endaði furðu fljótt með sigri
fyrir mig en með aðstoð Ólafs læknis.
Reyndist þetta 18 punda hængur. Því
miður brotnaði önnur álman á flugunni
litlu í þessum átökum og hvílir hún nú
á rneðal hinna óvígu en umvafin „gloríu"
frægðarinnar.
Þannig mætti lengi halda áfram að
tína fram skemmtilega viðburði í félags-
skap hugljúfra veiðifélaga eins og þeirra,
sem hér að framan eru nefndir. Það út
af fyrir sig er þáttur á sína vísu, þessi
8
sérkennilega hugþekka aðlöðun meðal
veiðimanna.
Ég vona nú, að þessar fáu hugleiðingar
geti orðið einhverjum vetrarkvíðnum til
afþreyingar í skammdeginu. Sjálfum mér
hefur þessi stund verið dýrmæt — að
i'á að endulifa liðna atburði og gleðjast
yfir þeim á ný.
14 pd. sjóbirtingur
í Eyjaíjarðará.
FRÉTTIR af sjóbirtingsveiði eru
mjög af skornum skammti. Víðsvegar
um landið eru þó ár og ósar þar senr
vænir sjóbirtingar veiðast á hverju ári.
Veiðimálastjóri liefur beðið blaðið að
beina þeim tilmælum til veiðimanna,
að senda skrifstofunni upplýsingar um
væna sjóbirtinga (lengd og þyngd og
hreistursýnishorn). Einnig vill hann fá
sams konar fréttir um sjóbleikju.
Þetta eru livorttveggja skemmtilegir
liskar, sem eiga skilið að komast í annála,
engu síður en stórir laxar.
S.l. sumar veiddist í Eyjafjarðará 14
punda sjóbirtingur, sem veiðimálaskrif-
stofunni var sent hreistur af. Ennfremur
fékk hún upplýsingar um lengd háns.
Fiskur þessi var 80 cnr langur, 11
\etra garnall. Hafði dvalið 4 ár í fersku
vatni og komið upp í ána nokkrum sinn-
um til að hrygna. Sjóbirtingurinn \ex
hægar en laxinn og hrygnir oftar.
Eflaust hafa einhvers staðar veiðst
stærri fiskar en þessi, s.l. sumar, og ættu
menn að senda blaðinu sögur þeirra.
Veidimaðurinn