Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 13

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 13
fremur hins svonefnda hreyfingarleysis lágstæðra lífvera, þegar þær hvílast.' Að hans dómi er svefninn einn þáttur hinnar háttbundnu lífsstarfsemi: „eins konar lömunarástand hinna æðri tauga- stöðva, meðan endurnýjunin fer fram og sennilega samtímis hreinsun líkamans af ýmsum auka- eða eiturefnum.“ En, eins og mannslíkaminn sannar á svo undur- samlegan hátt, stendur sú staðreynd eftir sem áður óhögguð, að mörg líffæri halda áfram starfi sínu, sum að vísu ekki eins liratt, meðan vér sofum. í þeim skilningi fá þessi mikilvægu líffæri enga hvíld. Þessa gátu komumst vér ekki hjá að glíma við, ef vér látum hugtakið svefn tákna ástand, sem er andstæða starfs eða hreyfingar. Ef vér gætum fundið allan sannleikann um þá eiginleika vissra lík- amshluta vorra, sem valda því, að þeir geta haldið áfram starfsemi sinni, þótt vitundarsambandið sé með öllu rofið, vaerum vér áreiðanlega komnir nær því marki, að skilja eðli og orsakir svefnsins. I sambandi við gátuna um svefninn og hvíldina, rekum vér oss einnig á þá alkunnu kenningu, að einungis æðri dýrategundir þurfi að sofa, en lægri teg- undunum sé það ekki nauðsynlegt. Þar sem vitsmunalífið er lítið eða ekkert — þegar dýrið þarf ekki að nota heila — er svefn ónauðsynlegur, segja þeir. Þá er talið að hvíld eða einhvers konar hæga- gangur sé nægileg hressing eða endur- nýjun á líffærunum. Er t. d. hægt að kalla að marsvín sofni? Nei, í raun og veru ekki, eftir því sem fræðimennirnir segja. Elins vegar þurfa hundar, kettir, hestar og önnur húsdýr að blunda eða sofa (og allt bendir til að þau dreymi eins og oss, ef dæma má eftir hljóðum þeirra Vpiðimaðurinn og hreyfingum) og þau geta ekki verið án svefns til lengdar. En svo verður fyrir oss sú furðulega andstæða, að stórgáfaður maður segist þurfa mjög lítinn svefn. Er það ekki undarlegt, að hann skuli að þessu leyti sitja á bekk með einhverj- um blóðköldum, vitsmunasnauðunr ó- sjálfráðum lífverum, langt niðri í þró- unarstiganum? Getur verið að hann hafi uppgiitvað þann einfalda leyndardóm, að losa sig úr tengslum við umhverfi sitt með viljakraftinum einum saman án þess að leita á náðir svefnsins? Er spurningin um svefn eða svefnleysi ef til vill tengd spurningunni um viljaþrek- ið? Þetta er efni, sem hægt er að rökræða og rífast um til eilífðar. . . . En nú skulum vér hverfa aftur til fisk- anna. Segjum að þeir sofi; en jafnframt vaknar þessi spurning: Elvernig stendur þá á því, að margar næturveiðiferðir heppnast ágætlega? Svarið liggur í aug- um uppi og er á þá leið, að til eru marg- ar fisktegundir, með óteljandi einstak- linga, sem engir tveir eru eins. Sumir fiskar hafa vafalaust vanið sig á að eta á nóttunni, vegna þess að næturveiðar eiga bezt við þá og skynfæri þeirra og önnur starfstæki eru gerð til að nota þau að næturlagi. Einnig er rétt að gera ráð fyrir að sultur geti haldið vöku fyrir fiskum, sem að jafnaði sofa eða hvílast um nætur. Stundum valda sérstök veður — og vatnsskilyrði því, að æti fisksins, einkum skordýr, eru á ferð í óeðlilega stórum hópum á nóttunni. Árstíminn og veðr- áttan valda því miklu um það, hvenær á sólarhringnum fiskurinn leitar sér fæðu. Hvort sem fiskurinn sefur eða ekki, 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.