Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 32

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 32
Þetta vildi hann. NORSKUR veiðimaður segir eftirfar- andi sögu í tímaritinu „Fiskesport": Við hjónin löbbuðum frá kofanum okkar í Hörjedal, niður með ánni, en hún rennur þarna hægt á fjósum sand- botni. Á einum stað er á henni kröpp beygja og þar halda sig venjulega nokkr- ir stórir urriðar í strengnum. Ég var langt frá þegar ég sá stóran ugga koma upp úr vatninu, og sagði ég þá við konu mína: „Þennan skulum við liafa til mið- degisverðar í dag.“ Ég þóttist öruggur, alltof öruggur, enda varð ég ekki var þegar ég ór að kasta. Að lokum kom konan mín við í sveitaverzluninni, ti! vonar og vara.... Ég reyndi flugu eftir flugu, áreiðanlega 25 tegundir. Fiskur- inn lét þær allar fara fram hjá sér með einstakri stillingu, og stundum var hann að sveima í rnestu makindum rétt við stígvélin mín. Lítið gervisíli — sem venju- lega er örþrifaúrræðið — reyndist ekki lióti betur. Fiskurinn sinnti þarna um þennan grunna hyl, kom öðru hvoru upp til þess að grípa dægurfiugur, sem klekj- ast þarna út í stóruni stíl. Þetta var teg- und, sem er sjaldgæf annars staðar á þessum slóðum, með gráa vængi og ná- lega hvítan búk. Nú datt mér skyndi- lega í hug að ég mundi eiga eina þurr flugu í þessum litum — sýnishorn, sem flugugerðarmaður einn hafði sent mér, en ég aldrei hnýtt á. Ég fór í land, skipti um línu, smurði þá nýju og batt þessa flugu á. Ég var samt vantrúaður á að hún mundi reynast hinum skæðari, en ekki sakaði að reyna. Flugan var tæp- lega komin niður í vatnið þegar fiskur strikaði að henni, en náði henni ekki, því miður. Ég brá við, eins og ég er vanur, cn kippti fiugunni nokkra metra til mín, fiskurinn kom á eftir og snerti liana greinilega. f öðru kasti stökk mynd- arlegur urriði hátt í loft upp, og eftir hæfilegan tíma lenti hann í háfnum. Þetta var fi^ punds fiskur, og ég gat ekki stillt mig um að lofa lionum að lifa áfram — á ljósmynd. Eg festi sjálf- virku myndavélina við staur og lét hana smella af á sjálfan mig. En hver getur skýrt þetta hátterni urriðans? Þetta var um miðjan dag, í glaða sólskini, þegar hver sæmilega upp- alinn urriði liefði átt að kúra bak við stein eða torfuhnaus. Dýpið var ]/,—1 metri, straumur mjög lítili og blæjalogn. Botninn ljós sandbotn. í hálfa aðra klukkustund, sem ég hafði kastað þarna, hlaut fiskurinn að liafa séð mig allan tímann, en hann virtist ekkert styggj- ast við það og synti umhverfis mig eins og ekkert væri. Eg fékk þarna eina sönn- unina enn fyrir því, hve lítið við vitum í raun og veru, þrátt fyrir margra ára veiðireynzlu. Reglan ætti því að vera þessi: Vertu ekki viss um nokkurn skap- aðan hlut fyrirfram, þegar þú ert að veiða! FLJÓTUR AÐ VAXA. KARPINN er fljótur að vaxa við góð skilyrði. Árið 1937 var karpastofn frá Virginíu látinn í fisklaust vatn í Northarupton. Vatnið er lítið, en djúpt og gróðursælt. Stærsti fiskurinn var li^ pund. Árið 1945 veiddist þarna 17 punda fiskur, og það ár sáust margir frá 10—18 pund. Eftir þessu virðist karpinn vaxa um 2 pund á ári að meðaltali, þar sem hann hefur nóg æti og lífs- skilyrðin eru góð að öllu leyti. Stærstu karpar munt geta orðið milli 30 og 40 pund. 30 VlIÐlMAÐURINÍ'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.