Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 21

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Side 21
á leiðinni og að sjá um að ég fengi tæki- færi tii þess að læra að veiða lax. Sem reyndur mannþekkjari sá hann strax a'v sú beita mundi ekki bregðast, enda var hann sjálfur áhugasamur veiðimaður, að vísu meira á færi en stöng. Og beitan brást ekki, enda þótt ár angurinn yrði nokkuð annar — eða lík- lega réttara sagt allt annar — en ætl- að var. Framlagið, sem óskað var eftir í þágu smábúanna, varð sem sé ekki annað en svolítill pési um vilpur og undirbreiðslu í hesthúsum, eftir karakúi aðferðinni, þótt ég vitanlega minntist lítillega á smábýlarekstur. En hins vega gerði Ruuth skipstjóri mig að laxveiði- manni það sem eftir var ævinnar. Þ' list svalg ég, eins og gamalt leður drekk- ur í sig feiti. Eg man betur eftir þessum straum- hvörfum í lífi mínu en deginum í gær. Ruuth fór með mig að laxánni sinni, en gat ekki kennt mér að nota mér það til fulls. Hann vissi t. d. jafnlítið og allir aðrir á þeim slóðum, hvernig veitt er með flugu. Ég ráfaði um bakkana og slæmdi út línunni á svipaðan hátt og menn kasta maðki, en ég kom varla út meira en stangarlengdinni. Vitanlega höíðu urriðarnir séð mig löngu áður en ég kastaði og voru farnir sína leið fyrir löngu. Ég hafði líka gulan ,,devon“, sem ég hafði fengið með flugustönginni, og ég hafði fest í hausnum á mér þá firru. að hægt væri að kasta málmfiski með flugustöng. En þessi mjúka stöng var vit- anlega of veik til þess, að ég gæti haft vald á beitunni. Hún festist því strax í botninum, og af því dró ég þá ályktun, að ég gæti ekki veitt urriða. Þannig liefnr eflaust farið fyrir miirgum (iðruni byrjendum, og þeir farið fisklausir heim. Eitt kvöldið þegar ég var á leið upp á efsta svæði árinnar, til þess að veiða aborra, sá ég að Ruuth skipstjóri stóð á bryggjunni á miðsvæði árinnar og var að tala við Kokko gamla. Þeir voru sýni- lega að hugsa um að fara á bát út í hliðarkvísl fljótsins, sem kölluð er Lou- hu, en þangað var venja að róa þeim, sem ekki höfðu orðið varir annars staðar. Það var ávallt þrautalendingin. Þar stukku hinir hundeltu urriðar í torfum á hverju kvöldi allt sumarið. F.n svo sem vænta mátti af kurteisum gestgjafa, hætti Ruuth strax við fyrirætlun sína, kallaði á mig og skoraði á Kokko að kenna mér listina. Kennslan fer fram nokkurn veginn á þá leið, að Kokko velur úr safni skip- stjórans nokkrar svonefndar Huopana- flugur, eina svarta, eina brúna og ina gráa, sennilega Soldier Palmer, Zulu og March Brown, ég man það ekki nákvæm- lega, því á þessum tíma var ég ekkert far- inn að skrifa hjá mér um veiði mína eða áhöld. En af því að ég minnist á þetta, vil ég benda byrjendum á gagnsemi þess, að skrifa dagbók. Það kemur bæði manni sjálfum og öðrum að notum. Menn eiga að skrifa lijá sér stærð fisksins, kyn, á hvað hann var veiddur, veðrið, vindátt- ina, hitastigið og ef unnt er, hvernig loft- vogin stóð; ennfremur allt sem gerðist, frá því að fiskurinn tók og þangað til honum var landað — eða hann fór! „Við skulum prófa þær dökkn,“ sagði Kokko, „það fæst ekkert á þessar skræp- óttu hérna.“ Síðar fór samt svo, að ég notaði einmitt þess liáttar flugur mest þarna, enda þótt sú regla væri ekki alltaf einjdít, svo sem síðar mun greint frá 19 \'eiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.