Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 32

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 32
Þetta vildi hann. NORSKUR veiðimaður segir eftirfar- andi sögu í tímaritinu „Fiskesport": Við hjónin löbbuðum frá kofanum okkar í Hörjedal, niður með ánni, en hún rennur þarna hægt á fjósum sand- botni. Á einum stað er á henni kröpp beygja og þar halda sig venjulega nokkr- ir stórir urriðar í strengnum. Ég var langt frá þegar ég sá stóran ugga koma upp úr vatninu, og sagði ég þá við konu mína: „Þennan skulum við liafa til mið- degisverðar í dag.“ Ég þóttist öruggur, alltof öruggur, enda varð ég ekki var þegar ég ór að kasta. Að lokum kom konan mín við í sveitaverzluninni, ti! vonar og vara.... Ég reyndi flugu eftir flugu, áreiðanlega 25 tegundir. Fiskur- inn lét þær allar fara fram hjá sér með einstakri stillingu, og stundum var hann að sveima í rnestu makindum rétt við stígvélin mín. Lítið gervisíli — sem venju- lega er örþrifaúrræðið — reyndist ekki lióti betur. Fiskurinn sinnti þarna um þennan grunna hyl, kom öðru hvoru upp til þess að grípa dægurfiugur, sem klekj- ast þarna út í stóruni stíl. Þetta var teg- und, sem er sjaldgæf annars staðar á þessum slóðum, með gráa vængi og ná- lega hvítan búk. Nú datt mér skyndi- lega í hug að ég mundi eiga eina þurr flugu í þessum litum — sýnishorn, sem flugugerðarmaður einn hafði sent mér, en ég aldrei hnýtt á. Ég fór í land, skipti um línu, smurði þá nýju og batt þessa flugu á. Ég var samt vantrúaður á að hún mundi reynast hinum skæðari, en ekki sakaði að reyna. Flugan var tæp- lega komin niður í vatnið þegar fiskur strikaði að henni, en náði henni ekki, því miður. Ég brá við, eins og ég er vanur, cn kippti fiugunni nokkra metra til mín, fiskurinn kom á eftir og snerti liana greinilega. f öðru kasti stökk mynd- arlegur urriði hátt í loft upp, og eftir hæfilegan tíma lenti hann í háfnum. Þetta var fi^ punds fiskur, og ég gat ekki stillt mig um að lofa lionum að lifa áfram — á ljósmynd. Eg festi sjálf- virku myndavélina við staur og lét hana smella af á sjálfan mig. En hver getur skýrt þetta hátterni urriðans? Þetta var um miðjan dag, í glaða sólskini, þegar hver sæmilega upp- alinn urriði liefði átt að kúra bak við stein eða torfuhnaus. Dýpið var ]/,—1 metri, straumur mjög lítili og blæjalogn. Botninn ljós sandbotn. í hálfa aðra klukkustund, sem ég hafði kastað þarna, hlaut fiskurinn að liafa séð mig allan tímann, en hann virtist ekkert styggj- ast við það og synti umhverfis mig eins og ekkert væri. Eg fékk þarna eina sönn- unina enn fyrir því, hve lítið við vitum í raun og veru, þrátt fyrir margra ára veiðireynzlu. Reglan ætti því að vera þessi: Vertu ekki viss um nokkurn skap- aðan hlut fyrirfram, þegar þú ert að veiða! FLJÓTUR AÐ VAXA. KARPINN er fljótur að vaxa við góð skilyrði. Árið 1937 var karpastofn frá Virginíu látinn í fisklaust vatn í Northarupton. Vatnið er lítið, en djúpt og gróðursælt. Stærsti fiskurinn var li^ pund. Árið 1945 veiddist þarna 17 punda fiskur, og það ár sáust margir frá 10—18 pund. Eftir þessu virðist karpinn vaxa um 2 pund á ári að meðaltali, þar sem hann hefur nóg æti og lífs- skilyrðin eru góð að öllu leyti. Stærstu karpar munt geta orðið milli 30 og 40 pund. 30 VlIÐlMAÐURINÍ'

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.