Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Page 17

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Page 17
Hann rnissti þann stóra í fyrra! núna; því síðari kynslóðir hefðu ekki getað orðið til, nema sem afkomendur þessara fyrstu árganga. Samlögun smám saman kemur þvi hér ekki til greina. Þá stöndum vér þar. Fiskur þessi hef- ur hvorki króast inni né aðhæfst lífsskil yrðum árinnar smám sarnan. En hann íor þaðan ekki, sanit sem áður. Eg kem ekki auga á nema eina skynsamlega skýr- ingu á þessari ráðgátu. En áður en ég kem að henni, er rétt að minnast svolítið á æviferil urriðans. Yfirleitt eru menn sammála um að vatnaurriðinn sé aðeins afbrigði sjóbirt- ingsins, sem liafi „samlagast" nýjum að- stæðunr. Wollebæk gerir því ekki mikinn mun á vatnaurriða og sjóbirtingi í „Nor- ges Fisker“. Hann segir: Urriðinn er að nokkru leyti staðfiskur í vötnum (vatnaurriði), en sumt af honum geng- ur til sjávar á seiðaaldri, eins og laxinn, og kemur þaðan aftur (sjóbirtingur) upp í árnar til að hrygna.“ Ennfremur bendir Wollebæk á annað, sem er mjög athyglisvert. Hann segir: „Sjóbirtingur og vatnaurriði blanda oft blóði, og margt bendir til, að seiði vatnaurriðans gangi stundum til sjávar og öfugt: sjóbirtingsseiði verði staðfisk- ur í vötnum.“ En hvernig (og getum við líka sagt Iivers vegna?) vatnaurriðinn er kominn af sjóbirtingnum, er þó tæplega fullrann- sakað enn. Hvers vegna ættu einhverjir sjóbirtingar að taka upp á því, að yfir- gefa „gósenland" hafsins og velja sér hin mörgu lífsskilyrði vatnaurriðans — og hví ættu þeir ekki að erfa eðlishneigð for- cldra sinna og fara til sjávar? En þetta síðasta atriði gæti ef til vill leitt okkur á sporið. Máske er óþarfi að tala um nokkra samlögun eðá eðlis- breytingu. Ef til vill hefur sjóbirtingur- VeIÐIMAÐURI.NN 15

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.