Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 12
fitu-augnalok (sem í rauninni er þykkni á himnunni fyrir ofan augasteininn) á síldinni og; fleiri fisktesrnndum. Eða t. d. auðhreyfanlega „þriðja augnalokið“ á vissri hákarlstegund og öðrum brjóskfisk- um. Sofa þá allir fiskar einltvern tíma á sólarhringnum? Sumir fræðimenn eru sýnilega þeirrar skoðunar, en aðrir, sem eru varkárari, fullyrða einungis að nokkr- ar tegundir sofi og á mismunandi hátt. Nokkrar fisktegundir sýnast sofa eða hvílast, að kalla lireyfingarlausar, uppi í vatnsborðinu eða nálægt því. Aðrar sofa eða blunda miðja vegu milli botns og yfirborðs. Dæmi eru til þess að fiskum virðist falla betur að sofa á hliðinni, eins og vér gerum stundum. Vafasamt er þó, að þeir geri það af ótta við mar- tröð! Dr. J. R. Norman, sálugi, segir í hinni sígildu bók sinni, að þess séu mörg dæmi, að tekist hafi að komast að sof- andi fiski og ná honum með hendinni. Athuganir á lúðum í vatnsbúrum hafa leitt í ljós, að á nóttunni liggja þær rétt fyrir ofan botn kersins, og er þetta talið skýra, hvers vegna togveiðimenn „fá bezta sölufiskinn á nóttunni. Varpan dregst ekki með botninum, heldur um það bil eitt fet frá botni. Á daginn slepp- ur fiskurinn, því hann grefur sig að nokkru leyti niður í sandinn“. Menn hafa einnig tekið eftir því, að smálúður yfirgefa botninn, og leggjast upp í yfir- borðið þegar dimmt er orðið. Leður blöku-fiskurinn, sem einnig hefst við á botninum, „kemur upp í yfirborðið á nóttunni". Norman hélt því einnig fram, að lítill vafi væri á, að allir fiskar lægju lireyf- 10 ingar lausir einhvern tíma sólarhrings- ins. Athyglisvert er einnig, að vissar teg- undir, sem synda í torfum á daginn, dreifa sér á nóttunni og hver einstakl- ingur leitar sér hvílustaðar á botninum. Komi styggð að þeim, leita þeir strax upp í yfirborðið og safnast þar saman í torfu. Brian Curtis segir frá því á sinn stæða og skemmtilega hátt, að til séu fiskar, sem „bókstaflega hátta og breiða upp yfir höfuð. Látið einhvern þeirra í ker með sandi á botninum og kveikið svo að nóttu til. Þá sjáið þér engan fisk." Þessi tegund heitir Iridio Bvittata, af- brigði af karfaættinni, kallaður á ensku „Slippery Dick“. „Þú verður að rann- saka botninn vandlega," segir Curtis. „til þess að taka eftir örlítilli mishæð á sandlaginu, sem ýmist hækkar eða lækk- ar, eftir andardrætti fisksins. Og ef þú sérð liann þegar hann er að búa um sig, er það eins og töfrabragð: Fiskurinn skáskýtur sér niður í sandinn, slær nokkr- um sinnum til sporðinum og er horfinn á svipstundu." Eitt verðum vér að muna, hvort sent fiskar eða önnur dýr eiga í hlut, þar á meðal manneskjur, að enginn virðist vita, hvað hugtakið, sem vér nefnum svefn, er í raun og veru. Þess vegna eru skýringarnar svo margar og ófullkomnar. Hinn skarpvitri lífeðlisfræðingur, Sir J. Arthur Thomson, sem nú er látinn, hélt því fram, að hugtakið „svefn" yrði því aðeins skýrt, að greint væri á milli þess og „hins venjulega hvíldarástands ýmissa fiska og skriðdýra, .... vetrar- dvalar, vitundarleysis af völdum lækkaðs líkamshita og dáleiðslu á dýrum“ og enn Veiðimaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.